Stefnir - 01.03.1951, Page 45
DAVÍÐ ÓLAFSON, fiskimálastjóri:
Karfi og karfaveiðar
KARFAVEIÐAB liafa ekki ver-
ið stundaðar hér við land í
stórum stíl fyrr en tvö síðustu
árin. Gera margir sér vonir um
það, að karfaveiðarnar geti
orðið sterkur þáttur í sjávar-
útvegi þjóðarinnar og jafnvel
komið í stað síldarinnar, ef
hún skyldi halda áfram að
sneiða hér hjá garði. Til þessa
hefur líka karfaveiðin gefið
góða raun, hvað sem verður í
framtíðinni. I>ar sem hér er um
mikilvægt mál að ræða er ekki
að efa, að marjja muni fýsa
að kynnast nokkuð þessum nýju
veiðum off framtíðarhorfum
varðandi þær. Hefur Davíð
Ölafsson, fiskimálastjóri, sýnt
STEFNI þá vinsemd að segja
lesendum hans nokkuð frá karfa-
og: karfaveiðum.
J
Það hefur löngum verið talið
eitt helzta veikleikamerki hins ís-
lenzka efnahagskerfis hvensu
mjög það hefur verið háð ein-
um atvinnuvegi, þar sem er sjáv-
arútvegurinn. En ef þetta er at-
hugað nánar kemur þó í ljós
staðreynd, sem gerir þetta enn
ískyggilegra. Á ég þar við, að
sjávarútvegurinn hér á landi hef-
ur til skamms tíma byggt tilveru
sína nær eingöngu á tveim fisk-
tegundum, þ. e. þorskinum og
síldinni. Undanfarin 6 ár hefur
síldin þó brugðist svo, að á henni
hefur ekki verið byggjandi og