Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 28

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 28
INGIMUNDUR: Mormónar EIR menn hér á landi, sem komnir eru yfir þrítugt muna víst flestir eftir mormóna- prestinum, sem kom hingað til landsins sumarið 1890. Þeir muna hvílík heift, hvílík ógurleg ofsabræði gagntók hjörtu allra, þegar það fréttist, að hann hefði farið til Ameríku með 60—70 feitustu og fallegustu stúlkum- ar í Suður- og Vesturamtinu. Að Baldvin agent var talinn sem engill hvítur í samanburði við þenna viðbjóðslega prest, sem rændi menn því, er þeim er hjartfólgnast og þeir höfðu hugsað sér að hafa sjálfir yndi af þegar stundir liðu fram. Enn brennur eldur úr augum þeirra, enn strengjast vöðvar og titra taugar er þeir hugsa til óhappa- dagsins mikla, þegar þær 70 sigldu vestur um haf til vatnsins salta, til spámanns þessa dálaglega trúarfélags, saurlifnaðarpostulans alræmda, Brigham Young.--------- Það var um þetta leyti að ég hafði fyrstu kynni mín af mor- mónum. Þá var ég níu vetra. Presturinn kom í kauptúnið, sem ég átti heima í, og mér var leyft að fara með Gunnu vinnu- konu á útbreiðslufund, sem hann hafði stofnað til í ullar- geymsluhúsi þar. Við hlustuð- um bæði með miklum fjálgleik á hinar afar-hugðnæmu kenn- ingar þessa mælskumanns, og að lokinni ræðunni sendi Gunna mig einsamlan heim, af því hún væri búin að taka trúna, og mætti til að verða eftir stund- arkorn hjá klerki til þess að leggjast á bæn með honum. Ég varð líka eldheitur áhang- andi prestsins, og mér er það minnisstætt, að ég heilan mán- uð á eftir hélt dómadags prédik- anir fyrir öllum stelpum á mínu reki í kauptúninu, og lauk því svo að við urðum öll mormónar, en þær konur mínar. Þær voru 12 að tölunni. Við höfðum samkomur okkar í gömlum dimmum moldarkofa, og þar kyssti ég þær. Annað vissi ég ekki um hjónabandið, og svo hitt, að maður svona við og við ætti að skamma konuna líkaði — manni illa maturinn, sem hún bjó til. Ég man að þær tóku allvel kossunum, en þegar ég fór að skamma þær fyrir að moldargrauturinn væri sangur og taðpönnukökurnar óætar, þá lömdu þær mig. Það er ekki ólíklegt að það sé þessari barnslegu reynzlu að kenna, að hugur minn brátt snerist frá Mormónatrúnni, og að ég síðan hef haft megnustu óbeit á henni. Það er mjög sennilegt að barnslundin — sem er svo afarviðkvæm — hafi kveinkaði sér við að hallast að trú er aðallega virtist hafa högg og barsmíð í för með sér.---- Ýmsir hafa veitt því eftir- tekt, að Ameríkufarir eru óvenju miklar í ár. Menn hafa gizkað á margskonar ástæður 26 HEIMILISPÓSTURINN $22

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.