Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 13 Opinn kynningarfundur um Landsmót UMFÍ 2004 Ennþá margir lausir endar í undir- búningnum Lítið virðist enn fast í hendi um fjármagn frá ríkinu vegna Landsmóts UMFÍ á norðan- verðum Vestfjörðum sumarið 2004. Fram kom á opnum fundi um undirbúning móts- ins, sem haldinn var á Ísafirði í síðustu viku, að þegar Ísa- fjarðarbær samþykkti aðild sína að mótshaldinu hafi bæj- aryfirvöld sett ákveðna fyrir- vara um að ríkið kæmi með einhverjum hætti að fjár- mögnun nauðsynlegra fram- kvæmda. Að sögn Kristins Jóns Jónssonar, formanns Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), var á fundinum reynt að ná fram sem gleggstum upplýsingum þannig að flest- um yrði ljóst hver staðan væri. Liðlega þrjátíu manns sátu fundinn sem haldinn var á Hótel Ísafirði og var farið rækilega yfir stöðu mála varð- andi undirbúning mótsins. Héraðssamband Vestfirðinga boðaði til fundarins en auk forsvarsmanna þess voru á fundinum fulltrúar í lands- mótsnefndinni hér vestra, bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ og fulltrúar frá UMFÍ. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, ræddi almennt um landsmót og starfið í kringum þau. Helsta umræðuefni fundarins var þó fyrirhugað landsmót 2004 og þau íþróttamannvirki til stæði að reisa vegna þess. Einkum vildu menn fá að vita hvað bæjarstjórn ætlaði sér í þeim efnum og eins hvar um- rædd mannvirki skyldu vera. Bæjarfulltrúar grein fyrir stefnu bæjarins í málinu og skýrðu jafnframt frá því að enn væri margt óljóst en skýr- ari svör myndu væntanlega liggja fyrir fljótlega eftir ára- mót. Töluverðar umræður voru á fundinum og segir Kristinn Jón að svo virðist sem fólk sé mjög áhugasamt um þetta mál. Langflestir hafi verið þeirrar skoðunar að ekki kæmi annað til greina en að mannvirkin vegna mótsins yrðu við Skutulsfjörð. Kristinn Jón segir að menn hefðu einnig yfirleitt verið sammála um að málið væri í góðum farvegi en látið í ljós áhyggjur yfir því hversu hægt það gengi og að mikilvægur tími færi forgörðum. Fram- undan væri kosningaár og vitað væri að bæjarstjórnir séu óvirkar í nokkurn tíma bæði fyrir og eftir kosningar meðan verið er að raða saman meiri- hluta og nýtt fólk að koma sér fyrir í starfinu. Ekki þarf minna en tvö ár til að gera íþróttavöll sem stenst tilskildar kröfur þar sem jarðvegurinn þarf að síga og jafna sig einn vetur áður en hægt er að ganga frá yfirborð- inu. Kristinn Jón segir þetta þó vera í lagi ennþá en hafa verði í huga að tíminn fram að landsmóti styttist óðum og mikið verk sé fyrir höndum. Gera þarf útboðslýsingu, bjóða verkið út og semja við verktaka. Á heildina litið var þetta góður fundur að mati Kristins og taldi hann að fólk hefði fengið svör við spurn- ingum sínum. Staða mála hjá landsmótsnefnd og bæjaryfir- völdum hafi einnig skýrst. Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir að fundurinn hafi bæði verið gagnlegur og þarfur. Þarna hafi menn sest niður, farið yfir málin og skipst á skoðunum. Hún segir að í um- ræðum hafi greinilega komið fram að fólk óskaði eftir svörum frá sveitarfélaginu varðandi stefnu þess í málinu. Hins vegar væri nú verið að skoða það allt og ekki væri von á að línur skýrðust fyrr en eftir áramót. Að sögn Birnu á enn eftir að ganga frá kostn- aðaráætlun vegna þessarar framkvæmdar allrar og ekki verður hægt að taka neinar ákvarðanir fyrr en hún liggur fyrir. Gerðar hafa verið úttektir vegna nauðsynlegra mann- virkja og staðsetningar þeirra en nákvæmir kostnaðarút- Magnús Reynir Guðmundsson í undirbúningsnefnd, Kristinn Jón Jónsson formaður HSV og Björn B. Jónsson formaður UMFÍ í ræðustól. reikningar hafa enn ekki farið fram. Birna segir að unnið sé að því máli núna en hafa verði í huga, að þegar bærinn sam- þykkti landsmótshaldið setti hann ákveðna fyrirvara um að ríkið kæmi að fjármögnun þeirra framkvæmda sem fyrir- séðar væru af þessu tilefni. Fyrir liggur að gera þarf nýjan frjálsíþróttavöll og eins þarf að koma upp sundlaug í þeirri lengd sem krafist er á lands- móti. Varðandi frjálsíþrótta- völl segir Birna að skoðaðir hafi verið tveir kostir: Annars vegar að