Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 fangadag þar sem okkur var boðið upp á súkkulaði og kök- ur. Ég tel það mjög mikilvægt að ala börnin upp við fasta siði og ákveðnar hefðir þar sem það veitir þeim öryggi og gefur þeim einnig fallegar minningar. Í byrjun aðventu hengjum við upp í eldhúsinu tvíreykt hangikjöt frá Jólahúsinu í Eyjafirði, sem gefur dásam- legan jólailm. Það er mjög freistandi að fá sér bita annað slagið með laufabrauði. Mér finnst mjög mikilvægt að vera snemma búin að hinum hefð- bundna undirbúningi til þess að geta notið alls þess skemm- tilega sem er á boðstólum í desember. Sérstaklega finnst mér þó mikilvægt að geta gert eitthvað skemmtilegt með börnum eins og að baka og föndra. Eftir að við fluttum vestur eyðum við Sigrún mág- kona mín vanalega einum eftirmiðdegi með börnunum og gerum með þeim pipar- kökuhús okkur öllum til mik- illar ánægju. Hér fyrr á árum skreyttum við á Þorláksmessu en í seinni tíð hefur orðið mikil breyting á því hjá okkur, sérstaklega eftir að börnin fæddust. Fljót- lega í desember erum við nán- ast búin að skreyta í öllum skúmaskotum og það eina sem þá er eftir, er að skreyta sjálft jólatréð. Hvað jólabakst- ur varðar er það breytilegt hve- nær hann fer fram á heimilinu. Ætlunin er að sjálfsögðu að ljúka honum snemma en það tekst nú því miður ekki alltaf. Fjöldi smákökusorta er mis- jafn. Sumar baka ég ár eftir ár en hef jafnframt mikla þörf fyrir að prófa einhverja nýja og gómsæta fyrir hver jól. Uppáhaldskökurnar eru Söru Bernhardtskökur sem þó eru stundum bakaðar milli jóla og nýárs. Sá atburður á aðventunni sem ég hlakka einna mest til er skötuveislan á Þorláks- messu á heimili Gumma bróð- ur míns og Ásu konu hans. Þar hittumst við fimm bol- vískar fjölskyldur og snæðum saman skötu og tilheyrandi. Um verkun skötunnar sjá bræður mínir Hrólli og Gummi af mikilli snilld. Mikil spenna ríkir ætíð um það hvort skatan sé nógu sterk eða jafn- vel alltof sterk. Þeim hefur að sjálfsögðu ávallt tekist vel til. Það sem gerir þó útslagið að skatan smakkist vel eru góm- sætu kartöflurnar og flotið frá ömmubróður okkar, Hálfdáni Einarssyni. Nonni, yngsti bóðir minn, mætir svo með íslenskt brennivín í forláta ullarsokk en Runólfur Pétursson, frændi okkar, sér um að gæða okkur á koníaki með kaffinu. Okkar hlutverk er svo að sjá um kon- fektið. Eftir skötuveisluna á Þorláksmessu er svo fyrsta eiginlega jólaboðið þar sem öll fjölskyldan, u.þ.b. 30 manns, hittist á heimili Nonna bróður og Sigrúnar konu hans í tilefni afmælis Sigrúnar. Margar góðar minningar eru úr foreldrahúsum enda systkinahópurinn stór og mik- ill spenningur fyrir jólin. Það var t.d. stór stund á aðfanga- dag í lífi okkar systkinanna þegar Gummi afi, Hrólfur bróðir hans og Geiri föður- bróðir minn komu með gjafir- nar af Grundunum. Þeir komu ávallt um kaffileytið og við biðum spennt úti í glugga og horfðum á þá bera stóra ferða- tösku inn með gjöfunum til okkar. Á jóladag borðar svo fjöl- skylda mín saman í hádeginu. Áður fyrr var það hjá foreldr- um okkar en núna í seinni tíð höfum við systkinin tekið við og bjóðum þeim. Í ár eru það systur mínar á Ísafirði, Jó- hanna og Þóra, sem halda boð- ið. Við erum frekar vanaföst varðandi jólamatinn á að- fangadag, sérstaklega aðal- og eftirrétt, og má segja að við séum nánast með það sem var á æskuheimilum okkar begg- ja. Hvað forréttinn varðar höf- um við þó verið tilbúin að breyta til. Mig hefur alltaf langað mikið til að gera Ris à L´manda þar sem mér finnst hann ljúffengur en ég veit að það fæst ekki samþykki fyrir því að skipta á honum og heimatilbúna ísnum. Ég hef þó í huga að hafa hann á borð- um í hádeginu á aðfangadag. Bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Rækjur með gráð- osta- og perusósu (uppskrift miðuð við sex manns) 600 g rækjur safi úr einni sítrónu 120 g gráðostur 150 g majónes 150 g sýrður rjómi 4 