Stefnir - 01.03.1951, Síða 7
VÍÐSJÁ
5
þetta ispor í rétta átt, en sem auð-
velt er að eyðileggja.
íslenzkum verkalýð er á öllu
fremur þörf nú en vinnudeilum
og framleiðslustöðvun. Það mun
víst flestum ljóst, að verkamenn
eru ekki ofsaddir af launum sín-
um, en eins og nú standa sakir
er ekki neinn grundvöllur til að
bæta kjör sín með launahækkun-
um nema að verðlag á -fram-
leiðsluvörum þjóðarinnar hækki.
Hagur sjávarútvegsins, sem nú
færir þjóðinni meginhluta gjald-
eyrilstekna hennar, er nú þannig
háttað, að um þessar mundir er
verið að taka meginhluta báta-
flotans til skuldaskila, og togara-
flotinn einn hefur í bili sæmi-
lega afkomu vegna gengislækkun-
arinnar.
Þegar þannig er málum hátt-
að með aðalútflutningsfram-
leiðslu landsmanna, og atvinnu-
ieysi er auk þess mikið víða um
land, er erfitt að sjá, hvernig
verkalýðssamtökin hug|sa sér að
'hægt sé að bæta kjör verkalýðs-
ins nú með almennum verkföli-
um. Er hins vegar augljóst, að
slíkar ráðstafanir gætu reynzt
hinar örlagaríkustu fyrir alla
þjóðina. Er þess að vænta, að
bæði ríkisstjórnin og forustu-
menn launþega og vinnuveitenda
reyni til þrautar að leysa ágrein-
ingjsmálin, áður en sú ógæfa
skellur yfir. Verður því ekki trú-
að að óreyndu, að jafnaðarmenn
láti kommúnista hafa sig út í það
að gerast böðlar sinnar eigin
þjóðar, heldur sýni sama skiln-
ing á vandamálunum og flokks-
bræður þeirra í Bretlandi og á
Norðurlöndum.
Það, sem einbeita þarf öllum
kröftum að nú, er að útrýma at-
vinnuleysinu, því að það er þjóð-
félagsböl, sem einskis má láta
ófreijstað til að koma í veg fyrir.
Framtíð sjávarútvegsins.
MARGIR eru nú kvíðnir um
framtíð sjávarútvegsins hér við
land, og virðist það ekki að á-
stæðulausu. Þótt aðeins fimm ár
séu nú liðin frá stríðslokum sjást
þejss nú greinileg merki, að afla-
brögð eru að minnka á miðum
kringum landið. Eftir stríðið hafa
bæði íslendingar og aðrar fisk-
veiðaþjóðir tekið í notkun stór-
virkari veiðitæki en áður hafa
þekkzt, en hins vegar er ekki vit-
að, að viðkoma fiskanna hafi
aukizt að sama skapi. Togararnir
sópa nú saman fiskinum á grunn-
miðunum kringum landið. og er
ásókn þeirra víða svo mikil, að
mið vélbátanna hafa að mestu
verið eyðilögð. Eru jafnvel horf-