Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 6

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 6
— Hann sagði, að það væri kom- ið bíó í Glaisans . . . Gamli maðurinn beið rólegur og strauk skeggið, sem hafði ekki verið rakað frá því sunnudaginn áður. Mélitine áleit, að hún gæti skoðað það sem hvatningu, og með vel íhug- uðu kæruleysi sagði hún, eins og álit manns hennar kæmi ákvörðun henn- ar ekkert við: — Mig langar til að fara þangað á sunnudaginn. 1 fyrstu kom ekkert svar. Mélitine hafði ástæðu til að halda, að áformi hennar hefði verið tekið með þvi af- skiptaleysi, sem hún óskaði. En þá sagði maðurinn, án þess að líta á hana: — Það er ekki til neins að fara i bíó. — Æ, bara til þess að sjá það . . . Gamli maðurinn sneri sér hægt að eldavélinni, spýtti ljósleitum hráka upp í loftið og sagði, án þess að hækka röddina. — Þú ferð ekki. Þegar Mélitine sá fram á, að sátt- fús orð hennar og brellur báru engan árangur, fór hún að búa sig undir að láta hart mæta hörðu. En lang- dregin óp, sem bárust einhversstað- ar úr nágrenninu, þögguðu niðri í henni. Trelin gamli skríkti í gegnum nefið og sagði: — Clotaire er víst enn að láta kon- una síga niður í brunninn. Og meðan hann hélt áfram að borða súpuna sina, lét Mélitine mat- seldina eiga sig og flýtti sér út. Hún nam staðar við hornið á húsi Pignols og naut þeirrar sjónar, sem blasti við augum, og kímdi jafnframt dá- lítið. Lágvaxinn, rauðhærður, gildur og þreklegur maður með bogna fæt- ur laut yfir brunnbarminn og tal- aði með veikri, en skrækri rödd; önnur rödd svaraði, en hún var und- arlega lág og fjarlæg eins og rödd búktalara. Það var Clotaire Pignol, sem var að halda áminningarræðu yfir konu sinni. Svo virtist sem hann talaði reiðilaust, stundum skríkti hann, svo að hann hrisstist í herð- unum. Mélitine hlustaði á hann Skamma konuna með rólegri röddu. — Bölvuð flennan þín, þetta er mátulegt á þig. Þú skalt bara þora að segja einu sinni enn, að ég sé fullur, segðu það bara einu sinni enn, kerling! Jæja? Eg er kannske bú- inn að lemja þig? Skepnan þín, bölv- uð skepnan þín! Eg veit reyndar ekki, hvers vegna ég læt þig ekki detta alla leið niður, þá væri ég þó laus við þig, flennan þín . . . ! Mélitine, sem nú var búinn að hafa nóga skemmtun af þessu, hrópaði til níðingsins og lést vera bálreið: — Skammastu þín ekki, Pignol, að kvelja veslings Jouque svona! Veslings konan þín æpti svo hátt áðan, að það hlýtur að hafa heyrst út að prestssetrinu. Pignol sneri sér við og brosti vin- gjamlega: — Æ, ert það þú Mélitine! Hvað ertu að vilja hingað? Heldurðu að karlinn verði ekki afbrýðisamur ? Mélitine gat ekki varist hlátri. Hún vorkenndi Jouque af heilum hug og viðurkenndi fúslega, að Clotaire væri drykkjurútur og kvennabósi, en hún þurfti ekki annað en að líta á smettið á honum með stóra nefið þversum, sem hann saug upp í af eintómum gáska, litlu augun, sem loguðu af meinfýsi, og stórgerða munninn, þá kitlaði hana í magann, og hún fór að hlæja. Hann var eng- inn smákarl, hann Clotaire. Það var fátt, sem hann gat ekki fundið upp á, til þess að kvelja Jouque, konu- ræfilinn, sem skalf af ótta og sætti sig við öll hans uppátæki. Síðasta tiltæki hans var að láta hana síga niður í brunninn. Með löngum nagla, 4 HEIMILISPÓSTURINN 2 2 5

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.