Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 17

Vinnan - 01.04.1994, Side 17
GuðmundurJ. Guðmundsson: Það var dálítið spaugilegt að sjá alla helstu útvegsmenn og stóifursta landsins verða hér heimaganga við að sœkja um útflutningsleyfi fyrir nokkrum hundruðum tonna affiski eða þorskhausum. bann. Ekkert mátti flytja út úr landinu nema með leyfi Verkamannasambandsins. Þetta hélt yfirleitt alls staðar á landinu nema að Vestfirðir og Suðurnes skáru sig úr. Öll frystihús fylltust því að afli var góður á þessum tíma. Þeir sem vildu flytja út urðu að koma hingað á skrifstofu VMSÍ til að fá leyfi til útflutnings hjá okkur og ég veitti mönnum takmörkuð leyfi þegar allar geymslur voru fullar. Hér voru iðulega allir gangar fullir af útflytjendum sem voru að sækja um útflutningsleyfi. Eg vil ekki segja að við höfum átt sér- stakar unaðsstundir þessa daga. Það var hins vegar dálítið spaugilegt að sjá alla helstu út- vegsmenn og stórfursta landsins verða hér heimaganga við að sækja um útflutnings- leyfi fyrir nokkrum hundruðum tonna af fiski eða þorskhausum. Allir fengu þó ein- hverja úrlausn sem hingað komu.en þeir gátu fengið að flytja allt út ef fulltrúar þeirra gengju til samninga. Atvinnurekend- ur náðu á hinn bóginn ekki samstöðu í eigin röðum. Þeir fengust ekki að samningaborð- inu og hjá þeim kom upp hugmynd um að setja verkbann á verkafólk. Það náði þó ekki fram að ganga. Allt varð þetta til þess að vekja upp mikla reiði í fólki sem síðar leiddi til þess að ríkisstjórnin féll og Geir Hallgrímsson varð að segja af sér. Guðmundur segir að sér sé einna minnis- stæðast frá formannstíma sínum þegar fisk- vinnslufólk fékk fastráðningarsamninga. — Aður var algengt að heyra auglýst í útvarpi að verkafólki, sem búið var kannski að vinna í áratugi hjá sama fyrirtæki, var sagt að það gæti setið heima á morgun þar sem engin vinna yrði í frystihúsinu. Fisk- vinnslufólk hafði engan uppsagnarfrest. Þó þótti sumum atvinnurekendum fastráðning- in vera hin mesta óhæfa og börðust hart gegn henni. Þá var komið á starfsmenntunarnám- skeiðum fyrir fiskvinnslufólk að tillögu Jóns Kjartanssonar í Vestmannaeyjum. Þau voru ákaflega merkt framfara- og menning- armál sem því miður hefur ekki verið nægi- lega vel fylgt eftir með framhaldsnámskeið- um eins og ætlunin var. Um þessi námskeið tókst mjög merkilegt samstarf. Þau voru haldin í vinnutíma og juku á stéttarvitund starfsfólksins. Hið merkilega var að at- vinnurekendur viðurkenndu síðar að nám- skeiðin hefðu bætt starfsanda og ekki síður aukið á vöruvöndun og þar með bætt sölu- möguleika íslenskra sjávarafurða þegar hægt var að auglýsa að á Islandi starfaði að- eins sérmenntað fólk við framleiðsluna. Allt fiskvinnslufólk, yfir- og undirmenn, sótti þessi námskeið og kennt var fjölmargt sem laut að umgengni við hráefni í matvæli. Þá var mannlegi þátturinn ekki skilinn út- undan heldur fjallaði hluti þeirra um mann- leg samskipti, sem ekki var síður mikilvægt. Þannig segir sagan að konu nokkurri, sem hafði unnið lengi í fiskvinnslu, hafi orðið svo mikið um eftir eitt námskeiðið þegar verkstjórinn bauð góðan daginn, að það steinleið yfir hana. Formennska í VMSI erilsöm — Formennskutíminn var ákaflega anna- samur því það að gæta réttinda verkafólks er eitt hið þungsóttasta starf sem til er — fólks sem ekki er sérmenntað. Nái það ein- hverjum kjara- og réttindabótum er það vaninn að allir fá þær. Þótt fáeinna prósenta hækkun gefi láglaunamanni ekki margar krónur í launaumslagið þá gefur sama pró- sentuhækkun hálaunamanninum vænar upp- hæðir. Sem formaður VMSI þurfti ég að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og ýmsum deilumálum sem upp komu á vinnustöðum um allt land. Þannig þurfti ég oft að fást við mál sem upp komu við byggingu stóru virkjananna við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyj- arfoss og víðar. Þar komu við sögu bæði júgóslavneskir og sænskir verktakar og starfsmenn þeirra sem voru vægast sagt misjafnir í mannlegum samskiptum. Þá hef ég farið æði marga hringi í kring um landið á formennskutíma mínum til þess að fást við ýmis kjaramál, sérsamninga og vinnu- staðamál sem upp komu. — Það sem upp úr stendur á mínum ferli finnst mér vera fastráðning fiskvinnslufólks, útflutningsbannið og fiskvinnslunámskeiðin og vinnuvélanámskeiðin áður. Fiskvinnslu- námskeiðunum var komið á í sjávarútvegs- ráðherratíð Halldórs Asgrímssonar sem var ákaflega jákvæður í garð þeirra. Eg minnist þess þó að tilfinningar margs verkafólks voru blendnar varðandi þau. Þannig man ég VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.