Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 19

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 19
ættingjar né vinir hans kærðu sig hót um hann meir, því hann var var alræmdur um alla Sal- erno fyrir þjófnað og önnur óþokkabrögð. En þetta lét frúin sig einu gilda, þar eð hann féll henni í geð að öðru leyti, og með aðstoð þernu sinnar tókst henni að ná samfundum við hann. Er þau svo höfðu átt nokkrar sameiginlegar gleði- stundir, fór hún að ásaka hann fyrir fyrra lífemi hans og bað hann að gera það fyrir sig að hætta nú þessháttar athöfnum og til þess að fá hann ofan af því, laumaði hún öðru hvoru dálitlu af aurum til hans. Á sama tíma og þau þannig höfðu samskipti vildi það til að læknirinn fékk sjúkling, sem hafði mein í fæti, og eftir ná- kvæma skoðun varð hann að tilkynna aðstandendum sjúkl- ingsins, að hann yrði að taka í burtu köggul úr fætinum, sem skemmd væri komin í, til þess að komist yrði hjá því að mað- urinn annað hvort missti allan fótinn eða dæi. Það gæti máske bjargað honum, ef köggullinn yrði tekinn burtu, en sem læknir gæti hann eki neitað því, að hann hefði ekki mikla von um hann. Er aðstandendur sjúkl- ingsins heyrðu þetta, bjuggust þeir einnig við að hann væri dauðans matur. Læknirinn var þess fullviss, að sjúklingurinn mundi ekki þola sársaukann og heldur ekki leyfa aðgerðina án þess að hann yrði svæfður með ópíum, og þess vegna lét hann morgun einn blanda sérstakan drykk, sem hann mundi sofna af svo fast, að læknirinn gæti framkvæmt aðgerðina um kvöldið. Er drykk- Dennis Morgan í kvikmyndinni ,,lrska villirósin". urinn var tilbúinn lét hann koma með hann heim til sín og setti hann inn í svefnherbergi sitt, án þess að segja neinum hvað það væri. Um aftanssöngstíð ætlaði hann að vitja um manninn, en rétt í því kom boð frá nokkrum af beztu vinum hans í Amalfí, um að hann yrði að láta allt annað sitja á hakanum og koma þangað, því það hefði verið götubardagi þar og margir hefðu særzt. Hann frestaði þess vegna aðgerðinni á fætinum til næsta morguns og sigldi til Amalfí. Er frúin frétti þetta lét hún á laun koma með Ruggi- erí inn í húsið, því hún vissi S $ 9 HEIMILISPÓSTURINN 17

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.