völlurinn verði við Skutulsfjörð og hins vegar að nýtt verði þau mannvirki sem þegar eru til staðar á Þingeyri. Hvað varðar framkvæmdir vegna sundlaugar, þá hafi komið þar fram spennandi tillögur en ekki er búið að taka neina ákvörðun um hvernig það mál verður leyst. Birna segir ennfremur að fram hafi komið í máli fram- kvæmdastjóra UMFÍ, að ekki sé óeðlilegt þótt hlutirnir tækju þennan tíma. Hún segir að nokkuð hafi þótt standa upp á Ísafjarðarbæ í þessu máli en reyndin sé sú, að ekki hafi verið hægt að vinna málið hraðar. Töluverður tími hafi farið í að leita eftir fjármagni frá ríkisvaldinu. Rætt hafi verið við flesta þá sem geta komið að málinu en lítið sé fast í hendi enn sem komið er. Þó fengust tíu milljónir á fjár- lögum til mannvirkjagerðar vegna landsmótsins. Pétur Jónsson, Sigurjón Hallgrímsson, Marinó Hákonarson og Guðni G. Jóhannesson voru á meðal fundargesta. Breytingar hjá yfirstjórn og í starfsliði Menntaskólans á Ísafirði Birna tekur við formennsku í skólanefnd Birna Lárusdóttir, formað- ur bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, var kjörin formaður skóla- nefndar Menntaskólans á Ísafirði á síðasta fundi nefndarinnar. Fyrir einu ári skipaði ráðherra nefndina til fjögurra ára en hún kýs sér formann til eins árs í senn. Ekki komu fram aðrar tillög- ur og varð Birna því sjálf- kjörin. Hún tekur við for- mennsku nefndarinnar af Ólafi Helga Kjartanssyni. Gunnar Þórðarson verður áfram varaformaður og Elísa- bet Gunnarsdóttir ritari. Fyrir nokkru var auglýst eft- ir tveimur kennurum að skól- anum. Verður Eyvindur P. Ei- ríksson ráðinn í stöðu dönsku- kennara en hann hefur kenn- sluréttindi. Tvær umsóknir bárust um stöðu raungreina- kennara en hvorugur umsækj- enda hefur kennsluréttindi í þeim greinum sem auglýstar voru. Skólanefnd samþykkti þá tillögu skólameistara að Kristinn Harðarson verði ráð- inn leiðbeinandi. Ástvaldur Björnsson hús- vörður Menntaskólans á Ísa- firði verður sjötugur í mars og verður honum þá sagt upp störfum. Hann hefur óskað eftir því að starfa út skólaárið og er skólameist- ara heimilt að gera við hann nýjan samning til hálfs árs og auglýsa eftir nýjum hús- verði áður en sá samningur rennur út. Kynningarferð Listaháskóla Íslands frestað Ætlunin að koma á Sólrisu síðar í vetur Á haustdögum kom vestur til Ísafjarðar sendinefnd á veg- um Listaháskóla Íslands. Er- indið var fyrst og fremst að undirbúa kynningu sem fram átti að fara hér vestra seinustu helgina í nóvember. Enn hefur ekkert orðið af kynningunni né heldur sýningu á Túskild- ingsóperunni sem nemendur Listaháskólans ætluðu að setja hér upp við sama tæki- færi. Að sögn Hjálmars Ragnars- sonar, rektors Listaháskóla Ís- lands, varð af óviðráðanlegum ástæðum að fresta þessum fyr- irætlunum. Bæði komu upp veikindi meðal þeirra sem tóku þátt í uppfærslunni og eins varð röskun vegna þeirrar óvissu sem ríkti meðan á verk- falli tónlistarkennara stóð. Þrátt fyrir að kennarar Listaháskólans hafi ekki verið í verkfalli þótti hvorki viðeig- andi né ráðlegt að sýna óper- una eða flytja aðra tónlist hér fyrir vestan meðan tónlistar- kennarar börðust fyrir bættum launakjörum. Hjálmar segir að Listaháskólinn sé þó síður en svo hættur við ferðina vest- ur og er nú stefnt að því að koma á Sólrisuhátíð Mennta- skólans á Ísafirði. Fyrirkomulagið verður með líkum hætti og fyrirhugað var, að Listaháskólinn mun kynna það nám sem hann býður. Fyrirtæki til sölu! Til sölu er Vélsmiðja Ísafjarðar ehf., en um er að ræða fyrirtæki í fullum rekstri. Nánari upplýsingar um eignina gefur Björn Jóhannesson hdl., í síma 456 4577. Sérstæður viðburður á aðventunni Hópur fólks að setja niður blómlauka Undir lok síðustu viku kom saman stór hópur fólks, bæði fullorðnir og börn, til að setja niður blómlauka á opnu svæði á Flateyri. Veðrið og umhverfið voru eins og á vordegi, jörðin marauð og hitinn kringum tíu stig. Laukarnir voru settir nið- ur á minningarreitnum um snjóflóðið mikla og þar í kring. Það mun vera fátítt að blómjurtir séu gróður- settar á Vestfjörðum um miðjan desember. 51.PM5 19.4.2017, 09:5213

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.