Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 8
8 fram sem rök í máli sínu gagnvart umboðs- manni Alþingis að mönnum væri mismunað á þann hátt að þeir sem kæmu til vinnu í rút- um þyrftu ekki að greiða skatt af því meðan hinir sem kæmu á eigin bílum væm mkkaðir um skatt af aksturskostnaðinum. Viðbrögð skattstjóra vom þau að hann lagaði misréttið með því að ganga á hagsmuni þeirra sem áður nutu hlunninda að þessu leyti í stað þess að bæta kjör þeirra sem áður báru skarðan hlut frá borði. Trúnaðarráð verkalýðsfélaganna hjá ISAL átti fmmkvæði að því að gripið var til mótmæla gegn þessari nýju skattheimtu og höfð voru samráð við starfsmenn Járn- blendifélagsins á Grundartanga, Aburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis vegna starfsmanna hjá Islenskum aðalverk- tökum og annarra sem sækja vinnu á Kefla- víkurflugvelli. Þá hefur Vinnan fregnir af því að víða um land, þar sem starfsmenn fá frían akstur í og úr vinnu, sé verið að huga að því hvernig koma megi mótmælum á framfæri. Málið skiptir þetta fólk talsverðu því hér er um að ræða 12-1500 krónur sem bætast við skattskyldar tekjur fólks í hverjum mán- uði eða 14 -22 þúsund krónur á ári. I bréfi trúnaðarráðs verkalýðsfélaganna, íseja .þktgmöpnunarií viaí kýflnk.se^e meðal annars að þessar hertu skattreglur komi fyrst og fremst niður á starfsfólki stórra fyrirtækja í útjörðum byggða eða fyrir utan þær. Þess- um fyrirtækjum sé nauðsyn á að geta fengið starfsfólk vrða að á stórum íbúðarsvæðum og það sé hagur þeirra að sjá fólkinu fyrir fríum ferðum í og úr vinnu til að tryggja ör- ugga mætingu. Þá er á það bent að fólk sé flutt í og úr vinnu í vinnutíma en mæti það ekki tíman- lega þar sem rúturnar stansa þurfi það að koma sér í vinnu á eigin kostnað og dregið sé af launum þess mæti það ekki á réttum tíma. Skatturinn hækkar stöbugt — Um þetta hefur verið samið í kjara- samningum áratugum saman. I síðustu þrennum samningum hefur launafólk samið um ekki neitt, eins og kunnugt er, til að stuðla að stöðugleika og styrkja atvinnu- reksturinn. En skattaprósentan hefur hækkað úr 35,2% árið 1988 í 41,8% nú, auk þess sem farið er að skattleggja frítt fæði og nú fríar ferðir, segir Gylfi Ingvarsson, aðaltrún- aðarmaður starfsmanna í Straumsvík, í sam- tali við Vinnuna. Gylfi hefur fengið þær upplýsingar frá ÍSAL að um 50 milljónir króna kosti að djyjtjajstarfsmenn í pg úr vinnu á ári og að skatturinn á starfsmenn yrði í ár sjö milljón- ir. Samið er við ákveðið fyrirtæki um þessa flutninga og að sjálfsögðu greiðir það skatta af-tekjum sínum. Ef allir starfsmenn ISALs færu í vinnuna á eigin vegum bættust um 500 bflar í umferðina og ríkið yrði af þeim tekjum sem það hefur nú frá þeim sem sér um aksturinn, auk þess sem slysahætta og mengun ykjust í réttu hlutfalli. — Ef þessi skattlagning verður ekki af- numin með lagabreytingu verður ekki hægt að ljúka næstu kjarasamningum án þess að samið verði um lagfæringu vegna þessa skatts, segir Gylfi Ingvarsson. Áhrifin af þessari nýju skattheimtu ríkis- ins skýrist ágætlega með dæmi af desem- bergreiðslu og orlofsgreiðslu sem allir starfsmenn ISALs fá. Þær námu rúmum 70 þúsund krónum á hvern starfsmann árið 1988 en frá því drógust tæpar 25 þúsund krónur í skatt þannig að eftir voru 45.600 krónur. Nú nema þessar greiðslur rúmum 94 þúsund krónum; skatturinn er tæpar 40 þús- undir, 16 þúsundir króna eru dregnar frá vegna frís fæðis og 14 þúsundir á að draga frá vegna frírra ferða. Þá em eftir tæpar 25 þúsund krónur eða 20 þúsund krónum minna en árið 1988 þegar þessar greiðslur vom mun lægri en þær em nú. Aukin verðsamkeppni -lægra vöruverð Berð þú saman vöruverð þegar þú ferð í verslun? Fylgist þú með að verðmerkingar séu í lagi? Árvekni neytenda erforsenda virkrar samkeppni. Leggðu þitt af mörkum! fFíff'E:.,: Samkeppnisstofnun VINNAN /

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.