Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 29

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 29
til þessa, en enginn fundið þá réttu. En ég er eins og oftar fróður um margt. Ég veit það, og rís upp úr gröf minni að segja frá því. Mér halda engin bönd, hafi ég frá einhverju að kjapta. Ástæðan er sú, að ræð- urnar hans Kobba mormón- prests, sem var hérna í vetur sem leið og ekki átti barnið með stúlkunni á Álftanesi, eru nú farnar að verka. Þetta er gullsatt. Stúlkurnar eru allar á leið til Kobba — ekki laglegri en hann er — fjárinn eigi hann.------— Hópur af ungum stúlkum eru farnar af stað og eru nú komnar í kvennabúrið hans í Utah, og hópar standa á bryggjunni ólm- ar af óþreyju eftir hinni mor- mónsku paradís, sem hinn lævísi Kobbi hefur talið þeim trú um að biði þeirra fyrir handan haf- ið, við salta vatnið mikla. Þetta verður að stöðva. Al- þingismennirnir verða að taka í taumana og snúa stúlkunum við. Því ég get fullvissað þá um, að Kobbi kærir sig ekki um aðrar en þær laglegu. Það sagði minnsta kosti Broberg við mig um daginn þegar ég spurði hvernig þær hefðu verið sem sigldu með Ceres, „Förste klasses Pi’er kære“, sagði hann, „rigtig lækkre, buttede nó en — fin Leverance,“ og Broberg smjatt- aði og sagði „dikk — dik —“ við mig. En hann var nú líka mor- móni. (Ingimundur 1916). Húsráð Tau, sem litað er svart, vill oft verða gráleitt eftir litunina. Ef bland- að er saman hluta af dökkbláum og 2 hlutum af svörtum lit verður tauið djúpsvart. * Myglu-blettir hverfa, ef þeir eru þvegnir úr mjólk. * Vin-blettum má ná úr í sjóðheitri mjólk. * Ef mjólkin verður söng, skal láta ílátið í kalt salt-vatn í nokkrar mín- útur. Hverfur þá sengjubragðið. * Ryðbletti í fötum skal þvo úr sítrónusafa og setja fatið síðan út í sólina. Ef bletturinn hverfur ekki al- veg í fyrsta skipti, verður að endur- taka þetta tvisvar til þrisvar. * Gott ráð við svefnleysi er að þvo andlitið úr ísköldu vatni og drekka siðan lítið glas af mjólk, sem blandað er safanum úr hálfri sítrónu. Jólakökur og sandkökur verða létt- ari og „klessast" ekki, ef blandað er einni teskeið af glycerini í deigið. * Þvottaskinnhanzka á að þvo úr heitu vatni, sem sett eru i 2—4 gr. af sódadufti. Þá hreinsast þeir betur og harðna ekki eftir þvottinn. * Edik hreinsar alla bletti af hönd- unum. * Ef þér þurfið að hengja upp þvott í kuldum á vetrum, þá berið fyrst „Cold cream“ á hendurnar, svo að húðin springi ekki. * Ef vatn kemst undir gólfdúkana, er hætt við að þeir fúni. Það er því ráðlegra, að þvo þá með tusku, sem er ekki mjög blaut, enda nægir það oftast nær. * Að brydda með silkiböndum er auðvelt verk, ef strauað er brot eftir miðju bandinu endilöngu. Þá er hægt að festa bryddinguna á með einum saum. Það er líka til hægðarauka, ef .spretta á því upp aftur. 9 $ ? HEIMILISPÖSTURINN 27

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.