Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 15 eins lengi og hún hafði þrek til þess. Ég lærði síðan hjá henni og hef reynt að baka eftir uppskriftinni hennar og halda þannig fjölskylduhefðir í heiðri þrátt fyrir það að vera komin í nýtt land. Þess má einnig geta varð- andi jólastollen, að hefðin er sú að það sé látið liggja á tiltölulega köldum stað fram á aðfangadag enda sagt að það verði betra eftir því sem það er látið bíða lengur. Þegar líður á aðfangadag er Stollen borið fram og borðað með kaffinu áður en jólaveislan sjálf byrjar. St. Martin Þegar lyktin af Stollenbak- strinum er nýfarin úr eldhús- inu rennur upp mikilvægur dagur fyrir börnin. Þar sem ég ólst upp var mikið haldið upp á dag heilags Marteins, 11. nóvember, sem var sagður hafa deilt kápu sinni með fá- tækum manni sem hann hitti úti á götu. Til eru margar sögur og myndir sem lýsa eiga þess- ari sögu. Í Rínardalnum og sveitunum í kring er hefð fyrir gleði og söng að kvöldi 11. nóvember eða dagana þar í kring. Menn koma þá yfirleitt saman í miðjum bæ og þar er oftast maður á hesti, klæddur hálfri rauðri kápu, sem á að vera heilagur Marteinn. Í fylgd með honum er hljómsveit og fólk með alls konar pappírsljósker. Sum þeirra eru algjör listaverk og er mikið kapp lagt á að búa þau til dagana áður en veislan hefst – í leikskólum, skólum og heima við. Einnig nota menn froðunæpur sem í er tálgað andlit og allt skorið inn- an úr þeim. Þær eru síðan sett- ar á staur og kertaljós sett inn í þær þannig að andlitið sést vel. Þegar allt fólkið er komið saman byrjar gangan um allan bæ og endar við stóra brennu. Mikið er sungið og spilað á leiðinni og finnst hestunum oftast nóg komið þegar verið er að nálgast eldinn. Þar er sungið meira og er þetta ekki ósvipað og á áramótabrennu hér á Íslandi. Á leiðinni heim fá allir krakkar sætar kökur að gjöf og vaninn er að baka lítinn karl með pípu í munnin- um. Kökurnar fást einnig í öllum bakaríum. Það fylgir líka sérstakur matur þessum degi, þ.e. annað hvort Mart- insgæs eða einhvers konar kartöflubaka sem er gerð er úr rifnum, hráum kartöflum með kryddi, lauki, beikoni og fleiru sem síðan er bakað í ofni. Þetta er borðað með epla- mús og er algjört sælgæti að mínu mati. Þegar 1. desember rennur upp er allt í einu komið jóla- skraut í stofuna og dagatal sem minnir okkur á að ekki eru nema 24 dagar til jóla. Dagatölin geta verið margvís- leg og í okkur fjölskyldu var það þannig, að bróðir minn og ég fengum saman dagatal með súkkulaðibitum og daga- tal með litlum pökkum. Við þurftum síðan að skiptast á að opna þau, þ.e. annað okkar fékk pakka meðan hitt fékk súkkulaði og svo öfugt næsta dag. Annars er haldið upp á aðventudagana líkt og hér og eru aðventukransar alls staðar – á heimilum, vinnustöðum og í skólum, svo eitthvað sé nefnt. Heilagur Nikulás og Knecht Ruprecht Einn dagur enn er mikil- vægur þegar líður að jólum. Það er 6. desember, dagurinn þegar heilagur Nikulás birtist ásamt fylgdarmanni sínum, Knecht Ruprecht. Nikulás er góður maður með útlit hins dæmigerða jólasveins, í rauð- um fötum og með hvítt skegg og kemur með nammi og smá- pakka handa börnunum. Kne- cht Ruprecht hins vegar er ljótur, svartur karl sem á það til að hirta óþekka krakka. Kvöldið fyrir 6. desember er venjan að hver setur sinn