Stefnir - 01.03.1951, Side 35

Stefnir - 01.03.1951, Side 35
Alþingi lauk störf- Styttra um 7. marz s. 1. þinghald. Hafði það þá set- ið í 149 daga eða 36 dögum skemur en næsta þing á undan. En á því þingi urðu þrenn stjórnarskipti, sem áttu ríkan þátt í að draga störf þess á langinn. Meginorsök lengingar þingset- unnar á undanförnum árum eru hin víðtæku afskipti löggjafar- vgldsins af atvinnumálum þjóð- arinnar. Alþingi hefur árlega orðið að setja löggjöf til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnu- tækja af völdum dýrtíðar og efnahagserfiðleika. Með gerigisbreytingunni var sú stefna mörkuð að framleiðslan skyldi hera sig styrktarlaust. Haftafyrirkomulagið skyldi einn- ig víkja fyrir auknu frelsi í við- skiptamálum. Hin skjóta afgreiðsla fjárlaga á síðasta þingi sprettur fyrst og fremst af því að uppbótagreiðsl- um á útflutningsafurðir okkar hefur verið létt af ríkissjóði. Al- þingi þurfti því ekki að þessu sinni að sitja yfir því viku eftir viku eða mánuð eftir mánuð að finna leiðir til þess að leggja á nýja skatta til þess að standa undir þessum útgjöldum, sem farið hafa síhækkandi undan- farin ár. Hinsvegar þurfti ríkis- stjórnin að eyða miklum tíma í að skapa möguleika fyrir rekstri vélbátaútvegsins. Gengisly.'kkunin hafði ekki nægt til þess að tryggja hann. Verðfall afurða, aflabrest- ur og óáran drógu svo mjög úr árangri hennar að smáútgerðin var um síðustu áramót komin í þrot. Var nú það ráð upp tekið að veita henni nokkra íhlutun um ráðstöfun þess gjaldeyris er hún aflar. Því verður ekki á móti mælt

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.