Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 8

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 8
beygði sig yfir brunnbarminn, kall- aði hann með hinni fáranlegu rödd sinni, sem minnti á kórdrengsrödd: -— Ég er búinn að segja nei. Nú fer ég og gægist undir pilsin á dóttur hans Birots, ég hef lofað því. Sælar, stelpur. Og hann fór, og hristist allur af hlátri. Mélitine þorði ekki að draga Jou- que upp, hún var smeyk við að Pign- ol yrði ennþá reiðari. Hún laut yfir brunninn og reyndi að horfa niður í hann, eri þreytt augu hennar gátu ekki greint annað en spegilgljáa, sem birtist og hvarf á vatnsborðinu, þeg- ar silfurlitt ljósið lék um það. Allt í einu heyrðist lágt, næstum óslitið hvískur upp úr brunninum. Mélitine komst við af að hlusta á það, geðshræringin mýkti hjarta hennar og varnaði henni máls. Og þetta ömurlega kjökur fyllti allan brunninn af tilbreytingarlausri ör- væntingu. Mélitine hrópaði óttasleg- in. —■ Jouque, Jouque, væna mín! Snöktið hætti. — Eruð það þér, Mélitine? — Já, ég ætlaði bara að segja, að þú skalt ekki taka þetta svona nærri þér. Ef ég ætti annan eins mann og þú, þá geturðu verið viss um, að ég skyldi kenna honum mannasiði . . . Jouque, sem stóð í fötunni og hélt með báðum höndum um festina, starði á kringlótta ljósopið fyrir of- an sig, þar sem dökkur barmur frú Trelins sást greinilega. Stundum kom óvarkár hreyfing fötunni til að sveiflast, og það gerði konuna dauð- skelkaða. Hún var lítil og grönn, beygð af þeim stöðuga kvíða, sem uppátæki manns hennar olli henni. Hún var toginleit, með stór, blá augu, sem ljómuðu af mildri undrun. Prú Trelin hélt áfram hughreyst- ingarorðum sínum: — Vertu nú ekki að gráta, segðu við sjálfa þig, að þetta líf vari þó ekki eilíflega. — Hvað eigið þér við? Nei, það er ekkert við þessu að gera. — Ja, hvað veit maður um það, Hann getur breyzt, þorparinn sá arna. Ég minnist þess líka,, að það hefur ekki alltaf verið gott að kljást við karlinn minn. — Það er ekki hægt að likja þeim saman, Mélitine. — Jæja, heldurðu það ? En ef ég segi þér nú, að hann harðbannar mér að fara í bió, þú veizt, nýja bíóið í Glaisans. ,—• Bíó . . . — Já, mig langar til að fara í bíó, mér datt það bara svona í hug. — Hvað ætlaðir þú að gera þang- að? — Hvað ætlaði ég að gera? Að sjá auðvitað. Þú hefur kanske aldrei farið í bíó? — Ég? Og eiga annan eins mann og ég á? Nei, það væri óhugsandi. — En þú hefur* heyrt sagt frá því ? — Það getur verið, ég man það ekki. Er nokkuð varið í það ? — Já, það held ég nú. Hún Margot, sem er gift honum Bedouin, sagði mér um daginn frá því, sem hún sá. Hugsaðu þér, það var niðadimmt i salnum, eins dimmt og niðri í brunn- inum hjá þér, og svo situr maður bara og horfir beint á léreftstjald og sér ýmislegt, sem maður heldur að sé þar. Ég man ekki lengur allt, sem Margot sagði . . . Það var kona, sem var svo fín og puntuð og allt það, og nokkrir karlmenn, sem voru klæddir eins og amtráðsmennirnir til dæmis að taka eða þingmaðurinn. Eintómt fínt fólk, hvað innan um annað, og Margot sagði, að það hefði 6 HEIMILISPÓSTURINN 2 2?

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.