Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 26

Vinnan - 01.05.1948, Qupperneq 26
JÓNAS HARALZ: Viðhorfin í dýrtíðarmálunum Á því mun lítill vafi leika, að af ölluin þeim leiðum, sem ræddar hafa verið í sambandi við dýrtíðarmálin, hefur engin hlotið eins miklar vinsældir meðal bæði almennings og stjórnmálamanna eins og hin svokallaða verðhjöðnunarleið, þ. e. a. s. almenn lækkun kaup- gjalds og verðlags. Þessar vinsældir byggjast tvímæla- laust á fullkomnum misskilningi bæði á eðli þess vanda- máls, sem hér er fyrir höndum, og afleiðingum slíkra ráðstafana. Með dýrtíðarlögum ríkisstj órnarinnar, er sett voru fyrir nýjárið, var að nokkru farið inn á verð- hjöðnunarleiðina. Að vísu var þetta í mjög litlum mæli, enda talað um þessar ráðstafanir sem „fyrsta skref“, en sú reynsla, sem síðan hefur fengizt, ætti þó að hafa gefið mönnum nokkrar vísbendingar um afleiðingar og eðli þessarar leiðar yfirleitt. Fyrst ætla ég að víkja nokkrum orðum að dýrtíðar- vandamálinu sem slíku. Eins og oft hefur verið bent á, er kjarni dýrtíðarvandamálsins, að þjóðin hefur á undanförnum árum notað miklu meira af erlendum gjaldeyri heldur en hún hefur getað aflað, eða líkur eru til, að hún muni geta aflað. Jafnfraint þessu hefur tekj uskiptingin innanlands breytzt þannig, að sjávar- útvegurinn hefur orðið lítt arðbær, miðað við aðrar atvinnugreinar, og þá áhættu og erfiðleika, sem hon- um eru fylgjandi. Þetta hefur leitt til stöðugra erfið- leika með að afla þessum atvinnuvegi vinnuafls, stöð- ugrar hættu á samdrætti hans, sem að nokkru leyti a. m. k. hefur orðið að veruleika. Þegar hinar erlendu innstæður eru þrotnar, og svo framarlega sem ekki á að leggja í erlendar lántökur í mjög stórfelldum mæli, verður það óumflýjanleg nauðsyn, sem raunar hlýtur á einhvern hátt að ske af sjálfu sér, þótt ekkert sé að gert, að notkun þjóðarinnar á erlendum gjaldeyri verði í samræmi við gjaldeyrisöflunina. Ef framleiðslutæki sjávarútvegsins eiga að vera starfrækt að fullu, er það jafnframt nauðsynlegt að breyta tekjuskiptingu þjóðar- innar þessum atvinnuvegi í vil. Aðalatriði dýrtíðar- vandamálsins er nú, hvernig sú minnkun á raunveruleg- um tekjum þjóðarinnar, og breyting á tekjuskiptingu hennar, sem hér er um að ræða, eigi að koma niður, hvernig þetta eigi að skiptast á milli stétta þjóðfélags- ins, á milli neyzlu og fjárfestingar, og á milli mismun- andi tegunda þessa hvors tveggja. Vinsældir verðhjöðn- unarleiðarinnar byggjast fyrst og fremst á því, að allur þorri manna hefur ekki skilið þetta höfuðatriði. Menn hafa gert sér í hugarlund, að verðhjöðnunarleiðin þýddi það, að kauplag og verðlag lækkaði í nokkuð svipuð- um hlutföllum, þannig að krónufjöldinn, sem menn hefðu handa á milli, væri t. d. helmingi minni, en það væri hægt að fá um það bil jafnmikið af vörum fyrir hann. Samfara þessu ættu svo vandamál sjávarútvegs- ins, sem mönnum hefur alltaf orðið starsýnast á í sam- bandi við dýrtíðarmálin, að vera leyst, þar sem fram- leiðslukostnaður hans hefði lækkað að óbreyttu útflutn- ingsverðlagi. í fyrsta lagi er nú slík þróun og hér hefur verið lýst í sjálfu sér algerlega óhugsandi, og skal nán- ar að því vikið síðar. í öðru lagi mundi hún, þótt hún væri möguleg, síður en svo vera til þess fallin að leýsa dýrtíðarvandamálið, heldur þvert á móti, þótt undar- legt kunni að virðast. Þetta sést bezt á því, að raun- verulegar tekjur þjóðarinnar ættu með þessu móti að verða meiri en áður, þar sem allar stéttir hefðu óbreytt- ar raunverulegar tekjur, nema þeir, er að sjávarútvegi vinna, sem hefðu meiri. Þar með myndi neyzla þjóðar- innar af erlendum vörum hafa tilhneigingu til að auk- ast, en kjarni dýrtíðarvandamálsins er einmitt nauðsyn þess, að hún minnki. Að verðhjöðnunarleiðin yfirleitt er leið í dýrtíðar- málunum, byggist á því, að afleiðingar hennar eru allt aðrar en almenningur hefur gert sér í hugarlund, og lýst hefur verið hér að framan. Við verðhjöðnun hlýtur sem sé kauplagið alltaf að lækka miklu meira en verðlagið, og þar með hljóta raunverulegar tekjur þjóð- arinnar að minnka. Við skulum athuga nokkuð, hvers vegna þetta hlýtur að vera svona. Við skulum athuga, hvers eðlis ýmsir liðir framfærslukostnaðar íslenzkra verkamanna eru, og byggja þær athuganir á vísitölu- grundvellinum, en sú mynd, sem hann gefur af þessu atriði, er nógu nákvæm í þessu skyni. Eins og nú standa sakir eru innlendar landbúnaðar- vörur um 30% af útgjaldaupphæð vísitölunnar. Þessi liður er sá, sem mest myndi lækka vegna kauplækkana, en þó því aðeins að tekjur bóndans og fjölskyldu hans væru lækkaðar í svipuðu hlutfalli og kaupgjaldið. Þó 84 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.