Stefnir - 01.03.1951, Side 8

Stefnir - 01.03.1951, Side 8
6 STEFNIR ur á því, að sumstaðar verði að hætta útgerð vélbáta. Hér er um alvarlega hættu að ræða fyrir þjóð, sem byggir efna- hagsafkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi og hefur á síðasta áratug lagt í þenna at- vinnuveg geysilegt fjármagn. Það þýðir ekki að loka augunum fyr- ir því, að sjávarútvegurinn er í eðli sínu rányrkja, og hér við land hefur hann verið stundaður sem alger rányrkja til skamms tíma, því að fiskurinn hefur hvergi átt friðland vegna hinnar mjög litlu landhelgi. Fiskirækt hefur engin verið og hrygningar- svæðin óvernduð. Rányrkjan hef- ur því verið takmarkalaus. Stcekkun landhelginnar. ÞEGAR þessa er gætt, verður ljóst, að stækkun landhelginnar er íslenzku þjóðinni lífsnauðsyn, ef hún á að geta haldið sjálfstæði sínu. Það verður að gera þeim þjóðum, sem við eigum samstarf við og eru okkur vinveittar, skýra grein fyrir því, að tilvera okkar sem þjóðar er hér í veði. Eins og atvinnuvegum okkar er nú háttað, er sjórinn okkar fjöregg. Við göngum ekki á rétt nokkurrar þjóðar, þótt við krefjumst þess að fá að njóta einir miðanna kringum landið. Ef við eigum að gera okkur nokkra von um sæmi- lega örugga framtíð okkar sjáv- arútvegs, verðum við að fá allt landgrunnið kringum landið inn- an landhelgi. Fróðlegt rit. JÚLfUS HAVSTEEN, sýslumað- ur í Þingeyjarsýslu, hefur nú síðustu árin manna bezt gert landhelgismálunum skil og lagt áherzlu á mikilvægi þeirra fyrir iþjóðina. Greinarflokkur, sem hann ritaði í vikublaðið „íslend- ing“ fyrir nokkrum árum, vakti mikla athygli. Leiddi hann þar sterk rök að því, hversu miklu ofríki íslendingar væru beittir í þessu efni og hversu Danastjórn hefði á sínum tíma samið rétt af íslendingum í algeru heimild- arleysi. Það þarf að vakna miklu meiri áhugi hjá almenningi í landinu fyrir landhelgismálinu en verið hefur. Þjóðin verður að gera sér ljóst, að baráttan fyrir stækkun landhelginnar er veigamikill þátt- ur sjálfstæðisbaráttunnar. En til þess að geta gert sér fulla grein fyrir rétti íslendinga í landhelg- ismálinu þarf fólk að fræðast um eðli málsins. Landssamband íslenzkra út-

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.