Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 42

Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 42
Ekki hægt áb fara í verkfall á miðju kjörtímabili - tveir verkamenn hjá Stálsmiðjunni gera athugasemd viá skrif Vinnunnar og telja meá ólíkindum að málgagn ASI skuli halda slíku fram í 2. tölublaði Vinnunnar, febrúar 1994, birtist greinin „Verkamenn og Stálsmiðjan taka höndum saman.“ Við verkamenn í Stálsmiðjunni viljum gera nokkrar athugasemdir við þessi skrif. Forsaga málsins er sú að í byrjun síðasta árs brutu forsvarsmenn Stálsmiðjunnar á okkur sérkjarasamning. Þessu vildum við ekki una og eftir nokkurt stapp lauk deil- unni síðastliðið vor með dómi Félagsdóms. Þar var Stálsmiðjunni gert að standa við gerðan samning. Meðan á stappinu stóð fórum við í aðgerðir sem voru dæmdar ólöglegar í Félagsdómi síðastliðið haust. Tveimur dögum eftir málflutninginn fyrir dómi var einum verkamannanna, Gylfa Páli Hersi, sagt upp störfum. Við töldum uppsögnina tengjast vinnudeilunum og því brot á 4. grein Vinnulöggjafarinnar. Enn kom til kasta Félagsdóms. Þar var gerð sátt. Hún fól meðal annars í sér að Gylfi skyldi halda áfram störfum ef verkefni væru fyrir hendi um áramótin. Verka- mannafélagið Dagsbrún taldi að Stálsmiðj- an hefði síðan brotið sáttina þar sem for- svarsmenn fyrirtækisins sögðu ekki rúm fyrir áframhaldandi starf Gylfa Páls eftir áramót. Dagsbrún leit þetta mál mjög alvarleg- um augum, enda um heiður félagsins að tefla. Verkamanni er sagt upp störfum vegna þátttöku hans í vinnudeilum, gerð er sátt með aðild félagsins og hún síðan rofin. Félagið haft að engu. Til þess að ná fram rétti sínum ákvað stjóm og trúnaðarmanna- ráð félagsins á fundi sínum í janúar að afla verkfallsheimildar til þess að krefjast þess að Stálsmiðjan stæði við niðurstöðu Fé- lagsdóms. A sama tíma og tekist var á um uppsögnina stóð slagur um 12,5% kaup- lækkun allra starfsmanna Stálsmiðjunnar, um 100 talsins. Væri kauplækkunin ekki samþykkt væri litið svo á sem menn hefðu sagt upp. Eftir nokkurt þref var gerður nýr vinnustaðasamningur þar sem fallið var frá kauplækkuninni í stað ýmissa hagræðinga og sparnaðaraðgerða sem leiddu til nokk- urrar kjararýrnunar en styttri vinnutíma. Við Dagsbrúnarmenn erum ekki tilbúnir að gefa eftir kaup eða réttindi gegn vafasöm- um loforðum sem við vitum að standast ekki. Eins og t.d. að ef við vinnum ókeypis fáum við kannski að halda vinnunni í skipasmíðaiðnaði í nokkur ár, kannski alla ævi, sem gæti orðið stutt. Þannig lá alltaf ljóst fyrir að Dagsbrúnarmenn í Stálsmiðj- unni samþykktu ekki nýjan vinnustaða- samning fyrr en gengið væri frá ráðningu Gylfa Páls. Grein Vinnunnar byggir á makalausri grein í Dagsbrúnarblaðinu frá febrúar 1994, þar sem ekkert samráð var haft við verkamennina. Yfirskrift greinarinnar í Vinnunni, „Verkamenn og Stálsmiðjan taka höndum saman“, er út í hött. Það var gert samkomulag, sem er ekki það sama og að haldast í hendur, dansa saman, fara í bíó, eða samþykkja að fara eftir leikreglum þess sem öllu ræður. Okkur finnst slæm blaðamennska að apa upp svona grein. Vinnan er málgagn ASI, væntanlega þar með einnig málgagn okkar í Stálsmiðjunni. Vinnan birti í fyrravor að okkar frumkvæði grein um átökin í Stálsmiðjunni. Vinnan hefur að öðru leyti ekki fjallað um þá bar- áttu sem við höfum staðið í, s.s. uppsagnir og kauplækkunaráform. Þó var fjallað ítar- lega um þessi mál í öðrum fjölmiðlum. Hins vegar fjalla forystumenn ASÍ iðulega um vandamál eigendanna í skipasmíðaiðn- aði eins og verið sé að tala um miðalda- samfélag þar sem daglaunamenn mega þiggja molana sem hrynja af borðunum, éta annars það sem úti frýs. I grein Vinnunnar er því haldið fram að verkfallsheimildar hafi verið aflað „...enda leit ekki út fyrir það um tíma að samninga- umleitanir bæru árangur." Fyrr í greininni segir: „Við lá að til verkfalls kæmi í janúar eftir að starfsmönnum voru settir þeir úr- slitakostir að samþykktu þeir ekki 12,5% kauplækkun..." Það er með ólíkindum að málgagn ASÍ haldi því fram að hægt sé að fara í verkfall á miðju samningstímabili (samningar renna út um næstu áramót). Samkvæmt aftur- haldslögum ber félaginu friðarskylda og slfk verkföll komu aldrei til tals. Verkfalls- heimild Dagsbrúnar snerist um að staðið yrði við niðurstöðu Félagsdóms í uppsagn- armáli Gylfa Páls og ekkert annað. Annað er það að stuðningur ASI við okkur í uppsagnarmálinu, er Stálsmiðjan braut á okkur sérkjarasamning og reyndar í öllum þrýstingnum um kauplækkanir, var rýr. Þó áttum við fund með forseta sam- bandsins, lögfræðingi þess og hagfræðing- um um uppsögnina. Lögfræðingnum þótti málið „interessant“, væntanlega út frá lög- fræðilegri hlið mála. Þegar við leituðum fyrst til skrifstofu ASI var okkur tjáð að málið væri vonlaust og reynt að telja úr okkur kjark. Það er athyglisvert að fram- kvæmdastjóri VSÍ virtist ávallt reiðubúinn að styðja við bakið á sínum mönnum með viðtölum í fjölmiðlum. Hann var ekki í nokkrum vafa um sína afstöðu. Hjá okkur verkamönnunum var sam- staðan órjúfanleg og lykilatriðið. Dagsbrún stóð við bakið á okkur, VMSÍ studdi okkur og Atli Gíslason, lögfræðingur Dagsbrúnar, vann sitt verk vel. Um alla borg og reyndar víða um land hafði fólk skilning á málinu. Það er mikilvægt, ekki hvað síst á tím- um eins og nú, að verkafólk geti notað sín samtök og málgagn. Það á að grundvalla skrif sín á umsögn þess verkafólks sem í baráttunni stendur. Arni H. Kristjánsson trúnaðarmaður, Gylfi Páll Hersir Veislusalir tilmannfagnaðar sjáum um veislur, fundi, ráðstefnur og annan mannfagnað. Veisiuföngin færðu hjá okkur. VEISLU-RISIÐ Rlslnu Hverflsgötu 105 Sími 62 52 70 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.