Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 17

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 17
— Charles! . . . Hann lauk ekki við setning- una, en tók undir hönd stúlk- unnar og fór leiðar sinnar með henni; og sagði um leið: — Nú hreyfir hann sig ekki framar, hann sefur áreiðanlega þangað til þeir finna einhvern stað, þar sem þeir geta holað honum niður. Og Charles var einn eftir á götunni, hann hékk þarna á steininum með aðra höndina á hné sér, hina í vasanum. Ég horfði á hann með viðbjóði. Börnin, sem stóðu í hálfhring umhverfis hann, gerðu aftur á móti fyndnar athugasemdir. Telpuhnokki sem hló og hopp- aði af ánægju, var að útskýra eitt eða annað, sveiflaði örmun- um og benti í áttina til skrúð- göngunnar í fjarska. Þá sagði lítil drengur: — Ég skal kasta steini beint framan í hann . . . ! Hann tók upp stein, hin stóðu í hæfilegri fjarlægð, tilbúin að hlaupa burt, og biðu eftr því að hann framkvæmdi fyrirætlun sína Ég heyrði bylja í pappagrímunni, þegar steinn- inn lenti á henni. En Charles hreyfði sig ekki. Börnin, sem voru ekki lengur smeyk, færðu sig nær. Þau stóðu í nokkrar mínútur og störðu forvitnislega á trúðinn, en allt í einu sneri smátelpa baki við honum og fór burt, og síðan hin á eftir. Þau litu aldrei um öxl, og þegar þau komu að götuhorninu, tóku þau á rás og hlupu sem fætur toguðu. Að- eins lítill snáði, sem hafði verið skilinn eftir af félögum sínum, stóð eins og negldur niður fyr- ir framan drukkna manninn, og skældi. Ég var í vafa, hvort ég ætti að fara niður. En að lokum fór ég þó, því að það var óþolandi að hlusta á drenginn. Ég gekk til mannsins og ávarpaði hann. Auðvitað svaraði hann ekki. Ég ætlaði að fara að hrista hann til, en þar sem barnið var líka hlaupið burt, flýtti ég mér upp í herbergið mitt, og þar tók ég mér stöðu bak við gluggatjald- ið, til þess að fylgjast með því sem gerðist. Það var ekki fyrr en langt var liðið á nóttu, að fótatak heyrðist, sem nam staðar hjá steininum, og ég heyrði hvísk- ur þeirra, sem fundu manninn. Daginn eftir frétti ég, að Charles, hinn dularfulli Charles, hefði verið myrtur af trúð og kvenmanni, sem hafði klætt sig í loddarabúning. Allar þrjár persónur harmleiksins voru óþekktar í bænum. Aðferðin, sem þau notuðu, var í raun og veru fundin upp af hinum alræmdu, ensku morð- ingjum, Burke. og Hare, sem kæfðu fórnarlömb sín með pappagrímu, sem var smurð að innan með biki. Krampateygj- ur fórnarlambsins gáfu sorgar- leiknum, sem gerðist bak við grímuna, svo skoplegan og eðli- legan blæ, að hann hlaut að takast vel. . A Það er sagt, að maðurinn sé eina skepnan, sem hægt sé að flá oftar en einu sinni. * Stúlka nokkur hafði verið skorin upp við botnlangabólgu. Að lokinni aðgerð spurði hún lækninn, hvort örið yrði mjög áberandi. — Það er undir yður sjálfri komið, svaraði læknirinn. ? ? ? HEIMILISPÓSTURINN 15

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.