Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 14
PIERRE MAC ORLAN:
Gríman
EGAR ég fer að lýsa harm-
leiknum, sem ég var vottur
að, finnst mér hann ekki vera
eins dularfullur og í fyrstu, þar
sem hann er sneyddur öllu,
sem virðist óskiljanlegt á líð-
andi stund, og stuðlar að því,
að glæpur fær á sig leyndar-
dómsfullan blæ. En þessi at-
burður, eins og hann bar fyrir
augu mér þar sem ég sat að-
gerðalaus við gluggann minn, er
sannarlega þess verður, að hann
sé færður í letur. Hann getur
ef til vill dregið eitthvað úr
þeirri dæmalausu lífsgleði, sem
margir eru svo uppbelgdir af,
því að ef litið er á hann sem
tákn hátíðahalda yfirleitt —
fjölskyldu ekki undanskilin —
þá getur maður orðið altekinn
hinni mestu tortryggni.
Um þessar mundir var ég að
flækjast í smábæ í Mið-Frakk-
landi, til þess að leita mér at-
vinnu. Ég hafði ofan af fyrir
mér með prófarkalestri fyrir
lítið blað. Vinnutími minn var
þannig, að ég hafði frí fram á
kvöld. Ég gat líka tekið þátt
í næturskemmtunum bæjarins
eftir miðnætti. Eins og margir
prófarkalesarar, hálf svaf ég á
daginn og var hálfvakandi á
næturnar. Þetta skýrir máske
það, að sagan, eða réttara sagt
sjónleikurinn, sem ég var vott-
ur að, hafði svo truflandi á-
hrif á mig.
Ég bjó í litlu, rauðu gisti-
húsi á horni kyrrlátrar götu rétt
hjá óbyggðu svæði, sem beið
aðeins eftir gasleiðslum. Ég
eyddi mörgum stundum við
gluggann minn til þess að horfa
á hin misháu hús við götuna,
sem var með tvær gangstéttar,
sem líktust þurrum vörum á
munni með skemmdar tennur.
I þessu eymdarhverfi bjó fólk,
sem hafði hlotið þau sameig-
inleg örlög, að þau rændu það
jafnvel sérhverjum persónuleg-
um andlitsdrætti.
Einn morgun vaknaði ég við
það að ég heyrði mjög fjörug-
an hljóðfæraleik fyrir utan
gluggann minn. Honum fylgdu
hróp og köll í börnunum, sem
gáfu til kynna, að líf og fjör
hefði færst í hina dauðu götu.
Ég opnaði gluggann og sá fót-
gönguliða, fíl, trúð og mark-
greifa, sem léku á fjögur hljóð-
færi, og var eitt þeirra tromma.
Hópur barna, sem fögnuðu á-
kaft og klöppuðu saman lófun-
um, elti hinar grímubúnu per-
sónur. Af þessum morgun-
hljómleikum réði ég, að vegna
þeirra erfðavenja, sem tengdar
eru kjötkveðjuhátíðinni, gætu
nokkrar grímur breytt venju-
legu útliti götunnar í einum
svip.
Þegar ég hafði búist mínum
viðhafnarminnsta búningi, fór
ég út á götuna, og blandaðist
hinum glaðværa hóp, en mér
fannst ég vera utan gátta. Ég
sá skrúðgönguna koma eftir
aðalgötu bæjarins, sem var svo
brött að vagnarnir rugguðu yfir
höfði manns eins og skip á sjón-
um. Hvað viðvíkur öllu hinu
grímubúna fólki, sem fyllti
göturnar, þá var það svo gáska-
fullt, að manni þótti nóg um,
því að gáskinn var ekki í neinu
12
HEIMILISPÓSTURINN
2 2 2