Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 33
Joan Grawford og John Garfield I kvikmyndinni „Humoresque".
Sjá kvikmyndaopnu bls. 32 (Austurbæjarbíó).
Lausn á krossgátu nr. 3
í 2. hefti Heimilispóstsins.
Maður úr Reykjavík kom að ferju-
stað á vatni og lét ferja sig yfir.
Vatnið var mjög úfið, svo að Reyk-
víkingnum varð ekki um sel og spurði
ferjumanninn, hvort nokkur hefði
nokkurntíma týnzt í vatninu.
— Nei, aldrei, svaraði ferjumaður-
inn. — Bróðir minn drukknaði hérna
í vikunni, sem leið, en við fundum
hann eftir fjóra daga.
*
Maður, sem Grís hét, seldi kvekara
hest, sem reyndist ónothæfur. Fór
kvekarinn til mannsins, og bað hann
með hæverskum orðum (því kvekar-
ar mega samkvæmt trú sinni ekki
reiðast) að taka hestinn aftur. En
maðurinn harðneitaði því.
— Jæja, vinur, sagði kvekarinn.
— Við könnumst við sÖguna af því,
þegar djöfullinn fór í fullorðnu svín-
in, og sé ég nú, að hann hefur líka
farið í sumá grísina.
? $ $
HEIMILISPÓSTURINN
31