Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 11

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 11
Frank Sinatra — Kathryn Grayson — Ja, hún ætti bara að þora að ybba sig, gálan sú . . . Það var f jölmennt hjá Piclet. Koma Pignols kom öllu I uppnám. Allir kölluðu til hans. Allir vildu fá hann að borðinu til sin. Menn skellihlógu. Gleðin smaug* inn í hvern krók og kima. Þannig var Pignol. Þegar hann kom inn í veitingahús, lyftist strax brúnin á öllum. Hann tók í handlegg gamla mannsins og dró hann með sér að einu borðinu. — Góðan daginn Manglet, góðan daginn Clavin, ég sezt hjá ykkur! Juliette, láttu okkur fá einn af hvít- víni. Manglet og Clavin, sem fannst sæmd í því að hafa hann við borð sitt, vildu báðir borga. Gamli mað- urinn, sem ætlaði að fara að sýna rausnarskap sinn, hrópaði: — Við bíðum með þetta, Juliette, láttu okkur fá líkjör í glösin. Það var góður líkjör með votti af eplabragði, sem kitlaði þægilega í nefið. Það sagði Pignol, og þeir féll- ust á það. — Eigum við ekki að taka ennþá, einn slag, sagði Manglet. Þeir spiluðu þrjú spil og drukku hvitvín. Þeir urðu kátari og kátari. Pignol skrækti með hinni mjóu rödd sinni. — Sjáðu hérna, Clavin, hér færðu 34 i hausinn! Gamli maðurinn var svo drukkinn, að hann var hættur að þekkja tromp- 2 9 2 HEIMILISPÓSTURINN 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.