Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 46
44
STEFNIR
hefur því enn meiri þungi hvílt
á þorskinum, ef svo mætti að
orði kveða. En nú er þess einnig
farið að gæta mjög, að þorskafli
fari minnkandi og má vel svo
fara áður en lýkur, að sú stoð
bresti einnig undan þeim ofur-
þunga, sem á hana er lagður með
gengdarlausri veiði.
Það er því afar þýðingarmikið,
að samhliða aukinni friðun hinna
þýðingarmestu nytjafiska sé þess
freiistað að auka hagnýtingu fisk-
tegunda, sem vitað er um að til
eru í miklu magni og unnt er að
ná til. Það mun vera skoðun fiski-
fræðinga að utan landgrunnanna
eða í dýpra vatni en 500—1000
m. sé yfirleitt ekki að finna fisk-
tegundir, er þýðingu hafi nema,
þar sem um er að ræða fiskitorf-
ur á leið milli landa.
f Norður-Atlantshafi er þó vit-
að um eina fisktegund, þýðingar-
mikinn nytjafisk, sem er undan-
tekning frá reglunni. Er það karf-
inn (Sebastes marinus).
Virðist hér vera um að ræða
fisktegund, sem vegna þess magns,
sem er af henni í sjónum og þar
sem hún er þegar víða viðufr-
kennd sem ágætur matfiskur,
gæti að einhverju leyti a. m. k.
komið í stað hinna annarra fisk-
tegunda, sem hingað til hafa bor-
ið uppi veiðina.
Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á undanförnum áratugum
hafa leitt í ljós að karfinn hrygni
á tvimur gífurlega stórum svæð-
um um norðanvert Atlantshaf.
Er talið að hrygningarsvæðin
nái yfir um 2,5 millj. km2. Hið
minna þetssara svæða er undan
vesturströnd Noregs en hið stærra
suður og vestur af íslandi, suð-
ur með austurströnd Grænlands
og langt suður í haf, allt að 50°
breiddargráðu.
Þessar rannsóknir hafa enn-
fremur leitt í ljós, að mergð karf-
ans í sjónum er miklu meiri en
t. d. þorsksin og síldarinnar. I
þessu sambandi verður þó að
geta þess, að mestur hluti þess
svæðis, sem karfinn lifir á, er með
öllu óaðgengilegur fyrir fikiskip
með þeim veiðarfærum, sem nu
eru þekkt og eru því ekki mögu-
leikar eins og nú háttar, að hag-
nýta nema lítinn hluta karfa-
stofnisins eða það, sem kemur upp
á landgrunnið á dýpi, sem viðráð-
anlegt er að fiska á. Samanbor-
ið við þorskinn getur karfinn
ekki talist frjósamur fiskur. í
einni þroskhrygnu er talið að
fjöldi eggjanna geti orðið 10—
15 millj. Karfinn gýtur hins veg-
ar lirfum og koma úr hverri
hrygnu 100—200 þús. aðeins.
En af hinum mikla fjölda þorsk-