Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 9
verið yndislegt að horfa á það. Og
seinast kysstu þau hvort annað allt
í einu beint á munninn!
Jouque gleymdi algerlega, hvar hún
var. Hún hlustaði niðurlút á allt,
sem frú Trelin sagði, og á yfirborði
hins kalda vatns sá hún unga elsk-
endur, sem litu út eins og heimurinn
hefði verið skapaður fyrir þau ein,
laglega, unga stúlku og laglegan,
ungan mann, sem horfði á hana
með samúð og brosti vingjarnlega
±il hennar . . .
— Og þá er ég ekki enn búin
að segja þér frá því, að þeir skutu
með skammbyssum, hélt Mélitine
áfram, það lítur ekki út fyrir, að það
geri neitt til. Er það ekki hart, að ég
skuli ekki fá að sjá þetta allt bara
af þvi að karlfíflið hefur fengið þessa
flugu í hausinn.
— Þér eigið erfitt, sagði Jouque,
það get ég skilið. Yður sárnar, að
geta ekki farið.
Konurnar tvær fóru að hugsa mál-
ið, önnur uppi yfir hinni. Til þess
að rjúfa þögnina, sem angraði báðar,
sagði Mélitine:
— Karlmenn eru skepnur, ekki
satt? Svona náungar hefðu sannar-
lega gott af því að farið væri í
kringum þá einu sinni . . .
Hún tók bandprjón úr hári sinu
og fór að prjóna, án þess að viðhafa
fleiri orð, en laut jafnframt yfir Jou-
que. Eftir andartaksþögn leit hún í
kringum sig, eins og til að fullvissa
sig um, að enginn væri að koma, og
sagði:
— En, Jouque, ef við færum nú
þangað samt . . .
— Yður er ekki alvara!
— Hlustaðu nú á það, sem ég segi.
Er það ekki á sunnudaginn, sem
Clotaire á að leiða beljuna til Var-
pois?
— Jú.
— Ágætt, þá segi ég manninum
mínumí að hún Skjalfla okkar rási
um og sé hætt að éta, af þvi að
hún sé yxna, og svo sé ég um, að
heyskapurinn verði búinn á laugar-
daginn. Og þegar við erum búnar að
koma þeim af stað, þá eru þeir ekki
komnir strax heim aftur. Og á með-
an getum við farið í bíóið.
Jouque varð frá sér numin yfir
þessu stórkostlega áformi. En þeg-
ar hún fór að íhuga, hvaða afleið-
ingar þessi skemmtiferð kynni að
hafa, titraði hún svo mikið, að fat-
an sveiflaðist. Uppi yfir henni var
Mélitine orðin áköf.
— Hvers vegna ættum við ekki að
fara ? Það er engin hætta. Þeir koma
ekki heim fyrr en um miðnætti, og
þá verða þeir báðir blindfullir. Á
maður að vera að taka tillit til svona
aumingja? Við skulum bara fara í
bíóið.
Jouqou var enn dálítið hikandi. Á
tæru yfirborðinu birtust og hurfu
fagrir elskendúr með eins fágaða
framkomu og borgarbúarnir.
— Ef hann kæmist nú að því ?
— Bull! Mundu eftir því, að þeir
koma ekki heim fyrr en um miðnætti,
og auk þess koma þeir sjálfsagt við
hjá Pielet á heimleiðinni. Nei, það
er áreiðanlega engin hætta! Er þetta
þá ákveðið ?
— Já, já, heyrðist upp úr brunnin-
um.
*
Pignol, sem var í jakkafötum, kom
með kúna sína í eftirdragi og kallaði
utan af veginum!
— Ertu að koma karl ?
— Bíddu augnablik, kallaði Méli-
tine út um gluggann, hann er að
setja á sig flibbann.
1 eldhúsinu var gamli maðurinn
tekinn að gerast óþolinmóður.
— Svona, þetta er nú orðið gott, nú
get ég bjargað mér, hlauptu nú út
og leystu hana Skjöldu.
9 S 5
HEIMILISPÓSTURXNN
7