Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 21

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 21
en aðra, og svo var hann slíkur skálkur, að fólk heldur að hann hafi verið í slæmum félagsskap, lent í slagsmálum við óvini, ver- ið drepinn og látinii ofan í kist- una. — Þetta ráð líkaði frúnni vel, að öðru en því, að hún vildi ekki eiga þátt í að stinga hann hníf- stungum, því eins og hún sjálf sagði, þá gat hún ekki fengið sig til.þess. Þernan var svo send út til að gæta þess, hvort kass- inn væri þar enn þá, og er hún hafði sannfærzt um að svo væri, þá lét hún frúna hjálpa sér til að taka Rúggieri á bakið. Hún var svo kraftamikil, að þannig gat hún borið hann, en frúin gekk á undan til að gá að, hvort nokkur væri úti á götunni. Er þær höfðu svo komið honum ofan í kassann, smelltu þær lok- inu yfir. Um sama leyti höfðu tveir ungir náungar flutt í hús eitt nokkru neðar í götunni. Þeir lánuðu peninga með okurvöxt- um, og þar eð þeir girntust allt, sem þeir gátu fengið fyrir lítið verð, höfðu þeir daginn áður tekið eftir hinum umtalaða kassa og höfðu ákveðið að slá eign sinni á hann þessa nótt, því þá vantaði húsbúnað. Þeir fóru að heiman frá sér um miðnætti, og enda þótt þeim þætti kassinn nokkuð þungur, drógu þeir hann með sér og án þess að hugsa nánar út í það, komu þeir hon- um heilu og höldnu og skildu hann eftir við hliðina á svefn- herbergi kvennanna. Síðan fóru þeir að sofa. Undir morgun vaknaði Rug- gieri, eftir langan og væran blund, og voru áhrif svefnlyfs- ins að mestu horfin, þótt hugs- unin væri ekki skýr hvorki það sem eftir var nætur né næstu daga á eftir. Hann opnaði aug- un, en þegar hann gat ekkert séð, þreifaði hann fyrir sér með höndunum og komst þá að raun um, að hann var í kassa. Hann reyndi þá að muna hvað skeð hefði og sagði við sjálfan sig: ,,Hvað er þetta eiginlega? Hvar er ég ? Sef ég eða er ég vakandi ? Ég veit þó það, að í nótt heim- sótti ég ástkonu mína í svefn- húsi hennar, og nú lítur út fyrir að ég liggi í kassa. Hvað á þetta að þýða? Skyldi læknirinn hafa snúið aftur til baka, eða skyldi eitthvað annað hafa komið fyr- ir, sem hafi neytt frúna til að fela mig, meðan ég svaf? Já, þannig hlýtur það að vera.“ Hann var þess vegna rólegur og beið átekta, ef eitthvað kynni að heyrast. Þannig leið góð stund, en vegna þess að rúmið var lítið í kassanum og hann varð að liggja þar mjög óþægi- lega, svo að hann var farið að verkja í aðra síðuna, reyndi hann að snúa sér við, en við þetta brölt sporðreistist kassinn, sem staðið hafði á ósléttu og valt niður með dunum og dynkj- um, svo að konurnar, sem sváfu þar við hliðina, vöknuðu og urðu frá sér af hræðslu. Ruggieri varð líka mjög hræddur. En er hann komst að raun um, að kassinn hafði opn- azt, vildi hann undir öllum kringumstæðum heldur vera fyr- ir utan en inni í honum, og fór að þreifa sig áfram til að vita hvort ekki væri annaðhvort stigi eða dyr, sem gætu opnað hon- um leið í annað og betra um- hverfi. Er konurnar heyrðu þetta þrusk, hrópaði önnur $ $ ? HEIMILISPÖSTURINN 19

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.