Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 26

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Blaðsíða 26
fara aðrar leiðir, en fyrirrenn- arar mínir hafa gert, Filostrato, en eins og þeir krefst ég þess að sungið verði ljóð, og þar eð ég veit, að söngvar þínir líkj- ast sögum þínum, viljum við nú þegar binda endi á allan dapur- leik og syngdu nú fyrir okkur það, sem helzt má koma okkur í létt skap. — Filostrato sagðist skyldi gera það með ánægju og hóf raust sína: Vissulega bera harmakvein vor og grátur heiminum vitneskju um þær sálarkvalir er vér líðum þegar ástin verður fyrir ótryggð og svikum. Þann dag, sem þú, guð ástar- innar, greiptir mynd hennar í brjóst mitt svo fagra og yndislega, og tilefni mansöngva minna, þá varpaðir þú þeim ljóma yfir yndisþokka hennar að viljugur kaus ég að þola þær kvalir, sem dutlungar þínir vekja í hug manns og hjarta, en mér duldist of lengi orsök hugarkvíða míns. I fyrsta skipti, sem ég virti hana fyrir mér, sá ég aðeins ótryggð og svik hjá þeim, sem ég bezt hafði treyst. Því einmitt þá er ég naut ástar hinnar dýrmætu konu, sem tryggur þjónn og trúr vinur og engir skuggar skyggðu á áhyggjuleysi mitt, einmitt þá sá ég annan koma og óðara ýtti mín fagra kona mér til hliðar. Þar stóð ég eftir, smánaður af unnustu minni og hjartasorg mín brauzt út í gráti og kveinstöfum. Bölvuð sé stund sú, er unnusta mín birtist mér fyrsta sinni svo dularfull í ljóma ástarlogans- Því síðan verður sál mín að heyja baráttu gegn dauðanum og fyrirlítur tryggð, vonir og sérhverja milda hugsun. Svo ólæknandi harmasár ber ég,. sem hróp mitt og harmþrungin rödd tilkynna yður, herra. Og ég reyni aðeins að gleyma þjáningum mínum og mæti dauðanum, sem minni hinztu von. Fari sem fara vill, látum hann þá sveifla sinni hvössu sigð yfir mér og frelsa migfrá því lífi, sem sorgin svíður niður í rætur fyrr en vorið blánar eftir vetrarél. Engin önnur leið stendur mér opin og ekkert getur fróað mér í þjáningum mínum, nema dauðinn. Amor, lát hann koma og leysa mig frá lífsins mæðu svo hjarta mitt geti losnað við eymd sína og volæði, þar sem ótryggðin brýtur sér braut og ástin uppsker aðeins hugarangur. Er hún fréttir lát mitt, þá lát hana gleðjast, sem væri hún umvafin tryggum vinarörmum. Ljóð mitt, þótt enginn annar vilji kveða þig, mun ég ekki kvarta, því bað er mín eigin rödd, sem bezt getur gefið þér vængi. 24 HEIMILISPÓSTURINN $ $ $

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.