Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 2

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 2
HEIMIMSPÖSTURINN A 5PAS5IUNNI Indriði Þorkelsson á Fjalli kvað, er hann frétti lát Steingríms Thor- steinssonar: Andaðan Steingrím segir okkur síminn. Sá var til loka bragmjúkur og glíminn. En hann, sem að tilbað hjartans unga þráin, hann var nú reyndar fyrir löngu dáinn. * Að drepa sjálfan sig er synd gegn lífsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. (Hannes Hafstein). Það er nú svona maður minn, mér er svo lagin smíðin fína. Mikið helvítis gull var gripurinn, sem gerði ég utan um konuna mína. (Hannes Hafstein). Vísur eftir Káin. Þú fríðasta flaskan í heimi, eg fann þig á ókunnri strönd; eg veit þú átt systur á sveimi, en sjálfri þér aldrei eg gleymi, og tek mér þinn tappa í hönd. Eg villtist á vestlægar slóðir, þú veittir mér unun og frið. Eg kyssi þig, kærleikans móðir, og kossarnir þykja mér góðir; þeir koma’ ekki kvenfólki við. 3. hefti 1950. Lestrarefni kvenna: Mynd á kápu: Sigrún Magnúsdóttir, leik- kona. Bls. Kolbrún, kvæði eftir Gísla Brynjúlfsson ............ 1 Leiklistarlífið þroskar mann, viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur leikkonu . . 2 Myndirnar í brunninum, smásaga eftir Marcel Aymé ................. 3 Gríman, smásaga eftir Pierre Mac Orlan ....... 12 Saga úr Tídægru, eftir Giovanni Boccaccio .... 16 Vísurnar um Púlla, úr Haustrigningum ......... 25 Mormónar, eftir Ingimund 26 Kvikmyndaopnan .......... 32 Ennfremur skrýtlur, myndir, húsráð, bridge, krossgáta o. fl. Eg brúka þig eins og eg ætti og uni mér glaður hjá þér. Eg fer ekki fyrr en eg hætti, og færi ekki, þó að eg mætti, og hætti’ ekki fyrr en eg fer. Andskoti er þetta salt, andskoti brytjar hún smátt; andskotinn hafi það allt, andskotinn éti það hrátt. HEIMILISPOSTURINN — FRÓÐLEIKS- OG SKEMMTIRIT Ritstjóri Karl Isfeld, Hverfisgötu 59. — Afgreiðsla: Steindórs- prent h.f., Tjarnargötu 4, Reykjavík. Sími 1174. Pósthólf 365. ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F. 2 $ 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.