Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 7

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 7
sem hann hafði rekið í trésívalning- inn, gat hann mælt festina, þannig að Jouque, sem stóð í fötunni, hékk rétt fyrir ofan vatnsborðið, og þar lét hann hana dúsa í heila klukku- stund, meðan hann skemmti sér við óp hinnar ólánssömu konu. 1 þorpinu var grimmd hans á allra vitorði, en allir þögðu og gerðust samsekir honum, því samkvæmt eðli sinu er sveitafólk í einfeldni sinni umburðar- iynt gagnvart hrottaskap. Pignol, sem var að strjúka skaftið á gríðarstóru keyri, bætti við: — Heyrðu, segðu mér, Mélitine, heldurðu að gamli maðurinn fari ekki að láta sér detta í hug, að við séum á stefnumóti? — Ja, hver veit, svaraði Mélitine, en stefnumót með gamalli konu eins og mér hafa að minnsta kosti ekki mikla þýðingu . . . Meðan Pignol bar á móti þessu stimamjúkur, heyrðist kveinandi rödd upp úr brunninum: — Dragðu mig upp, Clotaire. Mat- urinn brennur við. — Bannsett kerlingarherfan, verð ég altaf að hlusta á volið í henni, rumdi Clotaire, og um leið og hann 2 2 9 HEIMILISPÓSTURINN 5

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.