Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 22
þeirra! „Hver er þarna?“ En Ruggieri svaraði ekki, þar eð hann þekkti ekki röddina, og fóru þær þá að kalla á strák- ana tvo, en þeir höfðu farið svo seint að sofa, að nú sváfu þeir svo fast, að þeir heyrði ekki neitt. Þess vegna hlupu þær út að glugganum og hrópuðu: „Þjófar, þjófar!“ og nágrann- arnir spruttu á fætur og reyndu að komast inn í húsið bæði ofan af þakinu og annars staðar frá. Við allan þennan hávaða vökn- uðu báðir strákarnir og fóru á fætur. Ruggieri, sem var alveg utan við sig, er hann sá hvar hann var og hafði ekki hugmynd um, hvernig hann gæti sloppið, var nú handtekinn, og afhentur mönnum borgardómarans, sem komið höfðu hlaupandi, er þeir heyrðu hávaðann. Hann var síð- an fluttur til dómarans, sem þekkti óknytti hans og lét strax pynda hann til sagna. Var hann á þann hátt neyddur til að viður- kenna, að hann hefði farið inn í hús okraranna til að stela. Áleit dómarinn bezt, að hafa sem minnstar vöflur á því, en hengja hann sem skjótast. Sú fregn barst óðar um alla Salerno, að Ruggierí hefði ver- ið handtekinn, er hann var að fremja innbrot hjá okrurunum, og urðu bæði læknisfrúin og þernan svo undrandi yfir því, að það lá við að þær væru farnar að trúa því sjálfar að allt, sem þær höfðu aðhafzt síðastliðna nótt hefði aðeins verið draum- ur, en jafnframt varð frúin svo sorgmædd út af þeirri hættu, sem Ruggierí var kominn í, að hún varð alveg hugstola. Á meðan þessu fór fram, hafði læknirinn, áður en tvær stundir voru liðnar af degi, spurt eftir meðalinu, af því hann ætlaði að vitja um sjúklinginn, og þegar hann fann flöskuna tóma, hrópaði hann upp, að ekki gæti maður haft neitt í friði í þessu húsi. Við þetta espaðist frúin, sem áður var utan við sig af leiðindum og hún sagði! „Hvað mynduð þér segja ef einhver alvarleg ógæfa væri á ferðum, þegar þér æpið svona ef ein vatnsf laska veltur um koll, eins og það fáist ekkert annað vatn í veröldinni?“ „Þessu svaraði meistarinn". „Ef þú heldur að hér sé um tómt vatn að ræða, þá skjátlast þér, því þetta var svefnmeðal“ og svo sagði hann henni hvernig hann hefði látið búa það til. Er frúin heyrði þetta, skildi hún strax að þær hefðu álitið Ruggierí dauðann vegna þess að hann hefði drukkið úr flösk- unni og sagði: „Herra, það vissum við ekkert um, og þér verðið að láta útbúa yður annað“ hvað hann og gerði, þar sem ekki var um annað að ræða. Nokkru seinna kom stúlkan aftur, sem frúin hafði sent út til að hlera hvað sagt yrði um Ruggierí, og sagði: „Madonna, hver einasti mað- ur talar illa um Ruggierí, og eft- ir því sem ég hef komizt næst, á hann hvorki vin né ættingja, sem lætur sér detta í hug að hjálpa honum, svo það er álitið að hann muni verða hengdur á morgun. En í því sambandi get ég sagt yður, að ég held, að ég viti hvernig hann hefur komizt inri í hús okraranna, og það hefur skeð á þennan hátt: Þér 20 HEIMILISPÓSTURINN 2 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.