Stefnir - 01.03.1951, Síða 7

Stefnir - 01.03.1951, Síða 7
VÍÐSJÁ 5 þetta ispor í rétta átt, en sem auð- velt er að eyðileggja. íslenzkum verkalýð er á öllu fremur þörf nú en vinnudeilum og framleiðslustöðvun. Það mun víst flestum ljóst, að verkamenn eru ekki ofsaddir af launum sín- um, en eins og nú standa sakir er ekki neinn grundvöllur til að bæta kjör sín með launahækkun- um nema að verðlag á -fram- leiðsluvörum þjóðarinnar hækki. Hagur sjávarútvegsins, sem nú færir þjóðinni meginhluta gjald- eyrilstekna hennar, er nú þannig háttað, að um þessar mundir er verið að taka meginhluta báta- flotans til skuldaskila, og togara- flotinn einn hefur í bili sæmi- lega afkomu vegna gengislækkun- arinnar. Þegar þannig er málum hátt- að með aðalútflutningsfram- leiðslu landsmanna, og atvinnu- ieysi er auk þess mikið víða um land, er erfitt að sjá, hvernig verkalýðssamtökin hug|sa sér að 'hægt sé að bæta kjör verkalýðs- ins nú með almennum verkföli- um. Er hins vegar augljóst, að slíkar ráðstafanir gætu reynzt hinar örlagaríkustu fyrir alla þjóðina. Er þess að vænta, að bæði ríkisstjórnin og forustu- menn launþega og vinnuveitenda reyni til þrautar að leysa ágrein- ingjsmálin, áður en sú ógæfa skellur yfir. Verður því ekki trú- að að óreyndu, að jafnaðarmenn láti kommúnista hafa sig út í það að gerast böðlar sinnar eigin þjóðar, heldur sýni sama skiln- ing á vandamálunum og flokks- bræður þeirra í Bretlandi og á Norðurlöndum. Það, sem einbeita þarf öllum kröftum að nú, er að útrýma at- vinnuleysinu, því að það er þjóð- félagsböl, sem einskis má láta ófreijstað til að koma í veg fyrir. Framtíð sjávarútvegsins. MARGIR eru nú kvíðnir um framtíð sjávarútvegsins hér við land, og virðist það ekki að á- stæðulausu. Þótt aðeins fimm ár séu nú liðin frá stríðslokum sjást þejss nú greinileg merki, að afla- brögð eru að minnka á miðum kringum landið. Eftir stríðið hafa bæði íslendingar og aðrar fisk- veiðaþjóðir tekið í notkun stór- virkari veiðitæki en áður hafa þekkzt, en hins vegar er ekki vit- að, að viðkoma fiskanna hafi aukizt að sama skapi. Togararnir sópa nú saman fiskinum á grunn- miðunum kringum landið. og er ásókn þeirra víða svo mikil, að mið vélbátanna hafa að mestu verið eyðilögð. Eru jafnvel horf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.