Vinnan - 01.04.1994, Side 28
28
Gu&ríSur Elíasdóttir:
Atvinnuleysi er þjóðarböl
sem bægia ver&ur fró með
öllum tiltækum róóum
Hef ekki fundi& fyrir því aö það væri litið öðruvísi á mig innan
verkalýðshreyfingarinnar vegna þess að ég er kona
— Alveg frá því aö ég fór aö hafa
vit hef ég verið heilluö af verkalýös-
málum og jafnaðarstefnunni en
þetta tvennt er nátengt í mínum
huga, segir Guðríður Elíasdóttir,
formaður Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Hún er
lengi búin að vera í forystufylkingu
verkalýðshreyfingarinnar. Meðal
annars gegndi hún fyrst kvenna
embætti fyrsta varaforseta Alþýðu-
sambands íslands.
Guðríður er fædd og uppalin á Akranesi,
þar sem hún bjó jafnframt sín fyrstu hjú-
skaparár.
— Akranes var á þessum árum svo-
nefndur „kratabær“ þannig að það er ef til
vill ekki að undra þótt jafnaðarstefnan hafi
orðið mér snemma hugleikin. Að því leyt-
inu var ekki mikil breyting fyrir mig að
koma hingað til Hafnarfjarðar árið 1945,
segir Guðríður, en Hafnarfjörður hefur ver-
ið og verður víst að teljast enn eitt höfuð-
vígi jafnaðarstefnunnar hér á landi.
Guðríður hóf störf við ræstingar þegar
til Hafnarfjarðar var komið, í Lækjarskóla,
og því starfi sinnti hún í eina sjö vetur.
— Ég gekk þá þegar í Framtíðina og var
þar frekar virk. Arið 1949 var ég beðin um
MYLLAN
Kveöja til
verkafólks
1. maí
að taka við gjaldkerastarfinu til bráða-
birgða en það varð tuttugu og eitt ár. Allt er
þetta meira og minna tilviljunum háð, segir
Guðríður sem tók við formennsku í félag-
inu árið 1967. Jafnframt hefur hún verið í
framkvæmdastjóm Verkamannasambands-
ins til fjölda ára og gegndi að auki stöðu
fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins
næstliðið kjörtímabil.
Eftir
Ragnar
Karlsson
Guðríður vill ekki gera mikið úr því að
hún hafi verið fyrsta konan sem kjörin var
til varaforseta innnan Alþýðusambandsins.
Aðspurð segir hún að sér hafi þótt dálítið
freistandi að taka þeirri áskorun af þeim
sökum að kona hafði ekki áður komist til
slíkra metorða innan sambandsins.
— Mér fannst þetta vera ákveðinn
stökkpallur fyrir konur innan ASI og ég er
þess fullviss að konum verður ekki boðið
upp á annað en að þær fái að halda sæti
fyrsta varaforseta.
Kynferði ekki konum
fjötur um fót
Guðríður segist vera tiltölulega ánægð
með stöðu kvenna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, enda hafi mikið áunnist á síð-
ustu árum við að rétta hlut kvenna.
— Það er allt annað að sjá samsetningu
miðstjómar ASÍ í dag en var fyrir fáeinum
árum. Lengi vel vorum við aðeins tvær
konurnar sem áttum sæti í miðstjórninni. I
dag erum við allnokkrar sem sitjum þar.
Því er oft haldið fram að karlmenn haldi
kvenfólki til baka í félagsstarfi. Hefur þú
fundið fyrir þessu á vettvangi verkalýðs-
hreyfingarinnar?
— Nei, að minnsta kosti ekki í seinni.
Ég hef ekki getað merkt að ég væri litin
öðrum augum af því að ég er kona. Það
hefur verið dásamlegt að vinna með öllum
í miðstjóminni. Það sem við konur viljum
koma áfram getum við en það verður auð-
vitað að hafa fyrir því, eins og reyndar öll-
um örðum málum. Hitt er annað mál að
karlmenn innan verkalýðshreyfingarinnar
hefðu oft mátt vera konum hliðhollari, sér-
staklega hér áður fyrr, segir Guðríður.
Eru þá einhver rök sem mæla með því
að halda kynjunum aðskildum í verka-
kvennafélögum og verkamannafélögum
eins og reyndin er í Hafnarfirði?
— Ég hef ekkert verið á móti því að fé-
lögin sameinist. An efa verður það reyndin
í náninni framtíð að kvenna- og karlafélög
sameinist. Þess má geta að síðastliðið haust
fór Verkamannafélagið Hlíf fram á það við
okkur að hafnar yrðu viðræður um samein-
ingu félaganna. Við samþykktum að ganga
til viðræðna við Hlífarmenn á síðasta aðal-
fundi en það er skammt um liðið þannig að
úr frekari ráðagerðum hefur ekki orðið enn
sem komið er. Ég vil taka það fram að
samstarf félaganna hefur ávallt verið með
ágætum.
Jafnvel þó að ekki sé um nein sérstök
kvenna- og karlamál að ræða innan verka-
lýðshreyfingarinnar held ég að starf
kvennafélaganna sé méð dálítið ólíku sniði
en gengur og gerist innan karlafélaganna.
Þessi mismunur í starfsháttum var mun
ljósari hér á árum áður. Svo ég taki Fram-
tíðina sem dæmi þá fór fram á vegum fé-
lagsins ýmis starfsemi sem ekki tíðkaðist
hjá körlunum. Hér var boðið upp á marg-
víslegar skemmtanir, basara og kaffikvöld
sem mikið og óeigingjarnt starf fór í að
undirbúa.
Af einstökum málum felst þó sérstaða
Framtíðarinnar í stofnun og rekstri bama-
heimilisins á Hörðuvöllum sem var
nýlunda í bænum á þeim tíma. Ég er alltaf
stolt af því fyrir hönd félagsins að þetta
skuli hafa verið gert af þeim takmörkuðu
efnum sem þá voru. Framtíðin rak þetta
heimili í mörg ár án þess að bærinn legði
nokkuð af mörkum á móti. Formlega séð á
félagið dagheimilið en bærinn hefur tekið
að sér reksturinn. Þar eru nú milli fjörutíu
og fimmtíu böm, segir Guðríður.
— Þegar maður lítur til baka er ótrúlegt
VINNAN