Stefnir - 01.03.1951, Síða 9
VÍÐSJÁ
7
vegsmanna gaf í fyrra út fróðlegt
rit um landhelgismálin, eftir
Havsteen, sýslumann. Dregur
hann þar saman allar helztu rök-
semdir í málinu og gerir grein
fyrir rétti íslendinga til stærri
landhelgi. Ættu allir þeir, sem
fræðast vilja um málið að lesa
þessa fróðlegu og yfirlitsgóðu
greinargerð Havsteens, sýslu-
manns. A hann miklar þakkir
skilið fyrir áhuga sinn og við-
leitni til þess að vekja þjóðina
til umhugsunar um þetta lífs-
nauðsynlega hagsmunamál henn-
ar.
LandbúnaSurinn.
EINMITT vegna þess öryggis-
leysis, sem fylgir sjávarútvegin-
nm, er þjóðinni mikilvægt að
leggja ekki allt í þann eina at-
vinnuveg. Og eins og nú standa
sakir, er þjóðinni áreiðanlega
farsælt að leggja meiri áherzlu
á landbúnaðinn en verið hefur.
Frá upphafi hefur landbúnað-
urinn verið traustasti stólpinn
undir efnahagsafkomu þjóðarinn-
ar, og eigi þjóðin að skapa Isér
efnahagslegt öryggi, verður það
ekki gert án þess að efla stór-
lega landhúnaðinn.
Um margra ára skeið hefur
þeirrar skoðunar mjög gætt, að
landbúnaðurinn gæti aldrei orð-
ið þjóðinni meira virði en svo,
að hann gæti veitt landsmönnum
sjálfum mjólk og kjöt, en yrði
aldrei útflutningsverðmæti svo
nokkru næmi. Þetta er áreiðan-
lega mikill misskilningur, enda
er reynslan að leiða það í Ijós.
UIl og gærur eru nú í miklu verði
á heimsmarkaðinum og nú hef-
ur það einnig gerzt, sem margir
munu hafa verið dauftrúaðir á,
að tekizt hefur að selja til út-
landa Sslenzkt dilkakjöt fyrir
jafnvel hærra verð en er á þvi
innanlands.
Með aukinni véltækni hefur
öll aðstaða landbúnaðarins ger-
breytzt. Nú er hægt að rækta á
tiltölulega skömmum tíma feyki-
stór landflæmi, og eftir að á-
burðarverksmiðjan er komin upp,
geta landsmenn sjálfir framleitt
allan þann áburð, sem þeir þarfn-
ast. fslenzka moldin er frjósöm,
og aðstaða til ræktunar víða góð.
Sumstaðar í hinum blómlegustu
héruðum landsins eru enn mikil
landflæmi óræktuð
Þjóðin þarf nú á næstu árum
að einbeita orku sinni að eflingu
landbúnaðarinls. Það er ekki leng-
ur neitt neyðarbrauð að stunda
landbúnað, og þar eru mikil verk-
efni að rækta landið og auka
verðmæti þess. Ræktun er göfg-