Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 34
34 Dagbjört Gubmundsdóttir, leikskólanum viS Lönguhóla "Ahuga- leysi háir hreyfingunni" „Þetta er góður vinnustaður. Ég hef áður unnið við saltfiskverkun og við aðra fiskvinnslu og í verslun en ég kann einna best við mig hér. Það er þroskandi að vinna með bömum. Sannarlega ekki erfitt. Togar ein- hvern veginn í það góða í manni. Þetta ættu allir að prófa. Ég sé ekki eftir því að hafa breytt um frá salt- fiskverkuninni. Mér finnst lífskjörin hafa legið heldur niður á við. Verkalýðsbarátt- an mætti vera beittari. Ahugaleysi háir að vísu hreyfingunni. Fólkið mætti standa betur að baki forystu- mönnunum en forystumennirnir gætu líka hrifið fólk betur með sér með kraftmeiri framkomu. Eitt vil ég nefna. Landsbyggðin situr ekki við sama borð og Reykja- víkursvæðið þegar verkmenntun er annars vegar. ASI á aðild að Tóm- stundaskólanum í gegnum Menn- ingar- og fræðslusambandið þar sem hægt er að afla sér verkmenntunar en starfsemi hans nær aðeins til höf- uðborgarsvæðisins. Einnig mætti verkalýðshreyfingin gera meira að því að stuðla að atvinnusköpun og örva hvers konar nýjungar. Það er á- gætlega staðið að félagsmálakennslu á vegum ASI en þennan verklega þátt rnætti bæta.“ Innkaupastofnun ríkisins Nafni Innkaupastofnunar ríkisins hefur verið breytt í RIKISKAUR til samræmis við nýja tíma og að nokkru breytt þjónustusvið. Innkaupastofnun hefur annast innkaup fyrir ríkisstofnanir, en einnig margs konar útboð vegna vörukaupa, verkframkvæmda og þjónustu. Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á viðskiptalega aðstoð og leiðbeiningar um vörukaup. Þá hefur sala á eignum ríkisins, svo sem notuðum bílum, fasteignum, tækjum og búnaði, farið fram á vegum Innkaupastofnunarinnar á undanförnum árum. Hér hefur því skapast eins konar kaupvangur á vegum ríkisins og því er við hæfi að breyta nafni stofnunarinnar í hentugra og þjálla orð. RIKISKAUP ú t b o ð s k I I a á r a n g r i ! BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFAS.91-626739 Hansína Valþórsdóttir vinnur í fiskvinnsiu hjó Borgey "Hœttum svartsýnis- rausi" ,,Ég byrjaði að vinna hérna í humri fyrir 11 árum. Hef unnið hérna merira og minna síðan og kann vel við mig. Mér finnst gaman að vinna í fiski. Ég er ein af þeim. Finnst virkilega gaman að vinna í fiski. Mér finnst kjörin vera ágæt. Ef maður fengi bara taxtana strípaða þá væri kaupið auðvitað lélegt en bónusinn gerir það að verk- um að þetta er ágætt. Mað- ur þarf auðvitað að vinna býsna mikið. Ég hef alltaf tekið alla þá næturvinnu Sigurður Karl Pólsson hjó Trévirki ó Höfn „Stundum jákvæður úr hófi fram/y „Ég er bara leðurhaus héma. Ég er búinn að vera á sjónum mest allt mitt líf eða í 20 ár. Það er gaman að breyta svolítið til. Annars kom það ekki til af góðu að ég fór í land akkúrat nú. Ég er lifandi fómarlamb kvótabrasks. Ég hætti út af deilum um kvóta- kaup. Þannig var að ég vildi ekki taka þátt í kaupum út- gerðarinnar á kvóta og fór í land ásamt fleimm. Við upp- gjör kom í Ijós að útgerðin dró af mér vegna kvóta- kaupa. Ég fór í mál og vann. Við emm að vinna héma við að byggja íbúðir fyrir aldraða. Þetta er ágæt vinna og andinn í fyrirtækinu er mjög góður. Það eru þrír smiðir sem eiga þetta fyrir- tæki. Kaupið! það er rosalegt maður að koma í land. Samt þess virði að geta verið hjá börnunum og konunni. Og við hér hjá Trévirki höfum það ágætt miðað við það sem ég hef getað þangað til nýlega; er hætt því núna, stutt síðan ég ákvað það. Fólk á að vera bjartsýnt, hætta þessu svartsýnisrausi. Rífa sig upp. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þá hefur fólk gott af því að hugsa af og til að- eins út í það hvernig fólk fór að héma áður fyrr.“ sem gengur og gerist í landi. En þetta gengur ekki til lengdar, það er kominn kláði í mann að komast á sjóinn. Mér finnst verkalýðs- hreyfingin hafa staðið sig vel.Mál hafa hins vegar þró- ast þannig í þjóðfélaginu að það er ekkert hægt að gera í bili. Ég er hins vegar bjart- sýnn á að úr muni rætast. Reyndar svo jákvæður að mér finnst það stundum úr hófi fram. En það þýðir ekk- ert annað. Það veltur allt svo mikið á því hvemig maður hugsar. Annars fer óöryggið illa í mig. Þetta gengur vel hjá okkur núna hér og maður veit að svo verður um nokk- urra mánaða skeið en svo er þetta verkefni búið og eng- inn veit hvað við tekur. Það verður að skapa fólki ör- yggí- VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.