Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 41

Vinnan - 01.12.1976, Page 41
Neðri myndin er tekin á Vífilsstöðum árið 1911. eða varð jafnvel enn meiri. Tímakaup verkakvenna í Reykjavík 1926 var 90 aurar en karla kr. 1,40. Kaup kvenna var 65% af tímakaupi karla. Árið 1927 hafði kaup kvenna minnkað um 20 aura, var 70 aurar; kaup karla hafði einnig minnkað um 20 aura, 1926—1927, var kr. 1,20 á klst. Kvennakaupið minnkaði því hlutfalls- lega meira en kaup karla og var árið 1927 58% af kaupi karla. Þetta hlut- fall hækkaði síðan um 1% árið 1930, þegar kaup karla varð kr. 1,36 á klst. en kaup kvenna 80 aurar eða 59% af kaupi karla“. í kaflanum um réttinn til vinnu kcmur fram, að í lok þriðja áratugsins samþykktu atvinnurekendur yfirleitt ekki þá kröfu verkalýðsfélaga, að fé- lagsbundnir verkamenn hefðu meiri réttindi til atvinnu en ófélagsbundnir verkamenn. Kaflinn um félagatölu verkalýðsfé- laga endar svo: „Árið 1930 voru allmörg verkalýðs- félög utan ASÍ, sérstaklega á Norð- urlandi, en flest voru þau fámenn og höfðu ekki starfað nema í fáein ár. Það ár voru 15 verkalýðsfélög á Norð- urlandi, frá Hvammstanga til Húsa- víkur, með 1500 félaga í Verkalýðs- sambandi Norðurlands, sum þeirra utan ASl. Samkvæmt skýrslu þings ASÍ árið 1930 var fjöldi félagsmanna þeirra verkalýðsfélaga á Norðurlandi, sem voru innan ASl 771. Frekar ó- sennilegt er, að niðurstöður um hlut- fall félagsbundinna verkamanna mið- að við heildarfjölda verkafólks breytt- ust verulega, þótt betri heimildir lægju fyrir um verkalýðsfélög, sem stóðu utan við ASl á þessum árum. Af athugun þessari er hægt að draga tvær ályktanir: 1) Árin 1920—1930 var félagsbundið verkafólk mikill minnihluti als verkafólks í landinu. 2) Félagsbundnu verkafólki fjölgaði hlutfallslega; var um l/ verkafólks árið 1920 en l/ árið 1930. I raun var mikill fjöldi verkafólks utan ASl allan þann tíma, sem Al- þýðuflokkurinn og ASl voru ein skipu- lagsheild árin 1916-1942.1 Vinnumála- löggjöfinni 1938, sem lögfesti nokkur af baráttumálum verkalýðshreyfing- arinnar, voru ekki ákvæði um, að verkafólk skyldi vera í verkalýðsfé- lögum, heldur er kveðið á um, að sögn Alþýðublaðsins, „að atvinnurek- endum sé óheimilt að stuðla að því að afstýra verkföllum með aðstoð fé- lagsbundinna manna. Á það auðvitað að vera hlutverk verkalýðsfélaganna, að ekkert ófélagsbundið verkafólk sé ti'“. Um 1950 hafði ástandið hins vegar gjörbreyst. Þá var mikill meiri- hluti verkamanna í félögum ASl eða 24579 en samanlagður fjöldi verka- fólks í öllum atvinnugreinum utan landbúnaðar var 31357 manns“. Síðar í ritinu fjallar höfundur um verkföll og segir þar m.a.: „Ef verkföllin eru flokkuð eftir því hvert tilefni þeirra var, er niðurstaðan sú, að þau voru einungis fagleg þ.e. einskorðuðust við kaup og kjör verka- fólks og réttindi samtaka þeirra. Til- gangur verkfallanna var tvenns konar: 1) Verkföll sem snerust fyrst og fremst um viðurkenningu atvinnurekenda á samningsrétti verkalýðsfélaga. Dæmi: Hnífsdalsverkfallið 1924, Baldursverkfallið á Isafirði 1926. 2) Verkföll er vörðuðu aðallega kaup og kjör verkafólks. VINNAN 41

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.