Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Síða 8

Vinnan - 01.12.1976, Síða 8
Landsbankahúsið í smíðum rétt fyrir aldamót. is hafa atvinnurekendur lengi reynt að sniðganga stéttarfélög í samningum um kaup og kjör. Það hefur því kostað mikla baráttu hjá frumherjum verkalýðshreyfingar- innar að fá viðurkenningu fyrir samn- ingsréttinum og það er reyndar réttur sem sífellt þarf að standa vörð um. Hvað annan þáttinn varðar, þá er óhætt að fullyrða, að það verði ævar- andi baráttumál verkaiýðsfélaganna að fá alla atvinnurekendur til að halda taxta verkalýðsfélaganna. En á þriðja áratugnum héldu atvinnurek- endur sig við taxtann aðeins í fáeinum atvinnugreinum, einkanlega í fisk- vinnu og hafnarvinnu, en greiddu annars oft lægra kaup við aðra vinnu. Þannig segir t.d.: „Suinir þeirra er taka að sér húsbyggingar og slík verk hafa alltaf greitt kaup eftir taxta Dagsbrúnar. Aðrir 10 til 20 aurum minna um timann eða jafnvel enn minna, að minnsta kosti ófélagsbundn- um mönnum.“9) 1 vegavinnu úti á landi tíðkaðist lengi vel að greiða mun lægra kaup þar til Alþýðusambandinu tókst að ná sérstökum samningum þar um árið 1934. Einnig var mikið mis- ræmi milli landshluta og kaupstaða um kaup, vinnutíma og ýmis réttindi. Á millistríðsárunum miðaði mikið í þá átt að kaup væri greitt samkvæmt taxta verkalýðsfélaganna. Mestan þátt í því átti eflaust sú viðmiðun sem fé- lögin höfðu í kröfugerð um lágmarks- kaup. 1 Verkamanninum á Akureyri segir svo: „Allstaöar þar sem verka- mannafélögin hafa ákveðið lágmark kaupgjalds eða um það hefur verið samið af vinnukaupanda og verka- mönnum, hefir það verið lagt til grundvallar, að verkamaðurinn gæti dregið fram lífið af launum sínum. Að þetta sé rétt, sanna samningar beggja málsaðila um hækkandi og lækkandi vinnulaun eftir því hvað lífsnauðsynj- ar stíga eða falla í verði.“10) Á ára- tugnum 1920—1930 er að finna nokk- ur dæmi þess að verkalýðsfélög fallist á kauplækkun vegna verðfalls á vör- um eða lækkandi framfærslukostnað- ar. Það virðist því nokkuð áberandi að á fyrstu áratugum verkalýðshreyf- ingarinnar sé hún reiðubúin til að miða kröfugerð að mestu við að hægt sé að „draga fram lífið“, en geri ekki kröf- ur um breytta tekjuskiptingu í þjóð- fólaginu. Við lestur blaða sem verkalýðs- hreyfingin stóð að á millistríðsárunum kemur fram að það þykja sérstök tíð- indi, ef verkalýðsfélag nær því inn í samninga að tryggja félagsmönnum sínum forgang að vinnu á félags- svæðinu. Til þess er t.d. tekið í Krossa- 8 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.