Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 8
Landsbankahúsið í smíðum rétt fyrir aldamót. is hafa atvinnurekendur lengi reynt að sniðganga stéttarfélög í samningum um kaup og kjör. Það hefur því kostað mikla baráttu hjá frumherjum verkalýðshreyfingar- innar að fá viðurkenningu fyrir samn- ingsréttinum og það er reyndar réttur sem sífellt þarf að standa vörð um. Hvað annan þáttinn varðar, þá er óhætt að fullyrða, að það verði ævar- andi baráttumál verkaiýðsfélaganna að fá alla atvinnurekendur til að halda taxta verkalýðsfélaganna. En á þriðja áratugnum héldu atvinnurek- endur sig við taxtann aðeins í fáeinum atvinnugreinum, einkanlega í fisk- vinnu og hafnarvinnu, en greiddu annars oft lægra kaup við aðra vinnu. Þannig segir t.d.: „Suinir þeirra er taka að sér húsbyggingar og slík verk hafa alltaf greitt kaup eftir taxta Dagsbrúnar. Aðrir 10 til 20 aurum minna um timann eða jafnvel enn minna, að minnsta kosti ófélagsbundn- um mönnum.“9) 1 vegavinnu úti á landi tíðkaðist lengi vel að greiða mun lægra kaup þar til Alþýðusambandinu tókst að ná sérstökum samningum þar um árið 1934. Einnig var mikið mis- ræmi milli landshluta og kaupstaða um kaup, vinnutíma og ýmis réttindi. Á millistríðsárunum miðaði mikið í þá átt að kaup væri greitt samkvæmt taxta verkalýðsfélaganna. Mestan þátt í því átti eflaust sú viðmiðun sem fé- lögin höfðu í kröfugerð um lágmarks- kaup. 1 Verkamanninum á Akureyri segir svo: „Allstaöar þar sem verka- mannafélögin hafa ákveðið lágmark kaupgjalds eða um það hefur verið samið af vinnukaupanda og verka- mönnum, hefir það verið lagt til grundvallar, að verkamaðurinn gæti dregið fram lífið af launum sínum. Að þetta sé rétt, sanna samningar beggja málsaðila um hækkandi og lækkandi vinnulaun eftir því hvað lífsnauðsynj- ar stíga eða falla í verði.“10) Á ára- tugnum 1920—1930 er að finna nokk- ur dæmi þess að verkalýðsfélög fallist á kauplækkun vegna verðfalls á vör- um eða lækkandi framfærslukostnað- ar. Það virðist því nokkuð áberandi að á fyrstu áratugum verkalýðshreyf- ingarinnar sé hún reiðubúin til að miða kröfugerð að mestu við að hægt sé að „draga fram lífið“, en geri ekki kröf- ur um breytta tekjuskiptingu í þjóð- fólaginu. Við lestur blaða sem verkalýðs- hreyfingin stóð að á millistríðsárunum kemur fram að það þykja sérstök tíð- indi, ef verkalýðsfélag nær því inn í samninga að tryggja félagsmönnum sínum forgang að vinnu á félags- svæðinu. Til þess er t.d. tekið í Krossa- 8 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.