Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 13
■— Bölvuð skepnan! Við skulum
tala um það á morgun. Nú er ég
syfjaður.
Jouque var kominn á fætur fyrir
löngu og var að líta eftir skepnun-
um. Pignol smeygði sér í buxur, setti
á sig tréskóna og fór fram í eldhús-
ið. Hann leit lymskulega til Jouque,
sem var að búa til hænsnamatinn, og
án þess að segja orð, gekk hann að
veggnum og tók niður keyri, sem
hékk þar.
Jouque lét sem hún sæi hann ekki.
Það gerði hann bálreiðan. Hann
hvæsti:
— Þú veizt á hverju þú átt von!
Jouque sneri sér að honum og
sagði rólega:
— Þú verður að bíða, þangað til
ég er búinn að gefa hænsnunum.
Það kom dálítið fát á Pignol við
þessa óhemjulegu dirfsku, og hann
sagði eftirlátur:
— Gefðu þeim þá. Ég fæ mér bita
á meðan.
Meðan Pignol var að borða, kaH-
aði Jouqe á hænsnin með rödd, sem
honum fannst vera glaðleg.
— Kerlingin tekur ekkert mark á
mér, hreytti hann út úr sér.
Allt í einu varð hann eldrauður af
bræði, hann tók fast um keyrið og
fór út.
— Komdu hérna, Jouque, nú er
tíminn kominn. Þú varst svo mikill
með þig í gærkvöldi, nú er röðin kom-
in að mér.
Hún lagði matarilát hænsnanna
hægt frá sér og gekk út að brurrn-
inum. Á leiðinni sló Pignol hana eitt
högg í fæturna með keyrinu. Rauð
rák myndaðist á beru hörundinu eftir
höggið, en frá Jouque heyrðist ekkert
hljóð. Eftir skipun manns síns sneri
hún sveifinni, dró fötuna upp og
kraup niður á brunnbarminn. Fatan
var við djúp. Þegar hún stóð í henni,
náði hún upp á mið læri. Pignol full-
vissaði sig um, að festin væri í réttu
gati, svo að fatan staðnæmdist þar,
sem henni var ætlað, rak Jouque
löðrúng, af því að hún lét sem hún
sæi hann ekki, og sagði:
„Svo sígum við!“ Þegar hann hafði
lokið þessu afreki sínu, fór hann inn,
og sagði um leið við sjálfan sig, að
gleðin yki matarlystina.
Jouque heyrði skóhljóð hans fjar-
lægjast og deyja út. Hún horfði
upp til ljóssins og brosti ánægð.
Til þess að vera öruggari um
að halda jafnvæginu, reyndi hún
að sitja í hnipri í fötunni. Það
munaði iitlu að hún gæti það; þegar
hún kreppti fæturna, stóð aðeins efri
hluti líkamans upp úr. Augu hennar
vöndust myrkrinu fljótt. Hún teygði
fram höfuðið og fór að horfa á kyrrt
vatnið. Elskendurnir yndislegu voru
þar enn, þeir litu til hennar með vin-
gjarnlegu brosi. Aldrei höfðu þau
verið eins falleg. Milli ásjóna þeirra
sá Jouque andlit sitt speglast í bláu
vatninu, lítið og fíngert með skær
augu. Svo tók hún kambinn, sem hélt
ljósa hárinu hennar uppi og hneppti
frá sér treyjunni.
1 köldu, tæru vatninu birtist -nú
spengileg stúlka, sem sýndi elskend-
unum i brunninum sítt hár sitt og
nakin brjóst. Gagntekin af ást höll-
uðu elskundurnir höfðum sínum að
hvítum öxlum hennar. Hægt færðust
andlit þeirra nær hvort öðru. Jouque
sá, að varir þeirra voru að því komn-
ar að mætast. Þá gaf hún þeim merki
um, að þau skyldu bíða eftir henni
og kastaði sér í tært vatnið. Hinir
heiðnu guðir fögnuðu í brunni
Pignols. ^
— Ég er sjötugur og gekk um
daginn 10 kílómetra. Geturðu leikið
það eftir?
— Nei, ekki ennþá. Ég er ekki
nógu gamall.
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
11