Stefnir - 01.03.1951, Page 31

Stefnir - 01.03.1951, Page 31
HERRA BORGARSTJÓRINN 29 inri, því allt í einu fór gestgjafi minn að hlæja. „Ef ég hefði vitað að þú kæm- ir, hefði ég reynt að hafa þetta betra.“ Allt í einu varð hann svo al- varlegur aftur. „Þú sérð herra minn, við er- um ánægð hér «f við höfum ein- földustu fæðu, því að það hafa komið þeir tímar í okkar litla sveitarfélagi, að við höfum ekk- ert haft að borða.“ Þegar við höfðum lokið við að drekka kaffið, bauð hann mér sæti úti á flötu þakinu og bauð mér þegjandi sígarettu. Myrkrið var fallið á og niðri í dalnum fyrir framan okkur mynduðu ljósin í þorpinu þyrpingu af lág- um stjörnum. Þessi sýn virtist töfra manninn við hlið mér; augu hans hvíldu stöðugt á því. „Trúir þú því, að staður eins og þetta þorp, geti haft sál?“ Aður en ég gat svarað hélt félagi minn áfram: „Ef til vill finnst þér það hlægilegt. Samt sem áð- ur trúi ég því af öllu hjarta.“ Hann vax, sagði hann, einn af þrem bræðrum, en hinir tveir höfðu fallið í fyrri heimsstyrj- öldinni. Hann sjálfur hafði eytt fjórum árum í skotgröfunum, orðið fyrir eiturgasi og særst í brjóstið af sprengikúlu. Hann sagði þetta glaðlega og án nokk- urrar hreykni. Á millistríðsár- unum höfðu svo báðir foreldrar hans dáið. Síðan kom heimsstyrjöldin síð- ari. Þegar Þjóðvérjar óðu inn í landið, tóku þeir höllina, og þar sem þeir héldu, að hann væri foringi fyrir andstöðuhreyfingu, vörpuðu þeir honum í fangelsi. Þar eyddi hann öðrum fjórum árum ævi sinnar. „Einhvern tíma,“ sagði hann, „vildi ég gjarnan segja þér eitt- hvað frá þessum tíma, sem ég dvaldist í fangelsinu. Ég mútaði fangaverðinum með ermahnöppunum mínum, til að færa mér garn. Úr þessu garni bjó ég síðan til fiskinet, tugi af fiskinetum. Og meðan ég var að ríða þessi net, hugsaði ég mikið. Guð veit að ég er enginn heim- spekingur, en samt sem áður var það árangurinn af þessum hug- leiðingum mínum í fangaklefan- um, sem gjörbreytti lífsskoðun- um mínum.“ Hann þagnaði á þennan sama góðlátlega og hugsandi hátt. „Þegar okkur var hleypt út af hinum frelsandi hersveitum -—, sem við, trúðu mér, herra minn, eigum ævilangt þakkir að gjalda, — fór ég aftur hingað. Þessi staður, heimili ættar minnar í

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.