skó, finpússaðan og glans- andi, fram í anddyri í von um nammi eða litlar gjafir í hann. Oft hefur Nikulás verið notað- ur til að aga börnin og man ég vel eftir að mamma notaði þetta tækifæri til að reka okkur í tiltektir á þessum tíma. Ef börnin létu illa var þeim hótað að þau fengju trjágrein í skó- inn. Það er svipað og kartöfl- urnar sem lenda stundum í íslenskum skóm. Oft eru haldnar Nikulás- veislur sem eru svipaðir uppá- komur og litlu jólin hérlendis. Veisluhald er þá í skólum, á vinnustöðum, í sjúkrahúsum og á elliheimilum og jafnan eru þá sagðar sögur, sungið og fleira gert til gamans. Drukkið er kaffi og borðað mikið af smákökum. Jólaskraut Mikið var haldið upp á hefðbundið jólaskraut heima hjá okkur. Til eru heilu þorpin í Þýskalandi sem hafa í fjölda ára framleitt jólaskraut og leikföng. Þau eru nálægt landamærunum að Póllandi og Tékklandi og voru þessar vörur meira útbreiddar í fyrr- verandi Austur-Þýskalandi heldur en þar sem ég ólst upp. En þar sem fjölskyldan mín var frá Dresden var þeim hefð- um haldið og var okkar jóla- skraut mest þaðan. Auk þess voru stjörnur úr hálmi (Stroh- sterne) búnar til á hverju ári og notaðar sem skraut á jóla- tréð. Heima var mikið föndrað og venja að búa til jólagjafir- nar sjálfur. Í okkar fjölskyldu var það lengi vel fastur liður að gefa að minnsta kosti eitt- hvað heimatilbúið. Þar voru herbergin oft lokuð öðrum og stemmingin í kringum þetta allt saman er mjög eftirminni- leg. Ástandið versnaði síðan yfirleitt síðustu dagana fyrir jól því allt átti að vera tilbúið í tíma en það klikkaði nú samt stundum. Jólahaldið Nokkrum dögum fyrir að- fangadag var farið út í skóg til að sækja jólatré. Yfirleitt voru skógræktarsvæði opin og maður fékk að rölta þar í gegn og velja sér tré. Við fórum yfirleitt saman fjölskyldan og þið getið rétt ímyndað ykkar hvað við vorum lengi að velja. Þar sem um mikið úrval var að ræða var erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Annað hvort var tréð of lítið eða of stórt, eða það var með of mörgum greinum eða of fáum til að hægt væri að koma kertunum og jólaskrautinu fyrir. Þegar loksins var búið að finna rétta jólatréð var haldið heim á leið og þegar við sett- um það upp, þá sáum við yfir- leitt að það var skakkt eða gallað á einhvern hátt. Það gerði hins vegar ekkert til, málið var að við höfðum valið það í sameiningu. Á aðfangadagsmorgun var svo jólatréð sett upp og skreytt. Kertin voru mikilvæg og alltaf lifandi. Þegar búið var að skreyta var farið að laga matinn og venja er að borða síldarkartöflusalat og pylsur á aðfangadagskvöld. Þegar það var allt tilbúið var yfirleitt smáhlé og smám sam- an tíndust til jólagjafir sem settar voru undir jólatréð. Þá var drukkið kaffi og þegar Stollen var komið á borðið, þá vissu allir jólin voru komin. Yfirleitt fórum við í messu eftir kaffið. Það er mjög skemmtilegt og hátíðlegt um jólin. Mikil samkoma er í kirkjunni og þar hittir maður margt fólk. Svo er haldið heim að nýju og kveikt á kertunum á jólatrénu. Lokað var inn í stofu þangað til bjöllurnar hringdu. Þá máttu allir koma inn. Við vorum að venju frekar hátíðlega klædd og byrjuðum yfirleitt á því að drekka kampavínsglas. Stundum vor- um við með lifandi tónlist og síðan voru jólapakkarnir opn- aðir. Þegar búið var að opna jólapakkana var