Vinnan - 01.04.1994, Side 26
26
Það var kuldalega staðið
áb stofnun Jökuls
Skinnið fellur þétt að beinum; hold-
grannur, svipsterkur, einbeittur, eilítið
hokinn veður hann áfram upp í vind-
inn. Göngugarpur, náttúruskoðari.
Benedikt Þorsteinsson, fyrsti formað-
ur verkalýðsfélagsins Jökuls, formað-
ur í 27 ár frá stofnun félagsins 1942
fram til ársins 1969.
,,Það var kuldalega staðið að stofnun
Jökuls, það verður að segjast eins
og er. Félagið ber því nafn með rentu
í fleiri en einum skilningi," segir
Benedikt og horfir til jöklanna sem
umkringja Höfn.
„Um annað var hins vegar ekki að
ræða. Hérvarfyrir verkalýðsfélag,
Atvinnufélag Hafnarverkalýðs, stofn-
að 1929, en það var bitlaust vegna
þess að Jón ívarsson kaupfélags-
stjóri var í félaginu og aðstoðarmaður
hans, Björn Guðmundsson, var í
stjórn félagsins. Formaður félagsins,
Benedikt Steinsson, var þeim hand-
genginn. Það var augljóst að þetta
gat ekki gengið.
Okkur kom saman um það nokkrum að
það eina sem hægt væri að gera væri að leysa
félagið upp með einhverjum hætti og stofna
nýtt. Aðalfundur hafði verið boðaður í janú-
arbyrjun 1942. Við létum það berast manna á
milli að rétt væri að skila auðu við stjómar-
kjör. Orðið var látið ganga til allra nema for-
mannsins — og að sjálfsögðu ekki til þeirra
Jóns og Björns.“ Benedikt segir hægt og
skipulega frá, stendur af og til upp, rótar í
Rætt við Benedikt
Þorsteinsson,
fyrsta formann
Verkalýðs-
félagsins Jökuls
gömlu skrifborði, gluggar í gamlar, hand-
skrifaðar fundargerðir; nákvæmur, vandvirk-
ur: Skaftfellingurinn leynir sér ekki í honum.
Kvaðst hafa mál að flytja
„Kvöldið fyrir umræddan aðalfund boð-
aði Björn stjómina heim til sín og auglýsti
eftir málum sem menn ætluðu að leggja fyrir
fundinn. Eg var í stjóminni, kvaðst hafa mál
að flytja en neitaði að segja hvert máiið
væri.“
Hér þagnar Benedikt og hugsar sig um,
Eftir
Baldur
Kristjánsson
heldur siðan áfram: „Það er óhætt að segja að
plottið hafi gengið eftir. Við stjórnarkjör
voru allir seðlar auðir nema þrír. Jón Ivars-
son sætti sig ekki við þetta, krafðist þess að
kosið yrði aftur og enn fór á sömu leið.“
„í samræmi við það sem fyrirfram hafði
verið ákveðið kvaddi ég mér hljóðs og bar
upp tillögu um að félagið yrði leyst upp. Um-
ræður urðu heitar. Jón lét bóka að hann teldi
það ólöglegt og áskildi sér rétt til að leita
landslaga. Ég var hins vegar búinn að ræða
þetta mál við Jón Sigurðsson hjá ASI og
hann hafði talið þetta einu færu leiðina í
stöðunni; að leysa félagið upp og stofna nýtt.
En eftir miklar umræður var tillaga mín borin
undir atkvæði, að viðhöfðu nafnakalli, og
samþykkt með 34 atkvæðum gegn 3. Fjórir
greiddu ekki atkvæði.
Eftir nokkurt þref gengu allir fundarmenn
— nema þrír — af fundi, út í bamaskóla þar
sem nýtt félag var stofnað. A stofnfundinum
voru 39. A honum ríkti einhugur og bjart-
sýni. Við gengum strax í ASI en það var
einmitt 1942 sem sósíalistar náðu yfirhönd-
inni á ASI-þingi og hreyfingin var slitin úr
tengslum við Alþýðuflokkinn.“
Jón Ivarsson kærður
„það var þungt í Jóni út af þessu lengi vel
og ekki bætti framhaldið úr skák. Um ára-
mótin 1942-3 voru sett lög sem settu verðlag
og kaupgjald fast. Jón Ivarsson sat þá á Al-
þingi. Fljótlega eftir áramótin urðum við vör
við það að kol og ýmsar matvörur einnig
fóm að hækka hér í kaupfélaginu. Jón ívars-
son bar því við að flutningskostnaður á kolin,
sem flutt voru frá Norðfirði, hefði valdið
hækkun þeirra. Við sendum upplýsingar um
þessar hækkanir til Alþýðusambandsins sem
lagði síðan fram kæru á hendur Jóni ívars-
syni fyrir ólöglegt vöruverð. Daginn eftir var
málið tekið fyrir á Alþingi. Málið var lagt
VINNAN