Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 6
6 Kröftug mótmæli gegn ferðaskatti á starfsfólk Skattur vegna ókeypis flutnings í og úr vinnu rýrir kjör starfsfólks Allir starfsmenn álversins í Straums- vík, Járnblendifélagsins á Grundar- tanga og Áburðarverksmiöjunnar í Gufunesi, sem nýta sér frían akstur í og úr vinnu, hafa skrifað undir mót- mæli við nýrri reglu ríkisskattstjóra um að þessi flutningur skuli skatt- lagður að fullu. Mótmælin hafa verið kynnt alþingismönnum Reykjaness, Vesturlands og Reykjavíkur. Vinnu- veitendasambandið og Alþýðusam- bandið standa í viðræðum við fjár- málaráðuneytið um að þessari reglu verði breytt. Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendifé- lagsins, hefur tilkynnt fjármálaráðuneytinu að hann hyggist ekki innheimta staðgreiðslu af þessum flutningi starfsmanna. I álverinu hefur yfirstjóm fyrirtækisins hins vegar til- kynnt að innheimta á staðgreiðslu vegna þessa skatts sé hafin. Ríkisskattstjóri segist byggja hertar reglur um aksturshlunnindi á heimild sem komi fram í umsögn frá umboðsmanni Alþingis, eins og kemur fram í síðasta tölublaði Vinn- unnar. Þar er einnig haft eftir Láru V. Júlíus- dóttur, framkvæmdastjóra Alþýðusambands- ins, að þetta standist ekki stjómarskrána því löggjafarvaldið sé hjá Alþingi en ekki ríkis- skattstjóra. Upphafs þess að reglumar vom hertar er Með morgunverði, sem eftirréttur, eða bara...bara.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.