farið í alls konar spil og oft fengum við ný borðspil í jólagjöf sem héldu okkur uppteknum öll jólin. Það voru notalegar stundir en góðar bækur áttu líka alltaf vel við okkur. Síld- arsalatið var borðað milli spila og vakað langt fram á nótt. Jóladagur er aðaldagurinn í Þýskalandi. Þá er mikið lagt í matarveislur og hefð fyrir jóla- gæs eða þá Karpfen sem er eldisfiskur. Hann er mjög vinsæll í Þýskalandi og fleiri löndum en mér hefur aldrei líkað við hann og man eftir mörgum fiskum á floti í bað- kerinu heima. Jólunum lýkur síðan þann þrettánda (Drei- königstag) og þá er jólaskraut- ið tekið niður og jólatrjánum hent. Ég læt hér að lokum fylgja með uppskrift af hinu um- rædda „Dresdner Christstoll- en“. Það er um að gera að gefa sér nægan tíma við bakst- urinn á því og svo verður það helst að bíða í nokkrar vikur áður en það er borðað. Dresdner Christstollen 400 g rúsínur 150 g kúrenur 4 msk romm Þessu er blandað saman og látið standa yfir nótt. 75 g orangeat 75 g súkkat Þetta er fínhakkað. 250 g möndlur möndludropar (3) Hýðið er tekið af möndlun- um og þær malaðar. 1 kg hveiti ger dálítill sykur mjólk eftir þörfum (u.þ.b. hálfur lítri) Gerdeig er búið til, látið hef- ast og bíða um 20 mínútur. 150 g sykur 1 tsk salt (eða saltað smjör) sítrónuhýði, raspað 450 g smjör (brætt á lágum hita) Þessu eru öllu blandað sam- an og síðan sett saman við gerdeigið sem búið er að und- irbúa. Hnoðað vel saman og látið hefast á hlýjum stað um 20 mínútur. Þá er bætt við rúsínum og kúrenum, möndl- um, súkkati og orangeat. Hnoðað vel og látið hefast í 20 mínútur. Deiginu er síðan skipt í tvo til þrjá hluta og mótuð brauð úr þeim. Brauðin eru sett á bökunarpappír á bökunarplötu og látin standa á hlýjum stað í 20 mínútur. Ofninn er hitaður í 200-210°C og brauðin bökuð í 60-80 mín- útur. Þegar brauðin eru bökuð eru þau tekin úr ofninum og bráðið smjör (um 50 g) borið á þau heit. Flórsykri er síðan stráð yfir. Stollen þarf að pakka vel inn og geyma á köldum stað fram að jólum. Í Þýskalandi er hefð að baka Stollen í byrj- un nóvember og byrja að borða það á jóladag. Daðey Steinunn Einarsdóttir ásamt dóttur sinni Örnu Kristínu Arnarsdóttur. Hrifin af föstum hefðum og jólasiðum – segir Daðey S. Einarsdóttir í Bolungarvík um jólahaldið á heimilinu Daðey er fædd og upp- alin í Bolungarvík en bjó á árunum 1980-98 á suðvesturhorni landsins. Fyrir rúmum þremur árum flutti hún aftur heim ásamt manni sín- um, Arnari Smára Ragnarsyni, og börnum þeirra, Örnu Kristínu, Erni Steini og Daða. Hún rekur ásamt fjöl- skyldu sinni Fiskverk- unina Vík. Hér segir hún frá tilhögun jólahaldsins á slóðum stórfjöl- skyldunnar í Bol- ungarvík. Það er yndislegt að vera komin aftur heim og ekki hvað síst til þess að geta notið að- ventunnar hér. Fyrir sunnan fannst mér alltaf eins og ég væri að fara á mis við eitthvað enda svo margt skemmtilegt sem gerist á þessum tíma í stórfjölskyldu minni hér í Bol- ungarvík. Ég er afskaplega hrifin af föstum hefðum og góðum jólasiðum. Á æskuheimili mínu var t.d. alltaf kveikt ljós í öllum herbergjum þegar klukkan sló sex á aðfangadag og geymslan var ekki undan- skilin. Það var einnig fastur siður að pabbi fór með okkur börnin til ömmu og afa á að- 51.PM5 19.4.2017, 09:5215

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.