Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 10
— Þú verðiír að ábyrgjast að vera kominn heim klukkan sjö, heyrirðu það? Ef þú kemur of seint, skaltu fá að kenna á því . . . Hún talaði hátt, til þess að Pignol heyrði til hennar. Trelin gamli var sárreiður yfir því að vera atyrtur svona í annarra áheyrn. Meðan Mélitine var úti í fjósi, tók gamli maðurinn peninga úr felu- stað undir klukkunni. Svo fór hann út á hlað, þar sem konan hans hélt i litla, rauðskjótta kú. — Þá erum við tilbúnir, sagði Clotaire, við skulum leggja af stað. — Já, af stað! sagði gamli maður- inn. Þegar þeir voru rétt komnir úr hlaði, kallaði frú Trelin enn einu sinni: — Ég vona að þú hafir skilið, að ég vil alls ekki að þú æjir á leiðinni. Þá sneri maðurinn sér við og var gramur. Hann sagði með hljómlausri röddu. — Ég segi bara: Haltu kjafti. Mélitine og Jouque urðu fyrir mikl- um vonbrigðum í bíóinu. Fyrst var sýnd fræðslukvikmynd um rófurækt í Bandaríkjunum, og hún kom þeim til að geispa af leiðindum. Hin mynd- in f jallaði um sögulegt efni, sem þær botnuðu ekki vitund í. Mélitine sofn- aði, en Jouque leitaði á hvíta léreft- inu að einhverju, sem gæti minnt hana á myndina, sem hún sá í brunn- inum um kvöldið, þegar Clotaire fór að elta ljóshærðu stúlkuna. En her- maðurinn í aðskorna lífvarðarbún- ingnum, sem mölvaði höfuðkúpur og rændi ungum stúlkum milli áhlaup- anna, líktist alls ekki laglega og ást- leitna unga manninum, sem brosti til unnustu sinnar eins og mennirnir á glanskortunum í tóbaksbúðinni. Hún tók sér þetta mjög nærri, það var eins og von hefði brostið, eins og góðir vinir hefðu brugðist. Þegar samsæriskonurnar tvær voru á leiðinni heim að sýningunni lokinni, lét Mélitine álit sitt í ljós með eft- irfarandi orðum: — Þetta getur alls ekki jafnast á við keiluspil hjá honum Piclet, þegar grammófónninn spilar Valse brune. Jouque kinkaði kolli til samþykk- is. — Og svo er klukkan yfir tíu, hélt Mélitine áfram, bara að drykkjurút- arnir okkar séu ekki komnir heim á undan okkur . . . Hvað er að þér, væna mín? Ertu ennþá að gráta? Jougue grét hljóðlega, og aðeins herðarnar, sem gengu upp og niður, gáfu til kynna geðshræringu hennar. — Er það af því, að þú ert hrædd um, að Clotaire verði kominn heim? — Nei, nei, ég er ekkert að hugsa um það. — En hvað er þá að? — Ég veit það ekki, sagði Jouque, ég veit það ekki! Það var reglulega gaman að ferð- ast með Pignol. Hann átti kunningja allstaðar, og hann var ekki einn af þeim, sem draga sig í hlé, þegar vin er á boðstólnum. Mennirnir voru nú á heimleið með skepnur sínar. Þeir voru dálitið kendir, enda flýttu þeir sér ekki! Þegar þeir voru komnir svo langt, að eygja mátti húsin í þorpinu, sagði gamli maðurinn: —• Eigum við að líta aðeins inn til hans Piclet ? Klukkan er ekki orðin níu? — Ja, ef þér sýnist svo, kunningi. Við höfum rétt tíma til að fá okkur eitt glas og fara svo. — Fara svo? Hversvegna? Viffi höfum nægan tíma. — Ja . . . ég sagði þetta þín vegna. Hver veit nema Mélitíne taki þig i karphúsið. 8 HEIMILISPÓSTURINN $ $ ?

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.