Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Síða 4

Vinnan - 01.04.1994, Síða 4
4 25% hækkun lífeyrisréttinda hjó Sameinaéa lífeyrissjóénum Úttekt á lífeyrissjóöum byginga- manna og málm- og skipasmiða, sem voru sameinaöir í fyrra, sýnir ákaflega sterka stöðu þeirra. Eink- um er staða lífeyrissjóðs fyrrum Málm- og skipasmiðasambands íslands sterk og á aðalfundi Samneinaða lífeyrissjóðsins í mars var ákveðið að hækka allar bætur úr málmiðnaðardeild sjóðsins og réttindi sem menn höfðu unnið sér inn fram til 1. júní 1992 um 25 prósent. Sams konar úttekt á lífeyrissjóði bygginga- manna sýnir að á sama hátt hefði mátt hækka bætur úr honum og á- vinning lífeyrisréttinda um eitt prósent en ákveðið var að halda þeim óbreyttum. — Þetta sýnir að sá hræðsluáróður gegn lífeyrissjóðum stéttarfélaganna, sem Versl- unarráð hefur meðal annars staðið fyrir, er marklaus. Kjarni málsins er sá að staða flestra lífeyrissjóða er sterk og þeir eiga fyrir skuldbindingum. Vitanlega eru til litlir sjóðir sem standa illa en það er alls ekki rétt að líf- eyrissjóðimir séu almennt á hvínandi hausn- um, segir Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, í samtali við Vinnuna. Astæða traustrar stöðu þessara tveggja líf- eyrissjóða er að sögn Jóhannesar sú að fé þeirra hefur verið tiltölulega vel ávaxtað og rekstrarkostnaður lítill. Misjafnlega góða stöðu sjóðanna rekja menn hins vegar til þess að sjóður Málm- og skipasmiða var stofnaður árið 1970, eða nokkru síðar en sjóður byggingamanna. Hann brann því á verðbólgubáli nokkru lengur en málmiðnaðarsjóðuri nn og geldur þess enn þann dag í dag. Sameinaði lífeyrissjóðurinn tók til starfa 1. júní 1992. Fyrst í stað starfaði hann í þremur deildum, í svonefndri S-deild sem hóf að taka við iðgjöldum við sameininguna, M-deiId og B-deild. Tvær síðastnefndu deildimar sáu um að mkka inn iðgjöld sem voru í vanskilum frá því fyrir 1. júní. Tíminn fram til síðustu áramóta var einnig notaður til að fara yfir eignir og skuldbindingar sjóð- anna og í lok síðasta árs var gerð á þeim tryggingafræðileg úttekt og nú hefur endan- leg sameining lífeyrissjóðanna farið fram. Eftir þann tíma er allur sá lífeyrisrétmr sem menn vinna sér inn jafn, hvort sem menn em byggingamenn eða málmiðnaðarmenn. Við sameiningu lífeyrissjóðanna fækkar stöðugildum úr níu hjá gömlu sjóðunum tveimur, niður í sjö hjá nýja sjóðnum. Þessu verður náð fram annars vegar með uppsögn en hins vegar með því að fólk minnkar við sig vinnu. þessu ári verður sagt upp tveimur starfsmönnum sem unnu hjá gömlu sjóðun- um. — Slíkt er að sjálfsögðu aldrei auðvelt og þetta gerist ekkert öðmvísi hjá okkur en ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Þegar farið var af stað með sameininguna var hagræðing yfir- lýst markmið hennar. Hún næst fram með því að minnka húsrými og draga úr tölvukostnaði, og því miður verður einnig að fækka starfsfólki, segir Jóhannes Siggeirs- son, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins. JltogtntÞlaMfe - kjarni málsins! VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.