niðursoðnir peruhelmingar 3 msk svartur kavíar Hellið sítrónusafanum yfir rækjurnar og setjið þær í sex skálar. Bræðið gráðostinn og kælið hann. Hrærið majónesi og sýrðum rjóma saman við ostinn. Saxið perurnar smátt og bætið þeim saman við sós- una. Hellið sósunni yfir rækj- urnar og skreytið með kavíar og sítrónusneið. Gott er að setja salatblað með. Léttreyktur lambahryggur Hryggurinn látinn í kalt vatn í pott og kalt vatn látið fljóta yfir hann. Soðinn við vægan hita í ca. 30 mínútur á kg. Sykurgljái út á hrygginn 1 bolli strásykur 50 g smjörlíki 2-3 msk sætt sérrý 4-5 msk tómatsósa Allt brætt saman á pönnu og hellt yfir hrygginn rétt áður en hann er borinn fram. Meðlæti brúnaðar kartöflur soðið grænmeti rauðkál og sulta brún sósa að vild ananasrjómasósa appelsín og maltöl rauðvín Ananasrjómasósa ¼ l rjómi, þeyttur 1 msk majónes niðursoðinn ananas í litum bitum Vanilluís með möndlu ½ l rjómi 3 msk sykur 3 stk egg 2 tappar vanillrdropar 1 afhýdd mandla (brytjað suðusúkkulaði) Egg og sykur þeytt vel saman. Rjóminn er þeyttur sér og síðan öllu blandað saman með sleif. Að síðustu eru van- illudroparnir settir út í. Sett í skálar og möndlunni laumað út í eina. Mikilvægt er að setja skálarnar strax í frysti svo að ísinn verði ekki gulur neðst. Sýð hangikjötið á Þorláksme yfir gólfin – og svo mega jó – segir Helga Guðný Kristjánsdóttir, húsfreyja í Botni í Súgandafirði skreyta tréð. Ævinlega er farið í messu kl. 18 í Suðureyrar- kirkju þar sem við Björn syngjum bæði með kirkjukór- num og eftir messu er síðan er haldið heim að borða. Á jóladag í fyrra fórum við í Holt í messu og það vona ég að verði að hefð. Sjálf var ég vön að fara í messu heima í Ölfusinu á jóladag. Yfir jólin fáum við venju- lega töluvert af góðum gestum í heimsókn, ýmist í mat eða kaffi, og alltaf er einhver hjá okkur í hangikjöti á jóladag. Daginn fyrir gamlársdag held ég svo Agöthu Christie partí en nafnið kemur til vegna þess að stundum gerast undarlegir hlutir þegar þetta boð er hald- ið. Hefur það t.d. gerst að hús- freyjan hefur þurft að bíða óra- tíma eftir gestunum sem koma þá jafnvel í kolrangri röð mið- að við það sem vænta mátti. Það eru sem sagt þrjár vinkon- ur mínar sem koma með fjöl- skyldur sínar en ég ber fyrir þau kjötsúpu og kaffi, smá- kökur og tertu á eftir. Á gamlársdag fer fjölskyld- an í messu kl. 18 á Stað og eftir að búið er að skjótast heim til að borða er haldið aftur út á Suðureyri til að vera við brennuna sem byrjar þar kl. 20. Þegar fer að draga úr bálinu höldum við heim að nýju til að borða desertinn, horfum á áramótaskaupið og förum svo á Ísafjörð til að horfa á flugeldana um mið- nættið. Heimsækjum þá gjar- nan vini okkar í Kjarrholtinu og erum komin heim einhvern tímann um nóttina. Á nýárs- dag fáum við gesti til okkar í Bakkárholti í Ölfusi og á sína fjölskyldu þar. Hún flutti vestur árið 1982 eftir að leiðir þeirra Björns höfðu legið saman á Bændaskólan- um á Hvanneyri. Flestir sem til þekkja vita að Helga Guðný situr aldrei auðum höndum og er virk í margvíslegu fé- lagsstarfi, auk þess sem hún er mikil handvinnu- og föndurkona. En hvernig er jólaundirbún- ingnum háttað hjá henni? Í Botni í Súgandafirði búa hjónin Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisdóttir ásamt fjórum börnum sínum, Fanný Margréti, Sindra Gunnari, Aldísi og Hólmfríði Maríu. Þar stunda þau búskap ásamt foreldrum Björns og bróður, þeim Birki Friðbertssyni og Guð- rúnu Fanný Björns- dóttur, sem búa ásamt Svavari syni sínum í Birkihlíð. Helga Guðný er frá Fljótlega í byrjun desember reyni ég að finna tíma fyrir smá bakstur hér og smá bakst- ur þar. Ég baka alltaf svona tíu til fimmtán tegundir – van- illuhringi, hálfmána, gyðinga- kökur og spesíur og svo prófa ég einhverjar nýjar uppskriftir. Þannig geta fjölskylda og vin- ir nartað í smákökur allan mánuðinn. Ég baka ekki mjög margar tertur fyrir jólin en