Stefnir - 01.03.1951, Page 20
18
STEFNIR
mönnum víðsvegar að úr heimin-
um, því að æ fleiri þjóðir færa
sér í nyt þá reynslu, sem hér hef-
ur fengizt, við uppbvggingu
heilsuverndarlstarfsemi sinnar.
Hér var fundið nýtt heilbrigðis-
tæki, er skapaði möguleika fyrir
þroska þeirra andlegu og líkam-
legu eiginleika, sem með mann-
inum bjuggu.
Lífsviðhorf manna breyttist
þegar áhuginn var vakinn.
Áhuginn er óviðjafnanlegt afl,
sem sigrast getur á öllum tor-
færum, og hann er hetra
gleymskumeðal heldur en allt
áfengi og nautnameðul til sam-
ans.
Af þessu má verða ljóst, hve
geysiþýðingarmikið væri, að
geta hjálpað einstaklingum til
að finna áhugamál sín og skap-
að þeim aðstöðu til að framfylgja
þeim. Það væri öflug heilsu-
verndarstarfsemi.
Það er einnig verkefm skól-
anna og heimilanna, þar sem að-
staða er til slíks, að revna að
finna áhugamál unglingsins, ef
þau liggja ekki ljóst fyrir, og á
hinn bóginn er varla hægt að
hugsa sér öllu heimökulegri að-
farir en þær að drepa niður aug-
ljós áhugamál unglinga, sem
engum eru til meins, af einhverj-
um hégómlegum ástæðum.
Það er ekki hægt að þvinga
upp á neinn áhugamálum, en það
er hægt að glæða lítinn neista og
gera hann að stóru báli, einnig
á þessu sviði, en ef of mikið er
blásið í fyrstu kulnar allt út.
Kennarar eiga að ræða um
nemendur sína á fundum sín á
milli og gera sér far um að finna,
hvað í hverjum býr, gefa því und-
ir fótinn, og glæða og laða að
áhugamálinu, gefa því meiri tíma
en öðru námsefni, og jafnvel
draga þá af annarsstaðar, í istað
þess að rígbinda allt í fastar
skorður.
Á þessu sviði hefur Peckham-
tilraunin gert mönnum merkileg
sannindi Ijósari en áður.
Stórborgirnar þurfa að not-
fœra sér kosti dreifbýlisins
og smdbœjanna.
Enn kom til athugunar hjá
stöðinni áhrif stórborgarlífsins á
heilsu manna. Þar var oft um að
ræða of mikið þéttbýli, skort á
opnum svæðum, dýrar íbúðir,
langir vegir á vinnustað, i skóla
og verzlun og tilhneyging til að
skipast í hverfi eftir efnahag.
Allt þetta hafði skaðvænleg
áhrif á þroska borgaranna, og
hvað síðast talda atriðið snerli,
var það viðurkennd staðreynd að