Stefnir - 01.03.1951, Page 30

Stefnir - 01.03.1951, Page 30
28 STEFNIR frekar kinnfiskasoginn, með hvasst en þó undarlega rólegt augnaráð. Hann var klæddur í stuttbrækur úr grófum baðmull- ardúk, þykka sokka og skó og í gamaldags Norfolk jakka. Um mittið hafði hann hinn þrílita mittislinda, sem var tákn embætt- isins. Enda þótt hann stæði full- komlega beinn, þegar hann reis á fætur til að heilsa mér, fannst mér hann samt ekki líta út fyrir að vera vel styrkur, og hann virt- ist þreyttur. — Samt sem áður brosti hann hjartanlega um leið og hann rétti mér höndina og sagði, að hann hefði rétt í þessu verið að gifta ung hjón úr sveit- inni — athöfn, bætti hann við, sem alltaf gleddi sig. Þegar hann heyrði að ég væri rithöfundur sá ég áhugaglampa bregða fyrir í augum hans, og eftir örstuttar fjörugar samræður, bauð hann mér til kvöldverðar. Það var komið kvöld, þegar við yfirgáfum ráðhúsið og héld- um niður götuna. Þegar við fórum fram hjá hóp af ungum mönnum, sem voru að koma frá vinnu sinni, nokkrum konum, sem voru að þvo þvott við brúna og hóp af börnum, sem voru að leika sér úti fyrir skólanum, gat ég ekki annað en veitt því athygli, hvernig fólk- ið heilsaði samferðamanni mín- um, með svo fágætu samblandi af kunnugleika og virðingu. Það var engin lotning í lát- bragði þeirra, miklu fremur eins konar bróðurþel, vinátta og skilningur. Þegar við fórum gegnum járn- hliðið heim að höllinni, kom ég allt í einu auga á, hve allt var fá- tæklegt, þó það hefði ekki verið sýnilegt úr fjarska. Það voru djúp hjólför í akveginn, illgresi óx upp á milli hellusteinanna í húsagarðinum og stórar sprung- ur voru í skrautið við handriðið á þakinu. Þegar við komum inn í húsið sjálft varð maður var við þetta sama af þögninni í hinum háu sölum, engum þjónum og full- kominni vöntun á þeim glæsibrag, sem eðlilega hefði átt að vera á slíkum stað. Fyrir endanum á hvelfdu fordyrinu stóð borð þak- ið með köflóttum dúk, og þang- að bar hvíthærður maður okkur kvöldverðinn. Ásigkomulag staðarins var í fullu samræmi við hinn sparsam- lega málsverð okkar. Fyrst var þunn súpa og síðan soðnar kart- öflur með svörtu brauði. Að lok- um fengum við svo bolla með ósætu, svörtu kaffi. Ég hlýt að hafa verið vandræðalegur á svip-

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.