allt- af hvíta og brúna lagköku. Einn sunnudag í desember kemur vinkona mín í heim- sókn með börnin sín, vinir krakkanna koma líka og við bökum piparkökur og skreyt- um þær. Þetta er mjög gaman, tekur auðvitað dálítinn tíma og eldhúsið í rúst á meðan, en alveg þess virði. Ég þríf ekki mikið fyrir jólin þar sem ég tel miklu gáfulegra að gera það á vorin. Ég reyni alltaf að finna mér tíma til að búa sjálf til jólagjafirnar handa systkinum mínum og vinkon- um. Og jólakortin – núna læt ég ljósprenta fyrir mig myndir og texta (smá annáll fyrir árið) og þarf þá bara að skrifa á umslögin. Elsta barnið, Fanný Mar- grét, er núna au pair í Belgíu þannig að það eru ýmsar breytingar á heimilinu. Hún hefur alltaf sett upp jólaserí- urnar innanhúss en það verk- efni fær nú sonurinn, Sindri Gunnar. Fjölskyldan er meira og minna í tónlistarskóla og í nokkrum kórum þannig að það fer mikill tími í æfingar fyrir tónleika í desember og aðventufagnaði. En auðvitað er mjög gaman að taka þátt í þessu öllu. Svo eru sauðfjár- sæðingar og tilhleypingar til- heyrandi í desember. En það er meira deildin hans Björns. Á Þorláksmessu sýð ég hangi- kjötið, renni yfir gólfin og svo mega jólin koma. Á aðfangadag förum við hjónin í trjálundinn hér rétt hjá og náum okkur í grenitré en svo taka krakkarnir við og Einn diskur til viðbótar fyrir þá sem eiga ekkert – Barbara Gunnlaugsson segir frá því hvernig jólahaldi er háttað í hennar heimalandi, Póllandi Barbara Gunnlaugs- son er fædd í Gdynia í Póllandi árið 1970 en hefur búið á Íslandi síðan 1994. Hún er gift Einari Gunnlaugssyni og eiga þau saman Kolfinnu Brá sem er á fjórða ári en fyrir á Barbara dótturina Patriciu sem er tólf ára. Barbara hefur undanfarin ár rekið Efnalaugina Albert á Ísafirði og er eigandi þess fyrirtækis. Aðspurð um jólahald í Póllandi segir hún að það sé nokkuð mismunandi eftir landshlutum en í helstu megindráttum mjög svipað víðast hvar. Varðandi vatnakarpann í upp- skriftinni sem Barbara leggur fram skal þess getið, þar sem ekki mun auðvelt að afla sér þess fiskjar hérlendis, að vel má nota í staðinn t.d. lax eða silung og fleiri fisk- tegundir. Fyrir aðventuna eru búin til ljósker sem krakkarnir fara með til kirkju kl. 6 á morgnana alla daga aðventunnar og kveikja þau á ljóskerunum í kirkjunni. Þegar 5. desember rennur upp, þá pússa öll börn skóna sína og setja þá síðan út í glugga enda er þá von á heilögum Nikulási sem kemur og gefur þeim eitthvað gott í skóinn. Ólíkt því sem gerist á Íslandi, þá er þetta er eini dagurinn sem krakkarnir fá í skóinn. Jólatré er keypt nokkr- um dögum fyrir jól og fá krakkarnir að velja það með foreldrum sínum. Um svipað leyti fara menn að huga að matnum á aðfanga- dag en þá er vaninn að hafa karp (vatnakarpa) og ýmsar aðrar fisktegundir í matinn, svo sem lax, silung, þorsk, síld og fleiri. Vatnakarparnir eru keyptir nokkrum dögum fyrir jól og geymdir lifandi heima fram að 23. desember. Þá eru búnir til tólf fiskréttir sem eru borðaðir á aðfanga- dag en kjöt er aldrei borðað þennan dag. Þegar lagt er á borð á að- fangadag er haft einum disk meira en þarf og er það gert fyrir þá eiga hvorki mat né fjölskyldu. Þegar fyrsta stjarn- an sést á himni gefur fólk hvert öðru oblátur og lætur fylgja með óskir um gleðileg jól. Síðan er byrjað að borða og á eftir fiskréttunum er vanaleg- ast frómas í eftirmat. Þegar borðhaldi er lokið kemur jóla- sveinninn í heimsókn og færir öllum gjafir. Síðan er drukkið kvöldkaffi með kökum og smákökum en síðan er farið í messu á miðnætti. Á jóladag er yfirleitt borðuð fyllt önd með eplum, sveskjum og brúnkáli. Barbara bætir því við að appelsínur, mandarínur og hnetur í skál séu meðal þess sem einkenni jólin í Póllandi og ein þeirra hefða sem þykja ómissandi. En hvernig heldur hún upp á jólin á Íslandi – eru 51.PM5 19.4.2017, 09:5216

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.