Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Side 19

Vinnan - 01.05.1948, Side 19
framleiðslutæki landsmanna og efla atvinnuvegina? Þegar þú krefst atvinnu fyrir alla sem geta unnið? Hlýðnast þú fyrirskipun frá Belgrad þegar þú krefst að nýsköpun atvinnuveganna á Islandi verði haldið áfram? Hvort munt þú eða Rússar hafa meiri hag af því að byggðar verði mannsæmandi íbúðir sem þú og stéttar- bræður þínir geta flutt í úr hermannabröggunum, kjöll- urunum, hanabjálkaloftunum, skúrunum? Skyldir þú eða Rússar hafa tapað meira á launaráninu sem framið var á þér í vetur með setningu dýrtíðarlaganna, þar sem ákveðið er að þér skuli greitt kaup samkvæmt vísi- tölu 300, hvort sem hin raunverulega vísitala er 330 eða kemst alla leið upp í 400? Ert þú að berjast fyrir þín- um hagsmunum eða Rússa þegar þú krefst þess að fá kaup þitt greitt samkvæmt réttri vísitölu? Hvort munt þú eða Stalín í Kreml hafa meiri hag af því að dýrtíð- in á íslandi verði lækkuð á kostnað auðmannanna, heildsala, húsabraskara og annarra slíkra, í stað þess að leggja dýrtíðarbyrðarnar á þitt bak með hækkuðum tollum og sköttum? Gengur þú erinda erlends einræð- isríkis þegar þú krefst leikvalla og barnaheimila í Reykjavík svo börnin þín þurfi ekki frá morgni til kvölds að gleypa ryk götunnar og vera í stöðugri hættu fyrir að verða undir bíl? Gengur þú erinda erlends ríkis þegar þú krefst bættra kjara fyrir hlutasjómenn og lengri hvíldartíma fyrir togarasjómennina? Er krafa þín um réttláta skiptingu gjaldeyris- ög innflutnings- leyfa milli landshluta og milli samvinnuverzlana og heildsala borin fram af auðmjúkri þjónustu þinni við Stalin? Og síðast en ekki sízt: er krafa þín um að staðið sé á verði um efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði Is- lands; að engu erlendu ríki séu leigð landsréttindi á íslandi, —- er það íslenzk krafa — eða er kannske ein- hverju erlendu ríki þetta meira áhuga- og hagsmunamál heldur en þér? Þannig mætti lengi telja. Þér hefur verið sagt að allar þessar o. fl. kröfur vinnandi fólks séu bornar fram samkvæmt skipun kommúnista, skipun erlends valds, þær séu því óþjóðlegar og óþjóðhollar. Finnst þér þjóðhollara og þjóðlegra að vilja selja íslenzka land- helgi á leigu gegn því að greitt sé fyrir verzlunarsam- böndum fyrir þig svo þú getir grætt á heildsölu- Er þjóðhollara að selja íslenzk atvinnutæki út úr landinu? Er þjóðlegra að falsa faktúrur og leggja inn í erlenda banka þjófstolið fé svo milljónum króna nemur? Er þjóðhollara að leigja erlendu herveldi flugvöll, sem hvenær sem er má breyta í árásarstöð fyrir flugvélar til að varpa kjarnorkusprengjum yfir stéttarbræður þína í öðrum löndum? Blöð auðmannastéttarinnar segja þér einnig að ef þú ert sósíalisti eða Alþýðuflokksmaður sem ekki trúir á hrunstefnu núverandi ríkisstj órnar — ef þú aðhyllist sósíalisma, þá gangir þú erinda erlends valds, því sós- íalismi sé erlend stefna. Ef þú ert Framsóknarmaður áttu mjög auðvelt með að átta þig á þessu. Var ekki samvinnustefnan upprunnin í Englandi? Ert þú þá að ganga erinda erlends valds þegar þú vinnur að eflingu samvinnustefnunnar hér á íslandi? Enn segja blöð auðmannastéttarinnar þér meira. Þau segja þér, að ef þú gengur með flibba um hálsinn, vinn- ur í skrifstofu eða verzlun, þá eigir þú enga samleið með sjómanninum og kolamokaranum. Hefur þá launa- VINNAN 77

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.