Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 20

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 20
að maðurinn mundi ekki koma heim um nóttina. Hún lét fara með hann inn í svefnherbergið og læsti hann þar inni, þangað til heimilisfólkið væri gengið til náða. Meðan Ruggierí beið frúar- innar í svefnherberginu, sótti hann skyndilega ákafur þorsti, hvort sem það hefur stafað af því, að hann hafði neytt ein- hvers saltmetis, eða þá af göml- um vana, og er hann sá vatns- flöskuna í glugganum, sem með- alið var í, brá han'h henni að munni sér í þeirri trú, að það væri drykkjarvatn, og tæmdi í botn. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann tók að syf ja og féll hann brátt í svefn. Er frúin kom inn í herbergið og fann hann sofandi, fór hún að hrista hann til og hvíslaði, að hann skyldi rísa upp, en það bar engan árangur, hann hvorki svaraði né hreyfði sinn minnsta fingur, hún varð þá mjög óþol- inmóð og hristi hann af öllum kröftum og sagði! — Stattu upp, svefnpurkan þín, ef þú ert kominn hingað til að sofa, getur þú alveg eins vel verið heima hjá þér. — Við þessar sviptingar féll Ruggierí ofan af kistunni, sem hann hafði legið á, og niður á gólfið, og sáust ekki fremur nokkur lífsmörk með honum, en liðnu líki. Þá varð frúin alvar- lega hrædd og fór að bylta hon- um á alla kanta, toga í skeggið á honum og klípa hann í nefið, en allt varð það árangurslaust, hann hafði tjóðrað asna sinn við trausta stoð. Frúin varð nú hrædd um að hann væri dáinn, en reyndi samt að klípa hann og brenna með logandi ljósi, en ekkert dugði, þess vegna hélt hún að hann væri dáinn, því enda þótt hún væri gift lækni, hafði hún enga þekkingu á læknavísindum. Það er óþarfi að spyrja hvort hún hafi orðið óhamingjusöm, þar sem hún elskaði hann mest af öllu. Hún settist því niður til að gráta ógæfu sína í hljóði, því hún þorði ekki að gera mikinn hávaða. En svo datt henni í hug að út af þessu gæti hlotist bæði smán og svívirðing og varð það strax ljóst, að eitt- hvert úrræði yrði að finna til þess að koma hinum látna þegjandi og hljóðalaust út úr húsinu. Henni gat þó ekki hug- kvæmst neitt sjálfri, svo hún kallaði á þernu sína og bað hana um ráðleggingar. Stúlkan varð alveg undrandi og er hún hafði klipið hann og kreist á alla lund, sannfærðist hún um að frúin hefði haft á réttu að standa, og að hann væri dáinn og yrði sem allra fyrst að flytj- ast burtu úr húsinu. Þá sagði frúin: En hvert eigum við að fara með hann, svo fólkið haldi ekki, í fyrramálið, að hann hafi verið borinn héðan? — — Madonna, sagði stúlkan, fyrir skömmu síðan tók ég eftir að fyrir utan hjá trésmiðnum, rétt fyrir ofan okkur, var kassi, miög hæfilega stór til þess, sem við höfum í hyggju, og ef smið- urinn hefur ekki tekið hann inn með sér, skulum við leggja dauða manninn ofan í þennan kassa, en stinga hann nokkrum hnífstungum, og láta hann svo vera þar kyrran. Ég get ekki ímyndað mér að þeir sem finna hann, muni fremur gruna okkur 18 HBIMILISPÓSTURXNN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.