Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 4

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 4
Leiklistarlífið þroskar mann Stutt viðtal við Sigrúnu Magnútdóttur leikkonu. Sigrún Magnúsdóttir er fœdd á ísafirði og uppalin þar. For- eldrar hennar störfuðu bœði að leiklist á Isafirði í yfir þrjátíu ár, svo að segja má, að leik- listin sé henni t blóð borin. Á ísafirði lék hún einnig fyrsta hlutverk sitt, en seinna fór hún í dramatíska skólann við konunglega leikhúsið t Kaup- mannahöfn og stundaði þar nám í tvö ár, en kom síðan heim og lék t tvö ár með Leik- félagi Reykjavikur. Síðan hef- ur hún leikið bœði á ísafirði, Akureyri og hér í Reykjavík, og um þessar mundir leikur hún aðalkvenhlutverkið í Bláu kápunni. Sigrún hefur ekki ennþá sótt um stöðu við Þjóð- leikhúsið, en hún hefur þegar fengið fleiri tilboð um hlutverk nœsta vetur, en hún getur annað. Heimilispósturinn hefur átt við hana stutt viðtal og fer það hér á eftir. — Hvenær komuð þér á leik- svið í fyrsta sinn? — Það var á ísafirði, þegar ég var innan við tvítugt, og leikritið var Happið, eftir Pál Árdal. Þá lék móðir mín í síð- asta sinn, og sagði hún þá, að nú væri bezt, að ég tæki við af sér, en foreldrar mínir voru ár- um saman við leikstarfsemi á ísafirði. Síðan hef ég helgað leiklistinni krafta mína. — Hvernig líkar yður leik- listarlífið ? — Mér líkar það vel. Það þroskar mann mikð. En það er ekk nóg að taka það sem leik. Það verður að taka það alvar- lega. Og þó að mann langi til að hætta, þá getur maður það ekki. Ég hef oftar en einu sinni ætlað mér að hætta að leika og hverfa að öðrum störfum, en ég gat það ekki, þegar til kom. Það er eitthvað sem lokkar og seiðir. — Hvert er skemmtilegasta hlutverkið, sem þér hafið leik- ið? — Það er erfitt að svara því. Ég hef leikið svo mörg hlut- verk. En af óperettu hlutverk- um þykir mér vænzt um kín- versku prinsessuna í Brosandi land, eftir Lehar. Af öðrum hlutverkum þykir mér vænzt um Katrínu, í Októberdagur, eftir George Kaiser, Önnu í Á útleið og Dísu í Galdra Lofti. — Bláa kápan gengur vel, er ekki svo? — Jú, hún hefur nú verið sýnd alls fimmtíu og tvisvar sinnum. Árið 1938 var hún sýnd tuttugu og f jórum sinnum og nú hefur hún verið sýnd tuttugu og átta sinnum. Og enn er hún sýnd fyrr fullu húsi. Mér þyk- ir mjög gaman að leika í Bláu kápimni. Þar hefur líka verið góð samvinna og samvalið fólk. 2 HEIMILISPÓSTURINN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.