Vinnan - 01.04.1994, Síða 2
'4NK>I
Útgefandi:
Alþýðusamband Islands
Ritnefnd
Lára V. Júlíusdóttir
Hallór Grönvold
Snorri S. Konráðsson
Ritstjóri:
Þorgrímur Gestsson
Ljósm.:
Róbert G. Agústsson
Útlit:
Sævar Guðbjömsson
Prófarkalestur:
Hildur Finnsdóttir
Afgreiðsla:
Grensásvegi 16a,
108 Reykjavík
Sími: 91-813044
Fax: 680093
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen og
Guðmundur Jóhannesson
Símar: 641895/641816,
Fax: 641525
Umbrot:
Blaðasmiðjan
Filmuvinnsla og prentun:
ODDI h/f
Alþýðusamband íslands:
Benedikt Davíðsson
forseti,
Lára V. Júlíusdóttir,
lögfræðingur ASI og
framkvæmdastjóri,
Halldór Grönvold
skrifstofustjóri,
Bryndís Hlöðversdóttir
lögfræðingur,
Ari Skúlason, Guðmundur
Gylfi Guðmundsson og Gylfi
Arnbjömsson hagfræðingar,
Bolli B. Thoroddsen og Sigur-
þór Sigurðsson hagræðingar,
Ingibjörg Haraldsdóttir gjald-
keri, Sif Ólafsdóttir og Helga
Dagný Ámadóttir fulltrúar.
Menningar- og
fræðslusamband alþýðu:
Snorri S. Konráðsson fram-
kvæmdastjóri, Ingibjörg Elsa
Guðmundsdóttir, Ásmundur
Hilmarsson og Finnbjöm A.
Hermannsson fræðslufulltrúar,
Bergþóra Ingólfsdóttir gjald-
keri.
Listasafn
Alþýðusambandsins:
Ólafur Jónsson forstöðumaður,
Tómstundaskólinn:
Þráinn Hallgrímsson skóla-
stjóri, Sigríður Einarsdóttir rit-
ari.
Mikilvægara
en nokkru sinni
áb nota samtaka
máttinn
Um þessar mundir eru liöin 30 ár frá
því aö flest félög ófaglærða verkafólks-
ins hér á landi slógu sér saman um
myndun Verkamannasambands íslands.
Sá áfangi markaði vissulega tímamót í
samstarfi verkalýðsfélaganna. Um sömu
mundir voru einnig stofnuð fleiri starfs-
greinasambönd félaga innan ASÍ.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur
það vissulega sýnt sig að þau skref sem
þá voru stigin í átt til aukins samstarfs
félaganna hafa haft mikla félagslega
þýðingu, kannski alveg sérstaklega fyrir
smærri félög um hinar dreifðu byggðir
okkar, félög sem hvert fyrir sig voru
kannski ekki mjög mikils megnug en
geta nú í hinu breiða samstarfi styrkt
heildina verulega. Það er kannski mikil-
vægara nú en nokkru sinni fyrr að geta
og kraftar félaganna nýtist vegna þess
mikla sameiginlega vanda sem við er að
glíma, atvinnuleysið.
Einstök félög, þótt sterk séu og öflug
sum, ná varla viðunandi árangri í barátt-
unni við þennan vanda. Lausn verður
ekki fundin nema í samstarfi margra að-
ila. Þar þurfa bæði að koma að samtök
launafólks og stjórnvöld.
í þeirri umfjöllun sem nú á sér stað á
vegum verkalýðssamatakanna um málið
er ekki aðeins horft til vanda dagsins í
dag, sem er yfirþyrmandi og krefst úr-
lausna hið bráðasta, heldur er einnig
verið að fjalla um lausn vandans til lengri
tíma.
Við gerð kjarasamninga á nokkrum
síðustu misserum hefur verkalýðshreyf-
ingin tekið fullt tillit til þess samdráttar í
aflabrögðum sem vísindamenn hafa talið
fyrirsjáanlegan á hverjum tíma. Verka-
fólk hefur þannig tekið á sig þá kjara-
skerðingu sem af aflasamdrættinum hef-
ur leitt. Það hefði því ekki átt að þurfa að
verða slíkur atvinnusamdráttur sem orð-
ið hefur ef stjórnvöld og atvinnurekendur
hefðu nýtt þau góðu skilyrði sem sköp-
uðust eftir að tókst að ná verðbólgunni
niður, jafnvel niður fyrir þá verðbólgu
sem verið hefur á sama tíma í aðal við-
skiptalöndum okkar.
Og nú þegar einnig hefur tekist að ná
vaxtastiginu í landinu svo verulega niður
sem raun er á orðin, þó að betur eigi að
vera hægt að gera, verður ekki annað
séð en að aðeins vanti stefnumótun af
hálfu stjórnvalda til þess að snúa vörn í
sókn.
Það kom enda fram í ræðu Þórðar
Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar, á Iðnþingi þann 25. mars síðastlið-
inn að hann teldi að nú væri „sögulegt
tækifæri til að snúa vörn í sókn“.
Flann sagði einnig: „Skilyrði til iðnþró-
unar eru einstaklega góð um þessar
mundir, bæði inn á við og út á við.“ Það
ér því brýnt við þessar aðstæður að
verkalýðsfélögin noti samtakamátt
starfsgreinasambanda og heildarsam-
taka sinna til þess að knýja á stjórnvöld
um að þau sýni framtak og frumkvæði í
atvinnusköpun. Þegar ég tala um at-
vinnusköpun á ég ekki við einhverjar
bráðabirgðaúrlausnir á atvinnuleysis-
vandanum eða sérstök tímabundin
átaksverkefni. Ég á við framtíðarupp-
byggingu atvinnulífsins sem skapi öllu
þjóðfélaginu arð og geti aukið kaupmátt
launa í landinu til lengri tíma.
Og eins og forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar sagði, er lagið einmitt núna til að
hrinda slíku í framkvæmd vegna hag-
stæðra efnahagslegra skilyrða. Það er
við þær aðstæður sem mikilvægt er að
við notum sameinaðan mátt starfs-
greinasambandanna til að þrýsta á
stjórnvöld um framkvæmdir, enda eigum
við inni fyrirheit í þeim efnum frá gerð
nokkurra síðustu kjarasamninga.
Benedikt Davíðsson
VINNAN