Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Síða 27

Vinnan - 01.05.1948, Síða 27
myndi þessi liður aldrei lækka jafnmikið og kaupið, nerna því aðeins að tekjur bænda væru skertar rneira en launþega. Astæðan fyrir þessu er sú, að í framleiðslu- kostnaði landbúnaðarvara eru liðir, sem kaupgjald hef- ur lítil eða engin áhrif á, má þar t. d. nefna fóðurvörur, vexti, afskriftir byggingar og vélar og því um líkt. Vinnulaun, þar með talin vinna bóndans og fjölskyldu hans, eru um 80%; af framleiðslukostnaði landbún- aðarvara. Launalækkun, er næmi 10%, myndi því ekki leiða af sér meira en 8% lækkun á þessum lið framfærslukostnaðarins, ef tekjur bóndans og fjöl- skyldu hans væru lækkaðar í sarna hlutfalli og laun- þega almennt. í dýrtíðarlögum ríkisstjórnarinnar var þó aðeins gert ráð fyrir 2% lækkun á kaupi bóndans inóts við 8%>% launalækkun launþega. Um það bil 40% af útgjaldaupphæð vísitölunnar eru liðir, sem að miklu Ieyti, og margir hverjir að mestu leyti, eru háðir erlendu verðlagi. Þetta eru allar innfluttar vörur, og innlendar iðnaðarvörur, þar sem erlend hráefni eru veigamikill liður framleiðslukostnaðar. Að vísu er alltaf talsverður hluti af kostnaði þessara vara, þegar þær eru komnar í hendur neytandans, þess eðlis, að hann má teljast innlendur launakostnaður, og þá fyrst og fremst dreifingarkostnaður innanlands að mestu leyti og launakostnaður innlendra iðnaðarvara. A hinn bóginn getur kauplækkun hér innanlands ekki haft áhrif á slíka liði sem kaupverð erlendis, tolla, vexti og afskriftir bæði í verzlun og iðnaði, og aðeins að litlu leyti á' flutningskostnað til landsins og vátryggingargjöld. Það mun því ábyggilega vera hátt reiknað, ef gert er ráð fyrir, að kauplækkun komi í þessum vörum fram að helmingi, þ. e. að 10% kauplækkun leiði af sér 5% verðlækkun. Enn eru þeir liðir vísitölunnar, sem kaup- lækkun hefur lítil eða engin áhrif á, enda þótt inn- lendir séu. Má þar fyrst og fremst nefna húsaleigu- liðinn, sem raunar er alltof lágur í vísitölunni, um 10'/í eins og nú er. Húsaleigan hefur hér að undanförnu að langmestu leyti verið ákveðin af eftirspurn, en ekki kostnaði. En jafnvel þó svo væri ekki, myndi kauplækk- un aðeins hafa mjög lítil áhrif á þennan kostnaðarlið, þar sem hann er að yfirvegandi hluta vextir, afskriftir, skattar o. þ. u. 1., en aðeins að litlu leyti viðhald o. þ. h., sem kauplækkun hefur bein áhrif á. Enn mætti nefna ýmsa smærri liði visitölunnar, sem kauplækkun hefur lítil eða engin áhrif á, eins og t. d. tóbak. áfengi, trygginga- og stéttarfélagsgjöld, útvarp, bíó o. s. frv. Að öllu samanlögðu mun það sjálfsagt ekki vanreiknað að telja, að sú lækkun vísitölunnar, sem leiddi af kaup- lækkun ,vrði í hæsta lagi helmingur þeirrar lækkunar, þ. e. a. s., að t. d. 10% kauplækkun leiddi af sér 5% vísitölulækkun, en þetta myndi þá svara til 5% raun- verulegrar tekjuminnkunar launþega. Ef verðlag land- húnaðarvara væri ákveðið þannig, að tekjur bænda og fjölskyldna þeirra lækkuðu hlutfallslega minna en laun- þega, yrði verðlækkunin þó enn minni. Þessar útlistanir ættu að nægja til að sýna fram á það, hve fjarri öllum sanni hugmyndir þær eru, sem almenningur virðist gera sér um afleiðingar verðhjöðn- unar, og sem óspart hefur verið reynt að ala á. Nú orðið liggur einnig fyrir nokkur reynsla til að dæma um þessar afleiðingar. Með dýrtíðarlögum ríkis- stjórnarinnar voru laun allra launþega lækkuð um 8,5% . lækkun vísitölunnar nam þó ekki 4,25%, heldur aðeins 2,7%. Lækkunin var þó raunverulega ekki nema tæplega 1 % %, þar sem hún byggðist að miklu leyti á auknum niðurgreiðslum og útflutningsuppbót- um á kjöti, er telja má sama eðlis. Ástæðurnar fyrir því, að verðlækkanirnar urðu ekki meiri. voru þær, að tekjulækkun bænda, var miðuð við 2%, en ekki 8%%;, og að söluskatturinn vóg á móti verðlækkunum, sem annars hefðu komið fram. Á hinn bóginn var í sam- bandi við þessar aðgerðir lækkuð verzlunarálagning, flutningsgjöld, húsaleiga og verð á iðnaðarvörum. Er þessi lækkun sjálfsagt meiri, en ætti að vera afleiðing kauplækkunarinnar, og einnig er það bersýnilegt, að þessar aðgerðir eru meira til sýndar en almenningi til hagsbóta, þar sem hér er eingöngu um að ræða laga- ákvæði, sem ekki hafa verið gerðar viðhlýtandi ráð- stafanir til að framkvæma. Má í því sambandi t. d. nefna, að húsaleigulækkunin verður yfirleitt aðeins á pappírnum, og er það öllum ljóst. Hætt er einnig við, að í mörgum tilfellum leiði álagningarlækkunin ekki til verðlækkunar, heldur verðlagsbrota, og hjá kaupfélög- unum til minnkaðrar arðsúthlutunar. Ekki eru neinar líkur til þess, að um áframhaldandi lækkun vísitölunn- ar verði að ræða, nema auknar niðurgreiðslur komi til. Þvert á rnóti má búast við, að hún fari heldur hækk- andi, vegna verðhækkana á erlendum vörum og auk- inna viðskipta við lönd með mjög háu verðlagi. I þessu sambandi er einnig vert að benda á það, að vísitalan er mjög röng sem stendur og hefur verið all- lengi undanfarið. Byggist þetta á því, að vísitölugrund- völlurinn er nú löngu úreltur, en þó fyrst og fremst á þremur mjög alvarlegum skekkjum, sem raunar mætti kalla falsanir. Þessar þrjár skekkjur eru: 1) Húsaleiga er miðuð við löglega leigu í húsum byggðum fyrir 1940, en ekki við raunverulega meðalleigu né heldur lög- leyfða meðalleigu eins og nú er. Munar þetta um 19 stigum, ef aðeins er talin lögleg meðalleiga, en ekki reiknað með svartamarkaðsleigu þeirri, sem mikið kveður að. 2) Kjötverð vísitölunnar er lækkað um hina svokölluðu kjötuppbót. Nær þetta engri átt, þar sem þar er raunverulega aðeins um skattalækkanir að ræða, sem ekki ættu að teljast í vísitölunni frekar en beinir skattar yfirleitt. Þar að auki er þessi uppbót miðuð við alltof lítið magn í samanburði við raunverulega neyzlu. VIN N A N 85

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.