Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 22
22
Karitas Pálsdóttir, formaáur
deildar fiskvinnslunnar:
Gríðarlegt átak
í starfsmenntun
— Stærstu framfaramálin sem deild
fiskvinnslunnar hefur unnið að eru að
mínu viti fiskvinnslunámskeiðin og
nýja bónuskerfið, segir Karitas Páls-
dóttir á Isafirði, formaður deildarinn-
ar.
— En vandamálin sem við blasa nú
eru að sjálfsögðu síminnkandi þorskkvót-
ar, fiskvinnsla úti á sjó og flutningur á
óunnum fiski til útlanda. Þetta veldur því
að atvinnuöryggi fólks er stefnt í tvísýnu
og hefur jafnframt grafið undan fast-
launasamningunum frá 1974 þannig að
þeir veita ekki það atvinnuöryggi sem
þeim var ætlað, segir Karitas.
Hún hefur verið í stjórn deildarinnar
frá upphafi en hefur nú tekið við for-
mennsku af Snæ Karlssyni. Hvernig
finnst henni að til hafi tekist þegar hún
lítur um öxl og hugleiðir markmiðin sem
sett voru í upphafi?
— Það er ekki mitt að segja um það;
eflaust finnst mörgum að við höfum gert
alltof lítið. Að sumu leyti held ég þó að
þetta hafi gengið ágætlega en á hinn bóg-
inn erum við að mínu viti komin inn á
hættulega braut með því að skipta okkur
svona niður í hópa. Við erum komin með
svo flókið launakerfi að það er orðin
spurning um hvenær á að stokka upp.
Við höfum vitanlega komið að öllum
samningamálum þessi árin og nýja bónus-
kerfið var mjög til bóta þegar það tók við
af hripleku einstaklingsbónuskerfinu. Eg
tel einnig að gríðarlegt átak hafi verið
gert í menntunarmálum. Fiskveiðinám-
Karítas Pálsdóttir: Launakerfið er orðið ívo
flókið að það er orðin spurning um hvenœr á
að stokka það upp.
skeið sjávarútvegsráðuneytisins hófust
vorið 1988 og síðan hafa um 9000 manns
sótt þau. Verkamannasambandið hefur
alla tíð átt fulltrúa í starfsfræðslunefnd
ráðuneytisins og verkamannafélögin hafa
séð um framkvæmd námskeiðanna í sam-
vinnu við starfsmann ráðuneytisins hvert
á sínum stað, nema hér á Vestfjörðum þar
sem Alþýðusamband Vestfjarða hefur
annast framkvæmdina, segir Karitas.
Frá því deild fiskvinnslufólks var
stofnuð hafa verið haldnir nokkrir fundir
fyrir starfsfólk í fiskvinnslu og fyrir
tveimur árum var efnt til ráðstefnu fyrir
fulltrúa úr öllum félögum Verkamanna-
sambandsins sem vinna í fiskvinnslunni.
Þar voru fluttir fyrirlestrar og fólk tjáði
sig um ýmsa vankanta á launakerfinu og
sérmál sem snúa eingöngu að fiskvinnslu-
fólki.
— Það er náttúrlega þetta fólk sem
þarf að hittast og ræða hlutina, fólkið sem
hefur vit á þessum hlutum, og þessir
fundir hafa þjappað því saman, segir Kar-
itas Pálsdóttir.
Nú vinna stjórnarmenn deildar fisk-
vinnslufólks að viðamikilli könnun í fisk-
vinnsluhúsum víða á landinu. Verið er að
safna saman upplýsingum um meðalstærð
fiska, hve mikið er unnið og í hvaða
pakkningar, meðalnýtingu og hver hluta-
skiptin verða. Þessari könnun á að vera
lokið fyrir haustið og ætlunin er að leggja
niðurstöður hennar fram á ráðstefnu í
haust.
— Akveðið var að athuga þessi mál
vegna þess að margir telja að fiskurinn
hafi breyst frá því nýja hlutaskiptakerfið
var tekið upp og forsendur þess voru
byggðar á gömlum stöðlum um stærð og
ástand fisksins. Fólk telur að núorðið sé
meira af ormi í fiskinum og hann sé
miklu minni en hann var; vinnuaðstæður
séu ekki eins á öllum stöðum og launa-
munur eftir svæðum. Það er komin upp
ákveðin tortryggni út í þetta kerfi og með
þessu erum við meðal annars að kort-
leggja hvernig þessi atriði eru í raun og
veru, segir Karitas Pálsdóttir, formaður
deildar fiskvinnslufólks, í samtali við
Vinnuna.
MtwSSr
A
Gerum
hreint í
umferðinni!
BIFREIÐASKOÐUN ISLANDS HF
VINNAN