Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 16

Vinnan - 01.04.1994, Side 16
Eitt hið erfiðasta starf sem hægt er að takast á hendur, segir Guámundur J. Guámundsson um formennsku í Verkamannasambandi Islands: Ofaglært verkafólk á alltaf undir högg a& sækja Guömundur J. Guömundsson var formaður Verkamannasambandsins 1975-1991 eöa í 16 viðburðarík ár. Guðmundur átti þátt í undirbúningi að stofnun sambandsins en sat ekki í stjórn þess fyrr en hann tók sæti formanns þess áriðl 975. Hann seg- ist ekki hafa setið stofnþing þess vegna þess að þá hafi hann verið léttmatrós á skipi sem var að sækja salt til Ítalíu. Áður en Verkamannasambandið var stofnað hafði lengi staðið til að breyta skipulagi ASÍ og byggja það upp eftir starfsgreinum í stað starfsmenntunar. Það var m.a. reynt til þrautar áriðl948 en þá náðist ekki samkomulag um málið. — Eftir það var farið út í að stofna þessi sérsambönd og ætli Verkamannasambandið hafi ekki verið stofnað einna fyrst þeirra, næst á eftir Sjómannasambandinu. Ég man að ég var með í undirbúningi og sat nokkra fundi en var aldrei í stjórn Verkamannasam- bandsins fyrr en ég kom inn sem formaður eftir að Eðvarð Sigurðsson hafði látið af störfum sökum heilsubrests, segir Guð- mundur. — VMSÍ var stofnað árið 1964. Það var sögulegt ár því að þá voru nýgerðir kjara- samningar undir foijstu Eðvarðs við ríkis- stjóm Olafs Thors. I þeim fólst að lög voru sett til að berja niður verðbólguna og voru verkföll og kauphækkanir bönnuð og laun vísitölutryggð. Samningarnir höfðu náðst eftir þrjú verkföll árið 1963. í þeim fólst jafnframt að húsnæðislán voru hækkuð verulega, m.a. með fjármagni frá Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þá var lagður á launa- skattur og aðstöðugjald sem einnig rann til húsnæðismála. Þetta varð til þess að hundruð manna, sem ekki áttu áður kost á lánum né höfðu haft efni á að byggja, öðl- uðust nú rétt til og fengu lán frá Húsnæðis- málastjórn. f framhaldinu voru byggðar 1250 íbúðir í Breiðholtinu. Þetta samkomulag tók að leysast upp árið 1965. Þá varð jafnframt illu heilli klofning- ur innan VMSÍ milli Dagsbrúnar og Eining- Eftir Stefán ✓ Asgrímsson ar á Akureyri. Við í Dagsbrún vildum fá fram 44 stunda vinnuviku en þá var laugar- dagurinn enn virkur dagur. Eining, undir forystu Bjöms Jónssonar, samdi á eigin veg- um um eitthvað hærra en við fengum en laugardagurinn var áfram inni hjá þeim. Við náðum hins vegar 44 stunda vinnuviku og laugardagsfríi. Þetta var ákaflega sárt því að bræður börðust, og því sárara sem þetta var mjög sigursælt sumar. Það greri seint um heilt milli félaganna eftir þetta. Flestum finnst það nú fráleitt að vinna á laugardögum en að fá laugardagsfríðið var harðsótt og kostaði gífurleg átök. Þannig var það ekki fyrr en 1971 að laugardagurinn varð lögboðinn frídagur. Atvinnuleysisárin upp úr 1968 Guðmundur minnist síðan atvinnuleysis- áranna 1968 og 1969 en þá voru hátt á átt- unda hundrað Dagsbrúnarmanna atvinnu- lausir eða litlu fleiri en nú í vetur. — Þá var hins vegar ástandið annað í grannlöndunum og um fjögur þúsund manns flutti þangað í atvinnuleit, aðallega til Sví- þjóðar, og fór beint í vinnu þar. Atvinnu- leysið hér var svona mikið þrátt fyrir að þá stæði yfir bygging álversins í Straumsvík og virkjunarframkvæmdir við Búrfell. Það vora einkum iðnaðarmenn sem fyrst fóru til Sví- þjóðar og fleiri Norðurlanda en verkamenn fylgdu í kjölfarið. Árin upp úr 1968 voru mjög erfið í atvinnulegu tilliti og það fór helst að rofa til árin 1971-74. Yfirvinnubannið 1977 Formennska í VMSI var alla tíð erfið og sannleikurinn er sá að það er mjög harðsótt að stýra landssamtökum ófaglærðs fólks því að það er alltaf á lægstu laununum og rétt- indasnauðast. Baráttan fyrir það er gífurlega erfið. Þannig voru samningarnir 1976 mjög erfiðir því þá var að venju verið að krukka í laun verkafólks. Árið 1977 var allt á suðu- marki og þá hélt Bjöm Jónsson, þáverandi forseti ASI, fræga 1. maí ræðu þar sem hann boðaði yfirvinnubann. Um yfirvinnubann hafði þá ekkert verið fjallað í hreyfingunni, hvað þá í Verkamannasambandinu, og menn ráku því upp stór augu. Þessu var hins vegar hlýtt og yfirvinnubannið gekk eftir. Síðan fylgdi allsherjarverkfall.í kjölfarið voru síð- an gerðir einir farsælustu samningar sem gerðir hafa verið. Verulegar kjarabætur náð- ust í þeim sem því miður fengu ekki að standa lengi því að strax upp úr áramótun- um 1978 tók ríkisstjóm Geirs Hallgrímsson- ar að skerða launin sem náðst höfðu með samningunum 1977, m.a. með því að opin- ber þjónusta var skorin niður. Því miður voru skoðanir manna innan verkalýðshreyf- ingarinnar á því hvernig bregðast skyldi við afar sundurleitar. — Verkamannasambandið brást hins vegar þannig við að það setti á útflutnings- VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.