Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 27

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 27
Mikill sannfæringarkraftur ,,Hann ætti að skilja það núna, að ég er ekki hér til að gefa kossa, heldur til að selja sælgæti!" Fljúgðu þá beint til Amors og flyttu honum þau boð að beizk væri uppskera ástar minnar. Segðu honum, hve sorgirnar hafi gert lífið erfitt og bið hann að hjálpa mér að sigla skipi mínu til þess lands, þar sem sárir þyrnar stinga ekki framar. I ljóði þessu kom það í Ijós, hvernig Filostrato var innan- brjósts og ástæðan fyrir því, og sennilega hefði það komið enn betur í Ijós, ef rökkrið hefði ekki hulið litbrigði einnar dans- meyjarinnar. Er hann hafði lokið söng sín- um, voru sungnir margir aðrir söngvar þangað til gengið var til hvíldar, en drottningin hafði látið svo fyrirmælt. Vísurnar um Púlla „Hver leynir sér við hurðir hér?“ „O, hér er bara hann Púlli." „Farðu sem bráðast burt frá mér.“ „Ég bíð um stund,“ kvað Púlli. „Er þjófur sá, sem úti er?“ „Aðgættu sjálf,“ kvað Púlli. „X>ú gerir eitthvað illt af þér.“ „Ætli ekki það,“ kvað Púlli. „En ef ég vildi opna fljótt?" „Þú opnar," sagði Púlli. „Þá fengi ég engan frið i nótt.“ „Nei, fráleitt," sagði Púlli. „Þú ferð víst ekki brátt á burt?“ „Ég bíð um stund," kvað Púlli. „Til morguns eflaust ertu um kjurt.“ „Ætli ekki það,“ kvað Púlli. „Ef ég þér loksins leyfði inn.“ „Ó, leyf mér inn,“ kvað Púlli. „Þá kemurðu eflaust annað sinn.“ „Ætli ekki það,“ kvað Púlli. ,,Ef eitthvað skeður heima hér.“ „Það hefur það,“ kvað Púlli. „Þú segir engum eftir mér.“ „Þegi eins og steinn," kvað Púlli. (Haustrigningar 1925). Maður rekur hendina upp að and- litinu á öðrum manni og segir: — Hvernig lízt yður á þannan hring ? — Mér finnst, að þér ættuð að selja hann og kaupa naglabursta, var svarið. * Sjúklingurinn: — Og hvað kostar svo þessi skurður? Læknirinn: — Hann kostar 75 krónur. Sjúklingurinn: — En er hann ekki hættulegur ? Læknirinn: — Hættulegur? Eruð þér frá yðui', maður! Haldið þér, að þér getið fengið hættulegan skurð fyrir einar sjötíu og fimm krónur? $59 HEIMILISPÖSTUP.INN 25

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.