Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 5

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 5
MARCEL AYMÉ: Myndirnar í brunninum MÉLITINE TRELIN gekk út á veginn og sagði við manninn, sem keypti kaninuskinn: — Ég hef engu slátrað í þessari viku, Bosselet. Ég skal segja yður eitt: ég er gift letingja, sem ekkert getur og kann ekki að taka gamni. Þess vegna þori ég ekki að láta neinar kaninur núna, það skiljið þér. Bosselet kinkaði kolli til merkis um, að hann hefði skilið, hló dálítið að manninum og svaraði: — Já, maður hittir stundum fyrir svona menn, sem ekkert skilja. Og svo hlógu þau bæði. Gamla kon- an hrisstist af hlátri; harmur hennar gekk upp og niður undir treyjunni. Svo sagði hún, og var enn hlæjandi: — Nú eruð þér sjálfum yður líkur, Bosselet, það verð ég að segja . . . Maðurinn, sem verzlaði með kan- ínuskinn, vissi áreiðanlega, hvernig ber að hegða sér í návist kvenna. Það kom hæverskusvipur á andlit hans. — Maður sér nú sitt af hverju í mínu starfi, það er áreiðanlegt, og það er aðeins vegna yðar, frú Trelin, að ég gef mér tíma til að standa hérna og masa. Nú, en það er bezt ég fari að halda af stað, því að ég verð að vera kominn, til Glasians, áður en bíóið byrjar. — Bíóið? Hverskonar híó er það? — Bíó með tvö hundruð sætum, það verður opnað í kvöld. Það verða sýningar á fimmtudaginn og sunnu- daginn í hlöðu gamla skjalaritar- ans, Verið þér sælar, frú Trelin. Mélitine horfði á eftir honum stund- arkorn og fór svo aftur inn í eld- húsið og tautaði: „Þarna getur mað- ur séð . . .“ Allan daginn var hún að hugsa um bíóið. Hún fann til óvenjulegrar ánægju yfir því, að ein af þessum nýtízku tilfæringum var aðeins sex kílómetra frá henni; en innan um og saman við var hún líka dálitið kvíðin, þegar hún fór að hugsa út í það, hvernig karlinn myndi taka uppástungu hennar. Hann var raunar hvorki illgjarn né stríðinn karl greyið, en sauðþrár, og þegar hann var einu sinni búinn að segja nei, stóð hann fast á því og dauf- heyrðist við öllum mótbárum. Þegar Trelin gamli kom, stóð maturinn á horðinu. Um leið og hann settist, spurði hann: — Hefurðu hitt nokkurn í dag? — Nei. Bara Bosselet, sem fór hérna framhjá. — Bosselet — hann sem kaupir kanínuskinnin ? spurði gamli maður- inn með áhuga. Það er skritinn fugl . . . — Um daginn seld ég honum skinn fyrir 3 franka og 15 sous. Ég er ekki frá því, að ég hafi leikið á hann . . . — Segistu hafa leikið á hann? Hann er slungnari en þú, góði minn. Frú Trelin hló, en hlátur hennar var ekki eðlilegur, og hún sá strax eftir að hafa skellt upp úr, því að hún veitti því athygli að karlinn var var um sig. Meðan hún beygði sig yfir pottinn og skaraði í eldinn með annarri hendinni tók hún ákvörðun sína og sagði: — Veiztu, hvað Bosselet sagði? — Láttu mig heyra! $99 HEIMILISPÖSTURINN 3

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.